Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Gert er ráð fyrir því að útsvars- prósenta ársins 2011 í Súðavík- urhreppi verði 13,28% sem er lögbundið hámark og að útsvars- tekjur ársins verði 55 milljónir samanborið við 56,1 milljónir á árinu 2009. Þetta kemur fram í minnisblaði með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem samþykkt var fyrir helgi. Þar er gert ráð fyrir að fasteignaskattur á íbúðar- húsnæði (A) hækki um 11,9% milli ára og verði 0,47% af fast- eignamati húss og lóðar, Fast- eignaskattur á opinbert húsnæði í eigu ríkisins (B) verður óbreytt, 1,32% og fasteignagjöld á iðn- aðar-, skrifstofu- og verslunar- húsnæði (C) verður einnig óbreytt 1,65%. Vatnsgjald verður óbreytt 0,30% og holræsagjald óbreytt 0,22% af fasteignamati húss og lóðar. Lóðarleiga í (A) flokki fasteigna hækkar úr 1,25% í 1,50% og lóðarleiga í (B) flokki fasteigna hækkar úr 1,25% í 1,60% af fasteignamati lóðar fyr- ir íbúðarhús. Sorphreinsigjald á hverja íbúð verður 11.898 kr. og sorpeyðingargjald er 14.872 kr. á hverja íbúð og hækkar þau gjöld um 10% á milli ára. Sorphreinsi- og eyðingargjöld á sumarhús í Álftafirði og lögbýli í Djúpi hækkar úr 13.520 kr. í 17.576 kr. sem er 30% hækkun milli ára og sorphreinsi- og eyð- ingargjöld á sumarhús með tak- markaða íveru hækkar úr 7.666 kr. í 13.385 kr. sem er 74,60% hækkun milli ára. Rotþróagjald verður 15.500 kr. og hækkar um 24,0% milli ára. Veittur er 5,0 % staðgreiðslu- afsláttur ef öll fasteignagjöldin eru greidd fyrir 4. mars 2011. Veittur er afsláttur af fasteigna- gjöldum til handa elli- og ör- orkulífeyrisþegum samkvæmt tekjuviðmiðun. Gert er ráð fyrir 79,8 millj. frá jöfnunarsjóði sem er 3,6% hækkun frá árinu 2010. Skýrist það að mestu vegna hækkunar á útgjaldajöfnunar- framlagi milli ára. Þjónustutekjur (A) hluta sam- kvæmt áætlun er áætlaðar 17,1 milljónir sem er 1,3 milljónum krónum lægra en áætlað var á árinu 2010. Þjónustutekjur (A) og (B) hluta samkvæmt áætlun er áætlaðar 34,1 milljónir sem er 3,3 milljónum kr.lægra en áætlað var á árinu 2010. Veltufé frá (A) hluta reksturs er áætlað 11,8 milljónir en af samstæðunni (A) og (B) hluta 25,5 milljónir. Flestir gjaldskrárliðir hækka um 5,0% milli áranna 2010 og 2011, en engar hækkanir urðu á árinu 2010 frá árinu á undan. Á sama tíma, þ.e. árin 2009 og 2010 hefur vísitala neysluverðs hækk- að um 13,3%. Tekjur vegna húsa- leigu er tengd við vísitölu neyslu- verðs en var húsaleigan aftengd við vísitöluna um mitt árið 2009 vegna mikilla hækkana hennar. Gert er ráð fyrir að húsaleiga verði tengd við vísitölu neyslu- verðs eftir áramót og taki hækk- unum frá þeim tímapunkti. Afla- gjald sem reiknast af heildarverð- mæti afla hækkar úr 1,30% í 1,60%. 55 milljónir í útvarstekjur Sjö nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju á laugardag. Nemendur fengu afhent prófskírteini og viðurkenningar og kór MÍ söng undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Þau sem brautskráðust að þessu sinni voru Hilmar Örn Þorbjörnsson úr A-námi vélstjórnar, Ásrún Lárusdóttir og Krist- ín Úlfarsdóttir af sjúkraliðabraut, Erla Pálsdóttir og Sigríður Ágústa Finnbogadóttir af fé- lagsfræðabraut og Erla Sighvatsdóttir og Snorri Karl Birgisson af náttúrufræðibraut. Þær Ás- rún og Kristín fengu viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í hjúkrunargreinum og Erla Sighvatsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í náttúrufræðigreinum og á stúdentsprófi. Sjö brautskráðir frá MÍ Vinnslu á mjólk hætt frá ein- um bæ í Engidal í Skutulsfirði MS á Ísafirði hefur hætt vinn- slu á mjólk frá einum bæ í Engi- dal í Skutulsfirði í öryggisskyni. Við sérstakar mælingar á vegum MS á Ísafirði sem gerðar voru á mjólkursýnum frá lögbýli í Skut- ulsfirði kom í ljós í mælingu á einu sýni þaðan að þrávirk að- skotaefni voru lítillega yfir við- miðunarmörkum. Mjólkin frá þessu lögbýli nemur um 3% af innvigtaðri mjólk á Ísafirði og því er talið nær útilokað að þessi efni hafi verið yfir leyfilegum mörkum í afurðum stöðvarinnar. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur frá framangreindum bæ stöðvuð og dreifing stöðvuð á afurðum sem rekja mátti þangað. Heilbrigðisyfirvöldum og bæj- aryfirvöldum á Ísafirði var gert viðvart um mæliniðurstöðuna. Bærinn sem hér um ræðir er ná- lægt sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal. Mælingar á þrávirkum efnum eru á hendi opinberra eftir- litsstofnana sem láta gera mæl- ingarnar erlendis. Á vegum Matvælastofnunar eru gerðar reglubundnar mæling- ar á efnum af þessu tagi í slembi- úrtökum á bæjum þar sem mjólk er framleidd. Í þeim mælingum hafa mæligildi alltaf verið langt undir viðmiðunarmörkum. Mjólk- ursamsalan telur því að þessi að- skotaefni séu bundin við þennan eina bæ. Aðgerðir MS eru fyrst og fremst í öryggisskyni. Útþynning mjólkur frá þessum tiltekna bæ er slík í framleiðslunni að útilok- að er talið að efnamengun hafi verið nálægt viðmiðunarmörkum í nokkrum framleiðsluvörum á Ísafirði. Mjólkurvinnslustöðin á Ísafirði framleiðir eingöngu neyslu- mjólk og rjóma fyrir heimasvæð- ið á Vestfjörðum. Mjólkursamsalan gerir á hverj- um degi ítarlegar efnamælingar á mjólk frá öllum bændum á inn- vigtunarsvæði félagsins. Þær mælingar fela ekki í sér rannsókn á þrávirkum efnum, sem þarf eins og fyrr segir, að gera erlendis. Mælingar og eftirlit með slíkum efnum í umhverfinu eru á hönd- um opinberra eftirlitsstofnana. MS Ísafirði lét engu að síður gera slíka mælingu og hefur þeg- ar komið í veg fyrir að vörur með mjólk frá framangreindu býli komist á markað. Félagið hefur þegar komið upplýsingum um niðurstöður mælinga á fram- færi við opinbera aðila sem hafa með málið að gera. Framhald málsins og frekari mælingar eru í höndum þeirra í samvinnu við hlutaðeigandi aðila. Yrsa hlaut Tindabikkjuna Glæpafélag Vestfjarða Tinda- bikkjuna veitti í fyrsta sinn á föstudag, fyrir bestu glæpasögu ársins 2010, á barnum Langa Manga á Ísafirði. Tindabikkju- hafi ársins 2010 er Yrsa Sigurðar- dóttir og hlýtur hún verðlaunin fyrir skáldsöguna Ég man þig. Að launum hlýtur Yrsa viðeig- andi verðlaunagrip, sem mynd- listarkonan Marsibil Kristjáns- dóttir hannaði, bókina Vestfirðir í máli og myndum eftir Hjálmar R. Bárðarson sem Eymundsson á Ísafirði gefur, auk tveggja kílóa af skötu í soðið. Yrsa er stödd í Chile þessa dagana og gat því ekki veitt verðlaununum viðtöku en vinkona hennar á Ísafirði, Halldóra Hreinsdóttir, tóku við þeim fyrir hennar hönd. Glæpa- félaginu þótti vissara að verð- launaafhendingin sjálf væri í öruggum höndum og fékk Önund Jónsson yfirlögregluþjón á Ísa- firði til að afhenda verðlaunin. Í umsögn dómnefndar segir: „Dómnefnd glímdi við það erfiða verkefni að velja eina bók úr hópi fjölmargra íslenskra glæpa- sagna ársins 2010 sem eru hver annarri meira spennandi. Verð- launin, Tindabikkjan, sem nú eru veitt í fyrsta sinn, hlýtur Yrsa Sigurðardóttir fyrir bókina Ég man þig sem bókaforlagið Ver- öld gefur út. Þetta er sjötta glæpa- saga Yrsu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.