Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 36

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Gleðileg jól! Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Jólin eru hátíð kristinna manna um allan heim. Enn er mikill meirihluti Íslendinga kristinn og menningararfleifð þjóðarinnar er byggð á kristnum grunni. Smám saman eru áhrif annarra trúar- bragða að verða ljósari. En þau eru í miklum minnihluta á Íslandi. Þó er sótt að kristnum siðum og kristinni trú í höfuðborg Íslands, Reykjavík. Þar hefur stjórn borgarinnar undir forystu Jóns Gnarrs Kristinssonar og Besta flokksins með eindregnum stuðningi Sam- fylkingarfulltrúa ákveðið að vísa prestum á dyr í grunnskólum Reykjavíkur að ósk örlítils hóps sem horn hefur í síðu kristinnar trúar. Þó er staðreynd að það frelsi sem Íslendingar búa við og tryggt er með lögum, að ógleymdri Stjórnarskránni, er byggt á kristinni siðfræði að stórum hluta. Auðvitað ættu foreldrar barna að hafa mest um það að segja hvort þau hljóti trúarbragðarfræðslu og þá með hverjum hætti. Í umræðunni nú gleymdist að líta til vilja barna og foreldra þeirra. Það hefur áður gerst að örlítill minnihlutahópur fékk því til leiðar komið að ákveðin fæðutegund sem mjög margir Íslendingar tengja jólahaldi að danskri fyrirmynd var tekinn af matseðli í grunnskóla í Reykjavík. Kristinn trú og kristið siðgæði boðar umburðarlyndi og mætti svo sem velta því fyrir sér hvernig það góða hugtak skal túlkað. En hollt er að hafa í huga að frelsi fylgir ábyrgð á hverju sviði sem menn geta hugsað sér. Frelsi eins má ekki skaða annan. Því virðast margir trúarflokkar hafa gleymt. Það er jafnvel svo að hatrömm átök eiga sér stað í nafni guðs. Kristnir trúarhópar eru gjarnan á öndverðum meiði um ýmsa þætti, einkum túlkun hinnar helgu bókar Biblíunnar. Af henni má margt læra, en samt virðist ekki til mikils gagns að taka allt sem þar er sagt bókstaflega. Það hefur leitt til þess að margir velja að túlka mjög þröngt og á íhaldsaman hátt það sem fram kemur í Biblíunni. Það er miður því þar má afar margt læra um mannlega hegðun, sem er eitt þeirra viðfangsefna sem mannkyni gengur enn hvað verst að fást við. Önnur trúarbrögð sækja að kristinni hugsun með ýmsum hætti. Rétttrúnaður eða ein rétt trú er hugmynd sem brýtur í bága við þá skoðun að allir eigi rétt á því að aðhyllast þau trúarbrögð sem þeim hugnast, að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að aðrir séu ekki skaðaðir. Öllum er gott að muna þegar kemur að jólum og jólahaldi að þar er í fyrirrúmi gleði og fögnuður yfir fæðingu Jesú, sem vissulega hefur haft mikilvæg og góð áhrif í heiminum. Aldrei má gleyma að hann boðaði trú og von. Öllu fólki er sameiginlegt að óska sér og sínum alls hins besta í lífinu. Það skulum við öll gera og muna að virðing fyrir öðru fólki er mikilvæg, líkt og virðing fólks fyrir sjálfu sér er undirstaða hins fyrra. Með hið besta úr kristinni trú í huga er öllum lesendum og Íslendingum send ósk um gleðileg jól. Megið þið njóta hátíðar- innar. smáar Til leigu er lítið hús í Hnífsdal. Leigist ódýrt. Upplýsingar í síma 846 7490. Um þriðjungur af sérstakri út- hlutun aflamarks fer í byggða- kvóta en langstærsti hlutinn fer til rækju- og skelfiskskipa. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu en þetta er í fyrsta sinn sem stofn- unin birtir sérstaklega tölur um sérúthlutun. Á yfirstandandi fisk- veiðiári verður 1.868 tonnum út- hlutað sérstaklega af þorski og þar af fara 521 tonn í byggða- kvóta eða 28% og 1.298 tonn renna í skel- rækjubætur eða um 70%. Sérúthlutun í ýsu verður 657 tonn og þar af fara 35% eða 228 tonn í byggðakvóta og 405 tonn eða 70% í skel- og rækju- bætur. Samtals verða 150 tonnum út- hlutað sérstaklega af steinbíts- kvóta og þar af fara 46 tonn eða 31% í byggðakvóta og 104 tonn fara í skel- og rækjubætur. Út- hlutað verður 187 tonnum af ufsa í byggðakvóta á þessu fiskveiði- ári en sérúthlutun verður 593 tonn. Þriðjungur af sérúthlutun fer í byggðakvóta Átta ofbeldisbrot gagnvart lög- reglumönnum voru skráð á Vest- fjörðum árið 2008. Þá var lög- reglumönnum hótað í umdæm- inu í fimm tilvikum. Eitt slíkt brot var skráð í fyrra og þrjú árið 2007. Þetta kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra. Einnig var mest um að fyrirmælum lögreglu væri ekki hlýtt árið 2008 eða sjö sinnum. Í fyrra var skráð tvö til- felli þar sem fyrirmælum var ekki hlýtt og fjögur árið 2007. Ef litið er á landið í heild eru langflest brotin skráð á höfuðborgarsvæð- inu, flest voru þau 65% árið 2009 en 51% árið 2008 en þá fjölgaði þeim verulega á Suðurnesjum og voru 19% af heildarfjölda ofbeld- isbrota gagnvart lögreglu það árið. Almennt séð eru álíka mörg brot á hverju ári hjá lögregluem- bættum og lítil breyting. Helst var það á Suðurnesjum árið 2008 þegar þeim fjölgaði tímabundið verulega sama ár og á Vestfjörð- um. 11 embætti af 15 skráðu 0–2 ofbeldisbrot árið 2009. Flest ofbeldisbrotin síðastliðin ár eru framin á sumrin líkt og fram kemur í rannsókn ríkislög- reglustjóra á ofbeldi gegn lög- reglumönnum, sem gefin var út árið 2007. Frá byrjun júní til loka ágúst eru að jafnaði 30–40% allra ofbeldisbrota gagnvart lögregl- unni skráð. Flest voru þau sum- arið 2008 eða um 40%. Mótmæli borgara í tengslum við efnahags- hrunið voru hvað mest frá októ- ber 2008 til janúar 2009. Þegar þetta tímabil er skoðað kemur í ljós að skráð ofbeldisbrot voru ekki fleiri en alla jafna eru á þessu tímabili í hefðbundnu árferði. Þess má geta að fleiri ofbeldisbrot gegn lögreglunni voru skráð frá október 2007 til janúar 2008 sam- anborið við tímabilið í kjölfar efnahagshrunsins. Hótun um of- beldi gagnvart lögreglumanni var bætt inn sem skilgreiningu í málaskrá lögreglunnar árið 2006, sem skýrir að miklu leyti hversu fáar hótanir voru árið 2006. Það er mat ríkislögreglustjóra að lögreglan sé komin að þol- mörkum hvað varðar heildarstarfs- mannafjölda miðað að við núver- andi skipulag. „Frekari fækkun lögreglumanna er líkleg til að draga úr öryggi lögreglumanna þar sem lögreglustjórar munu þurfa að fækka á vöktum og láta lög- reglumenn starfa eina fremur en með félaga. Mikilvægt er að lög- reglustjórar leggi faglegt mat á öryggi lögreglumanna og geri viðeigandi ráðstafanir. Sjái þeir að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu vegna manneklu eða skorts á búnaði bregðist þeir við og upplýsi ríkislögreglustjóra um stöðu mála. Það sem mestu máli skiptir varðandi öryggismál lög- reglumanna er að halda áfram uppbyggingu búnaðar til að mæta óeirðum og hyggja enn frekar að þjálfunarmálum lögreglumanna.“ Átta ofbeldisbrot gagnvart lögreglumönnum árið 2008

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.