Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 22

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Tveimur mánuðum síðar vorum við byrjuð að deita á Ísafirði. Ég varð bálskotinn í henni og hef verið það síðan.” – Þið Rabbi hafið verið miklir perluvinir. Hélduð þið sambandi þar til yfir lauk hjá honum? ,,Já, við gerðum það. Við Arna fluttum til Svíþjóðar í fjögur ár, á meðan ég var í gítarnáminu, og þá var auðvitað minna samband en Rabbi heimsótti mig einu sinni þangað og Dedda reyndar líka. Við Rabbi vorum bara eins og bræður. Ég sakna hans gífurlega mikið. Ég hugsa oft um það hvað við værum að bralla saman í tón- listinni hefði hans notið lengur við. Við náðum að gera eina sóló- plötu saman, Í álögum sem kom út 2002. Það var mikið áfall fyrir mig að missa hann. Rabbi var gífurlega sterkur persónuleiki. Hann hafði mikla útgeislun og hæfileika til að laða að sér fólk. Ég hafði stundum smá minnimáttarkennd yfir því hvað hann geislaði mikið á með- an ég var alltaf frekar feiminn og inni í mér. Hann átti svo auðvelt með að eiga eðlileg og óþvinguð tjáskipti við hvern sem er. Maður hafði samt ákveðinn aðlögunar- tíma áður en hann fór, því hann gekk með sjúkdóminn lengur en flestir. Það var svo mikil barátta í honum en allir vissu hvernig þetta myndi enda.” – Svo var hann líka frábær trommari? ,,Já, og ekki bara það því hann var einnig mjög hugmyndaríkur tónlistarmaður. Hann var sífellt að fá nýjar hugmyndir en ég þurfti alltaf, eins og mín er von og vísa, að setja þær í endurskoðun. Svo loksins þegar ég var búinn að samþykkja hugmyndina var hann búinn að gleyma henni og kom- inn með aðra. Okkar samstarf var mjög gefandi.” – Segðu mér frá þessari plötu sem var að koma út núna. Ertu búinn að vera með hana lengi í maganum? ,,Forsagan er dálítið löng. Ég gaf út fyrstu sólóplötuna mína fyrir fimm árum sem hét Ósögð orð og ekkert meir. Hvatinn að henni var eiginlega sá að Rabbi ákvað að fara í pílagrímsför til Abbey Road hljóðversins í Lon- don ásamt nokkrum tónlistar- mönnum. Ég var með í þeirri för. Þar var síðasta platan hans Rabba tekin upp. Eftir þessa ferð ákvað ég að gera eitthvað í mínum mál- um og samdi efni á þessa fyrstu sólóplötu mína sem kom út árið 2005. Svo byrjaði ég á Fall fyrir svona þremur árum. Kveikjuna að henni má rekja til þess að ég samdi tónlist fyrir leikhúsið Drauma- smiðjuna. Í tengslum við þá sýn- ingu komu allmargar hugmyndir. Sumt notaði ég fyrir leikhúsið og annað ekki. En þarna fékk ég hugmyndir sem ég ákvað að þróa áfram. Þessi plata hefur verið dálítið tímafrek. Stundum hef ég orðið alveg brjálaður á þessu og langað til að henda öllu saman í ruslið. Svo hef ég tekið gleði mína aftur og sköpunargleðin hefur haft vinninginn. Þetta er svona ástar/ haturssamband við listina. Maður getur nostrað við þetta endalaust. Á nýju plötunni er mikið um strengjaútsetningar, þar sem ég nýti þekkingu mína úr tónlistar- náminu. Í nánast hverju einasta lagi á nýju plötunni skrifa ég eitthvað út fyrir strengi. Þótt ég sé fyrst og fremst þekktur sem gítarleikari er þetta alls ekki gít- arplata. Þetta er miklu frekar plata tónlistarmanns, sem semur lög, texta og útsetur.” – Afhverju þetta nafn, Fall? ,,Það braust lengi í mér hvort ég ætti að hafa textana á íslensku eða ensku. Fyrri platan var á ís- lensku. Svo tók ég ákvörðun um að hafa textana á ensku. Mér finnst það stundum þjálla í rokk- músík þótt það sé sjálfsagt algjör vitleysa í mér. Mig langaði að finna titil sem gæti gengið bæði á ensku og íslensku. Ég var lengi að hugsa um titilinn Lost. Spessi vinur minn sagði mér hreinskiln- islega, eins og hans er von og vísa, að sá titill væri algjörlega vonlaus. Einhvern veginn datt ég svo niður á Fall sem er jafn- framt heiti á titillagi plötunnar og fjallar um hrunið. Fall er hins vegar hugsað í víðara samhengi og vísar ekki aðeins til þessa efnahagslega og siðferðislega hruns sem varð hérna. Titillinn er líka persónulegur. Maður lifir og er alltaf í frjálsu falli og veit ekkert um það hvað fallið verður langt. Fall þýðir einnig haust á ensku og á haustin falla lauf- blöðin. Ég er kominn á sextugs- aldur og á þeim aldri er lítillega farið að hausta í lífinu. Maður fer að hugleiða tímann, takmörk hans og hverfulleika. Taktur tím- ans slær hraðar og hraðar og ég er svolítið upptekinn af því að hlusta á og halda í við þennan takt.” – Koma lagasmíðarnar til þín í draumi, eins og hjá sumum tónlistarmönnum? ,,Þetta eru svona lítil frjókorn til að byrja með, ein lítil hugmynd sem verður síðar að lagi. Kannski er þetta bara eitthvert þrástef á gítarinn í upphafi. Síðan bý ég til eitthvað í kringum það og þetta vex einhvern veginn. Yfirleitt enda ég á því að búa til sungnu laglínuna. Lagasmíð er svona eins og að byggja hús. Fyrst kem- ur grind og svo verður húsið til smám saman. Textinn kemur oft- ast síðast, eins og innréttingar. Það að semja texta getur verið gífurlega erfitt því ég er ekki ljóðskáld. Ég legg þó áherslu á þá því textar og konsept skipta mig miklu máli. Þeir verða að endurspegla hugsun manns og líf einhvern veginn. Mínir textar eru frekar persónulegir, vanga- veltur um lífið og tilveruna. Síðustu ár hef ég orðið fyrir ákveðnum missi þó að hann sé áreiðanlega minni heldur en hjá mörgum. Það mótar mann gríðar- lega í lífinu. Ég missti föður minn, hann var aðeins 57 ára þegar hann dó. Svo missi ég Rabba 2004 og svo fyrir þremur árum missti ég annan góðan vin min minn, Jón Gunnar Grétars- son, fréttamann á RÚV. Við kynntumst úti í Lundi þar sem við vorum báðir við nám. Hann fékk heilaæxli og fór tiltölulega hratt. Síðan missti ég hálfbróður minn, Þóri Örn, skömmu síðar. Hann varð bráðkvaddur í kjölfar ofneyslu. Þetta mótar þankagang manns ofboðslega mikið og end- urspeglast held ég í textunum. Lífið og hugsunin um takmörk þess breytir manni mikið. Um leið kemur annað sem vegur á móti sem er það að ég hef verið að eignast barnabörn. Það er hinn kveikiþráðurinn í sköpunarferl- inu, að upplifa og finna þessa hlýju sem skapast á milli full- orðins og barns. Ég á orðið þrjú barnabörn. Lára og Arnar eiga eitt þeirra og svo á sonur minn Hilmar Snær sem ég eignaðist áður en ég kynntist Örnu tvö börn með Guðrúnu Fjólu Guð- björnsdóttur.” – Það er mikil sköpun í fjöl- skyldunni, eru allir krakkarnir ykkar á kafi í tónlist? ,,Strákurinn okkar, Þórir Rafn- ar, spilar á gítar og kunni eigin- lega bara á hann um leið og hann fékk hann í hendurnar. En hann hefur ekki dottið í tónlistina eins og stelpurnar. Lára hefur hins vegar gefið út þrjár sólóplötur. Það var svona svipað með hana eins og Grafík. Fyrstu tvær plöt- urnar voru ekkert mjög grípandi. Einkum og sérílagi önnur platan hennar þar sem hún var mjög leitandi. Á þriðju plötunni hennar Surprise er hins vegar mjög að- gengileg músík sem hefur notið vinsælda. Lára er með mjög öfl- ugan umboðsmann í Bretlandi sem hefur verið að koma henni á framfæri erlendis og það er hreyf- ing á hennar málum. Hún hefur tvívegis farið til Londona að spila á þessu ári og mun nú í janúar n.k. spila á tónlistarhátíðinni Eurosonic í Hollandi. Margrét er líka að hasla sér völl í tónlistinni. Hún er í hljómsveitinni Lifun sem var að gefa út sína fyrstu plötu og hefur átt lög í toppsætum vinsældarlista Rásar 2. Lára byrj- aði að syngja inn á þessa plötu en svo tók Margrét við og kláraði hana.” – Hafa þær tónlistarhæfileik- ana frá föðurnum? ,,Ég segi nú alltaf að músík- hæfileikarnir séu frá móðurinni því að ég hafi enga hæfileika. Þetta er bara áunnið hjá mér. Tónlistarhæfileikar liggja ekkert endilega hjá þeim sem læra tón- list. Þú getur haft meiri hæfileika en ég án þess að vita af því vegna þess að þú hefur ekki lært á hljóð- færi. Erfðabundnir tónlistarhæfi- Ungur með rafgítar og hárgreiðslu í takt við tímann. Rúnar og Arna með frumburðinn, Láru, sem nú getur sér gott orð sem söngkona og tónlistarmaður. Grafík. Helgi, Rabbi og Rúnar rokka saman. Bekkjarmynd úr MÍ. Rúnar er lengst til vinstri í efri röð.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.