Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 38

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Krossgáta og Vestfirðinga. Höfundur: Hafliði Magnússon frá Bíldudal. Nafn sendanda: Heimilisfang: Póstnúmer og staður: Sími: Verðlauna- krossgáta Veitingahúsið Cafe Catalina að Hamraborg 11 í Kópavogi hefur ákveðið að veita fimm verðlaun fyrir jólakrossgátuna í þessu blaði. Verðlaunin eru gjafabréf sem gilda fyrir máltíð fyrir tvo að eigin vali af hinum fjölbreytta matseðli Cafe Catalina. Réttar lausnir krossgátunnar sendist fyrir 30. desember til Bæjarins besta, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, merkt: krossgáta. Ath! Senda þarf alla krossgátuna ásamt þeim upplýsingum sem beðið er um fyrir neðan gátuna. Nöfn vinningshafa verða birt fljótlega eftir áramót í BB. Líklegt er að fleiri krossgátur Cafe Catalina á nýju ári, verði verðlauna- krossgátur og verður það kynnt síðar. Góða skemmtun! Samþykkja leng- ingu grjótgarðs Umhverfisnefnd Ísafjarðar- bæjar hefur lagt til að erindi sigl- ingaklúbbsins Sæfara, þar sem óskað er eftir leyfi til að lengja núverandi grjótgarð að Suður- tanga 2 á Ísafirði um ca. 5 metra, verði samþykkt. Nefndin hafði áður sent hafnarstjórn erindið til umsagnar sem gerði ekki athuga- semdir við að garðurinn verði lengdur, að því gefnu að lenging- in nái ekki út fyrir línu dregna samsíða stefnu Ásgeirsbakka miðað við innra horn þekju. Sömuleiðis taldi stjórnin mik- ilvægt að framkvæmdin nái ekki þannig að dráttarbraut, að að- koma að henni skerðist. Hafnar- stjórn óskaði jafnframt eftir því að samráð verði haft við stjórn- endur Byggðasafns Vestfjarða, er varðar aðgæslu við dráttar- braut. Umhverfisnefnd lagði til að erindið yrði samþykkt með fyrirvörum hafnarstjórnar, enda skapist Sæfara engin eignarréttur af framkvæmdinni. – thelma@bb.is Bolvíkingar eru orðnir lang- eygðir eftir að fá að fylla félags- heimilið Víkurbæ lífi á ný en end- urbætur hafa staðið yfir á húsinu undanfarin tvö ár. „Bolvíski draumurinn er að sjá húsið iða af menningu árið um kring,“ segir á Bolungarvíkurvefnum. Sumir Bolvíkingar eru þó óþolinmóðari en aðrir eftir því að komast í húsið. Hjónin Linda Harðar og Finnbjörn Birgisson tóku sig því til og byggðu sitt félagsheimili frá grunni og tók það aðeins eina helgi. „Þetta er fjölnota hús, ekki nóg með að það sé augnayndi heldur er það líka gott undir tönn. Það stendur því líklega heima að þegar komin er tími til að leggja sér það til munns þá geta Bolvík- ingar fengið að líta Félagsheim- ilið við Aðalstræti augum fullbú- ið,“ segir á bolungarvik.is. Tekið skal fram að hús Lindu og Finn- björns er í réttum hlutföllum og líkan að Félagsheimilinu eins og það var í upphafi. – thelma@bb.is Félagsheimilið endur- gert úr piparkökum Félagsheimili Bolvíkinga fullbakað. Mynd: bolungarvik.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.