Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 23

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 23 leikar stelpnanna geta því allt eins verið frá Örnu. Uppeldislega hafði ég kannski áhrif á að þær fóru að iðka tónlist. Börnin mín ólust upp við það að ég var annað hvort að taka upp, semja lög eða æfa mig á klassískan gítar. Þegar ég æfði mig hvað mest vöknuðu þau við það klukkan átta á morgn- ana. Þannig að þær hafa alist upp við tónlistariðkun á heimilinu og byrjuðu mjög snemma sjálfar að spila á hljóðfæri. Við hvöttum öll börnin til að læra á hljóðfæri og veittum þeim allan okkar stuðning. Þær lærðu báðar í nokkur ár á píanó og Lára lærði líka klassískan söng.” – Lifa þær af tónlistinni? ,,Nei, Lára er rekstrarstjóri í Skífunni og er líka útskrifuð frá Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur verið að læra eitt og annað eins og ég. Margrét er hins vegar að læra þroskaþjálfun og er enn með annan fótinn hérna heima. Þórir okkar er einnig farinn að vinna í Skífunni.” – Hefur þú spilað á plötunum þeirra? ,,Nei, ekki mikið um það. Ég kom Láru aðeins af stað í byrjun og hef lítillega spilað með henni á tónleikum.” – Þú hefur líka verið að kenna tónlist og starfar við Tónskólann Do Re Mi í vesturbæ Reykjavíkur sem fyrrum félagi þinn í Grafík, Vilberg Viggósson, rekur? ,,Já, ég kenni á gítar í Do Re Mi. Ég tók þátt í að koma þessum skóla á koppinn 1994 og við Vil- berg erum búnir að vinna vel saman í öll þessi ár. Eftir tíu ára kennslu tók ég mér reyndar leyfi í eitt og hálft ár. Ég fór þá í mastersnám í mennta- og menn- ingarstjórnun á Bifröst. Í því námi fannst mér ég geta samein- að þau menntunar- og áhugasvið sem höfða hvað sterkast til mín og ég hafði áður stundað, þ.e. tónlistarnámið og nám í stjórn- málafræði sem ég stundaði í tvö ár áður en ég þurfti að gera upp á milli hennar og tónlistarinnar. Á Bifröst skrifaði ég lokaritgerð um jaðarlistir sem bar titilinn Jaðar- inn að meika það. Ég fjalla þar um jaðartónlist og forsendur þess að hún brýst fram og slær í gegn, samanber Björk, Sigurrós og fleiri.” – Hinar skapandi greinar búa til meiri arð fyrir samfélagið en fiskveiðar og landbúnaður til samans núorðið. Heldurðu að hið öfluga starf í tónlistarskólun- um hafi m.a. áhrif á það? ,,Já, og ef eitthvað er mætti vera enn meiri áhersla á skapandi starf í skólakerfinu. Áhersla á sköpun í staðinn fyrir öpun. Þessi almenna iðkun á tónlist og hátt menntunarstig tónlistarmanna er mjög mikilvægt. Tónlistarskól- arnir hérna veita toppþjónustu. Það skilar sér. Svo hefur orðið samruni á milli geira í listum, ekki síst í tónlistinni. Þetta fólk sem hefur verið að læra akadem- íska hluti í músík er að gera góða hluti í rokkmúsík, samanber Hjaltalín. Það kemur fram í mast- ersritgerð minni að almennt tón- listarnám sé einn þeirra þátta sem hafi getið af sér fjölbreytta flóru jaðartónlistarmanna sem náð hafi vinsældum og athygli erlendis og hér heima og í kjölfar þess skapað arð fyrir samfélagið. Það spilar líka inn í þetta smæð jaðar- markaðsins og áherslan á það að vera öðruvísi ásamt því að nýta sér það besta sem er gerast í tónlist á alþjóðavísu. En allt kostar þetta vinnu og peninga þó nú sé vissulega mögu- legt fyrir fólk að gera t.d. ódýrari plötur. Það er ekki endilega nauð- synlegt að kaupa rándýra tíma í hljóðveri heldur er hægt að vinna að upptökum heima við. Ég fór t.d. aðeins í hljóðver fyrir Fall til að taka upp trommur og hljóð- blanda. Annars vann ég plötuna hérna heima og í aðstöðu sem við Lára höfum saman. En auð- vitað geta menn gert rándýrar plötur líka. Smekkur manna á tónlist er misjafn. Sumir vilja hafa tónlist mjög áferðarfallega og leita eftir stóru sándi. Sléttar og felldar útsetningar og söngur eru ekkert endilega mjög aðlað- andi í mínum eyrum. Mér finnst skemmtilegra að heyra eitthvað sem getur verið eilítið skrítið eða sérkennilegt, en jafnframt for- vitnilegt eða á einhvern hátt áhugavert eins og t.d. hjá Tom Waits, Nick Cave, Rufus Wain- wright, Anthony & the Johnsons og fleirum sem eru með afgerandi raddir, frábærar lagasmíðar og mikið leikhús. Þegar fegurð melódíunnar er blandað saman við sérstæð og stundum hrjúf blæbrigði tónanna þá finnst mér eitthvað magískt eiga sér stað. Það er nú einu sinni þannig að vel flutt og innihaldsrík tónlist gerir okkur kleift framar flestu öðru að finna kjarna þess að vera mennskur. – Þú hefur líka gefið út plötu með suðuramerískri gítartónlist ásamt Hinriki Bjarnasyni gítar- leikara? ,,Við gáfum út plötuna Duo de Mano sem hefur notið talsverðra vinsælda og er mikið hlustað á t.d. við kertaljós eða huggulegan kvöldverð. Það hefur alltaf staðið til að gefa út aðra plötu með slíku efni. Ég hef líka verið að vinna plötu með ítalska þver- flautuleikaranum Pamelu De Sensi en sú plata á enn nokkuð í land. Við sjáum til með það.” –Hvað um áhugamál fyrir utan tónlistina? ,,Það er bara tónlist. Ég er ekki þessi dæmigerði dellukarl en finnst þó gaman að bregða mér á gönguskíði eða í sund og liggja í heitum potti á eftir.” – Farið þið eitthvað vestur? ,,Já, að minnsta kosti tvisvar á ári. Einu sinni um páska á Aldrei fór ég suður. Mér finnst gríðar- lega skemmtileg stemning í kringum hátíðina. Hún er frábært framtak. Svo reynum við að komast vestur á sumrin til að hlaða batteríin. Það er hvergi ljúf- ara að vera, sérstaklega í góðu sumarveðri. Við búum þá hjá yndislegum foreldrum Örnu sem eru á Ísafirði á sumrin. Þau eiga ennþá húsið sitt á Ísafirði og Vignir spilar golf inni í Skógi á sumrin. Vignir og Lára eru hins vegar búsett hér yfir vetrartímann enda eru öll börnin og barna- börnin hér fyrir sunnan. Lára dóttir mín og hennar litla fjöl- skylda hafa líka sótt talsvert vest- ur.” – Heillaðist þú af Ísafirði þegar þú komst þangað fyrst? ,,Ég féll kylliflatur fyrir Ísa- firði. Þótt ég sé Hafnfirðingur og þyki voða vænt um Hafnarfjörð þá finnst mér hvað vænst um Ísafjörð af öllum stöðum í ver- öldinni. Reyndar þekki ég ekkert marga fyrir vestan lengur. Bær- inn hefur breyst síðan ég bjó þar, margir fluttir í burt og ekki marg- ar dyr fyrir mig að banka á. Mér finnst samt alltaf jafn gaman að koma vestur.” – Bjarni Brynjólfsson. Rúnar ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri: Margrét, Arna, Þórir Rafnar, Rúnar og Lára.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.