Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 32

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Handbolti: Ingvar Ákaso Gunnar Guðbjartsson, H Guðmundsson og Stefán Garc Íþróttafélagið Ívar: Ragney Líf Stefánsdóttir, Elma Guðmundsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir og Guðjón Hraunberg Björnsson. Á myndina vantar Emilíu Arnþórsdóttur. Feta brautina til afreka Menntaskólinn á Ísafirði í sam- starfi við HSV og íþróttafélög í Ísa- fjarðarbæ býður þeim nemendum sem iðka afreksíþróttir á vegum íþróttafélaganna tvær til þrjár morgunæfingar á viku, sem þjálf- arar viðkomandi íþróttafélaga stjórna. Þjálfunin er metin til tveggja valeininga á önn til stúd- entsprófs. Skólinn og íþróttafé- lögin gera þá kröfu að nemendur mæti á allar æfingarnar og leggi sig fram um að bæta árangur sinn í íþróttinni enda undirbúa þeir sig fyrir keppi á Íslandsmótum fyrir hönd sinna félaga. Þetta er fimmti veturinn sem nemendum MÍ gefst kostur á slíku námi. Nokkrir nemendur á afreks- braut æfa með unglingalandslið- um eða úrtökuhópum fyrir lands- lið. Það eru þau Elín Jónsdóttir í alpagreinum skíða, Matthías Króknes Jóhannsson í knatt- spyrnu, Leó Sigurðsson í körfu- bolta, Jóhann Gunnar Guðbjarts- son og Axel Sveinsson í hand- bolta og Birkir Örn Stefánsson og Sigurður Óli Rúnarsson í glímu. Bæjarins besta fór á stúfana og ræddi við Hermann Níelsson, sviðsstjóra íþrótta við MÍ og umsjónarmann afreksíþrótta- brautar, og nokkra nemendur hennar. „Afreksíþróttafólk gerir sér grein fyrir því að til að ná árangri í íþróttum dugir góð ástundun ekki til hámarksárangurs, það er ekki síður mikilvægt að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl, borða hollan og góðan mat, tryggja sér nægjanlega hvíld og að neyta ekki vímuefna. Iðkendur afreks- íþrótta þurfa oft að fórna skemmt- unum og veisluhöldum sem í boði eru til að geta lagt sig alla fram á æfingum og í keppni. Nemendur í íþróttaakademíu MÍ eru fyrirmyndir fyrir yngri iðk- endur íþrótta sem líta upp til þeirra og sýna með fordæmi sínu að íþróttir og notkun vímuefna geta aldrei farið saman,“ segir Hermann. Hann bendir á að nem- endur greiða engin æfingagjöld fyrir morgunæfingarnar og íþrótta- félögin standa straum af kostnaði við þjálfunina. „Sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum sem tengjast afreksíþrótt- um eru fengnir í heimsókn til að fræða nemendur um þjálffræði, næringarfræði og fleiri þætti sem skipta máli í lífi verðandi afreks- íþróttafólks.“ Æfingin skapar meistarann Bæjarins besta spjallaði stutt- lega við nemendur á afreksbraut um hvað þeim finnst um náms- framboðið og þann lífsstíl sem fylgir því að vera virkur íþrótta- maður. Herdís Magnúsdóttir æfir sund og hefur gert það frá fimm ára aldri. Hún hefur verið á af- reksbraut síðan hún byrjaði í menntaskóla og er þetta annað árið hennar. „Það er mjög fínt að hafa af- reksbraut svo maður geti sinnt íþróttinni með náminu. Þetta er aukaæfing og æfingin skapar meistarann. Stundum er erfitt að vakna svona snemma á morgn- ana en maður lætur sig bara hafa það.“ Aðspurð segist hún sammála því að tengsl séu á milli íþrótta- iðkunar og minni áfengis- og vímuefnanotkun hjá jafnöldrum. „Kannski hugsa þeir sem eru í íþróttum meira um það sem þeir setja ofan í sig.“ Herdís segist ætla að halda áfram á þessari braut eins lengi og hún getur. „Svo kemur bara í ljós hvað verður.“ Draumurinn að verða atvinnumaður Matthías Króknes Jóhanns- son er efnilegur fótboltamaður. „Þetta er fyrsta árið mitt í Menntaskólanum en ég ætla halda áfram á afreksbraut hvort sem það verður hér eða í öðrum skóla. Kannski fer ég suður eftir áramót. Það er fínt að geta sam- ræmt æfingar með náminu.“ Aðspurður segist hann stefna á atvinnumennsku í knattspyrn- unni. „Ég held að það sé draumur allra fótboltamanna, annars væri maður ekkert í þessu.“ Hann segir að örugglega sé minna um áfengis- og vímuefna- neyslu meðal ungmenna sem æfa íþróttir. Sund: Ástrós Þór Valsdóttir, Aníta Björk Jóhannsdóttir, Herdís Magnúsdóttir og Anna María Stefánsdóttir. „Þannig er það allavega hjá okkur á afreksbrautinni, ég veit ekki til þess að neinn drekki, hvað þá að taka einhver vímuefni. Það fylgir líka félagsskapnum sem maður er í. Ef félagar manns drekka ekki eru mun minni líkur að maður geri það sjálfur.“ Stefnir á 1. deildina Sunna Sturludóttir hefur verið að gera góða hluti í körfu- bolta. „Ég er á fyrsta ári í MÍ og líkar mjög vel að vera á afreksbraut- inni. Það styrkir mann pottþétt og ég finn alveg mun á mér frá því ég byrjaði. Ég stefni á að vera fjögur ár á afreksbrautinni.“ Sunna sér kosti við það að mæta eldsnemma á æfingar. „ Það er stundum erfitt að vakna en maður er hressari yfir daginn, þetta vekur mann svo vel.“ Hún segist stefna á atvinnu- mennskuna þó hún setji sér bara eitt markmið í einu. „Ég er núna að spila með meistaraflokk sem var verið að stofna hjá KFÍ og við stefnum á að komast í 1. deild.“ Hún tekur undir með félögum sínum að íþróttalífið dragi úr vímuefnanotkun. „Á föstudagskvöldum erum við flest að fara að spila eða á æfingu daginn eftir og maður hefur ekki tíma í að fara út og skemmta sér. Maður vill frekar fara snemma að sofa og spila betur daginn eftir. Allavega tek ég körfuboltann fram yfir það.“ Þýðir ekkert að hætta Hákon Atli Vilhjálmsson er líka í körfunni og er ánægður á afreksbrautinni. „Það er fínt að fá aukaæfingu og ekki verra að fá einingar fyrir það líka. Ég stefni á að halda áfram á þessari braut.“ Hann segist ætla sjá til hvert lífið leiði hann er kemur að íþrótt- inni. „Maður heldur áfram svo lengi sem það gengur vel og maður er að standa sig.“ Eins og félagar sínir tekur hann undir með því að áfengis- og önnur vímuefnanotkun sé óæski- leg hjá íþróttamönnum. „Það er almennt heilsuspill- andi og þeir sem eru í íþróttum hugsa út í það.“ Salmar Már Salmarsson Hagalín er í handboltanum og æfir þar markvörslu. Hann segir að það sé gaman og fjölbreytilegt að vera á afreksbraut MÍ. Að- spurður hvert hann stefni í íþrótt- inni segir hann eins og margir félagar hans á brautinni að það sé ekkert nema atvinnumennsk- an.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.