Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 28

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Höskuldur leit yfir fjörðinn og velti því fyrir sér af hverju sjórinn ólgaði svo ógurlega í dag. Reyndar sást ekki mikið lengra en rétt út fyrir hafnargarðinn. Og þar sem hann stóð rétt fyrir ofan höfnina sást byggðin varla. Það hafði ekki verið flogið í nokkra daga og einhver órói var í honum og flestum þorpsbúum, eins og eitthvað óvænt vofði yfir. Þó gerði enginn sér grein fyrir því hvað það kynni að vera. Óvenju lítið hafði snjóað þetta haustið. Flestir voru fegnir því, ekki þó snjósleðaeigendur og skíðamenn. En hvað gerði það til? Hugurinn hvarflaði aftur. Þau Ás- rún höfðu ákveðið að flytja úr Reykjavík eftir hrunið, enda lítið við að vera, atvinnuleysi og það litla sem þau höfðu átt í íbúðinni þar var að hverfa. Þau höfðu þó bara tekið 80 prósent lán, en ekki hundrað eins og bankinn hafði viljað. Ekki vantaði að huggulegar ungar stúlkur og myndarlegir ungir menn höfðu reynt að telja þeim trú um að þau ættu að taka fullt lán og skella sér svo í siglingu um Karabíska hafið fyrir það sem þau ætluðu að borga upp í kaupverðið. Þau áttu reyndar afgang, því þau seldu báða bílana og keyptu einn eldri fyrir afganginn og ákváðu að laga eldhúsið í staðinn. Reyndar skruppu þau í afdrifaríkar vinnu- Eins og hendi væri veifað rúntinum eða hanga með henni í sjoppum hverfisins. Hann átti enga möguleika. Frekar lítill og væskils- legur og ekki líklegt kvennagull. Samt varð hann ástfanginn af henni og það varð svo sterkur þáttur af daglegu lífi hans að hann gat ekki hætt að hugsa um hana. Þegar hann sá hana á skólalóðinni með öðrum strákum fékk hann sting í hjartað. En, hún leit ekki við honum. Smám saman sætti hann sig við að ástin yrði hans einkamál. Svo skildu leiðir að nýju. Hún fór í Verzl- unarskólann en hann í Menntaskól- ann í Reykjavík. Þar eignaðist hann nýja vini og nýja vinkonu, sjálfum sér til mikillar undrunar. Bera var ótrúlega glæsileg stúlka,með stutt dökkt hár og brún augu, ekki fríð, en myndarleg og skemmtilegri en nokk- ur stelpa sem hann hafði áður kynnzt. Þau urðu góðir vinir og það þróaðist með aukinni kynhvöt í það að þau urðu par, eins ólík og þau voru, ekki bara í útliti. Hann var hefðbundinn bæði í útliti og klæðaburði og hæ- verskur, en hún var úthverf, talaði við alla um allt og klæddi sig á mjög óhefðbundinn hátt í stuttu pilsi eða stuttbuxum og vinnuklossum og með hermannahúfu og rifna boli, hvort heldur var að vetri eða sumri. For- eldrum hans fannst lítið til um. En hvað gerði það til þegar stelpur litu fram á haustið ákvað Höskuldur, eftir að hafa drukkið mikið á föstu- dagskvöldi að skella sér til Kaup- mannahafnar og heimsækja Beru. Viku seinna var hann kominn til hennar, en þá blasti við annar veru- leiki. Hann fann leiðina á Nörrebro og bankaði. Að innan heyrðust mikil gleðilæti. Hann bankaði fastar. Það leið og beið og loks kom Fríða vin- konu Beru til dyra og varð mjög vandræðaleg þegar hún sá hver var kominn. Þegar hann spurði eftir Beru sneri hún við í dyrunum og ætlaði að skella hurðinni á hann. Höskuldur steig inn fyrir og sá hvergi Beru. Allt varð hljótt. Þögnin varð vand- ræðalega löng. Hann spurði aftur eftir henni. Og fékk ekkert svar. ,,Hvar er herbergið hennar?“ spurði hann. Fríða benti inn ganginn og leit svo undan. Hann gekk inn ganginn og benti á eina hurðina. Fríða hafði fylgt og kinkaði kolli. Þegar hann ætlaði að banka,steig hún fram fyrir og bankaði. Karlmannsrödd kallaði fram á íslenzku. ,,Látið okkur í friði. Við erum upptekin. ,,Komdu fram“ sagði Fríða hálf titrandi röddu. ,,Hunzkastu burt“ var svarað og þá þreif Höskuldur í hurðarhúninn og dyrnar reyndust ólæstar. Það frusu allir bæði þau í herberginu og þau tvö fyrir utan. Aðrir í íbúðinni þögðu. Þá fyrst tók hann eftir því að fleira Var að stytta upp? Hann sá glitta í jólaljós uppi í bæ. En svo brast á með annarri hríð og ekkert sást leng- ur. Heim kominn vissi hann ekki hvað hann átti af sér að gera. Bæði námið og kærastan voru komin í vaskinn og hann ákvað að hætta nám- inu og reyna að fá sér vinnu. For- eldrar hans vildu að hann kæmi heim til þeirra og yrði þar fram yfir jól meðan hann hugsaði sinn gang. Það gat Höskuldur ekki hugsað sér vit- andi að þau voru fegin þegar þau áttuðu sig á því að sambandi þeirra Beru var lokið, að því er virtist fyrir fullt allt. Hann fór aftur í íbúðina sem þau Bera höfðu leigt saman. Þar ráfaði hann um íbúðina og vissi ekkert hvað hann ætlaði af sér að gera. Þá ákvað hann að fara upp í Háskóla og mæta í tíma viðskipta- fræðinni. Hann hafði ekki tapað nema einni og hálfri viku. Það gat ekki verið verra að reyna að dreifa huganum í stað þess að hugsa stöðugt um þá sýn sem við honum hafði blasað í íbúðinni á Nörrebro. Hann átti erfitt með að einbeita sér, var niðurbrotinn, en það var skárra að hlusta á fyrirlestur um hag- fræði en velkjast einn í íbúðinni. Hann ætlaði að segja upp leigunni og flytja til foreldra sinna. Allt of margar minningar tengdust íbúðinni. og áhuginn var vaknaður ekki bara á viðskiptafræðinni heldur líka á Ás- rúnu. En hann var ekki gagnkvæmur. Rúmri viku eftir að áhugi Höskuldar var vaknaður á ný gengu þau saman út úr skólanum. Ásrún vildi sleppa samlestrinum síðdegis og þá kom í ljós hvers vegna. Maður beið eftir henni fyrir utan og Höskuldur þekkti náungann úr íbúðinni á Nörrebro, þann sem verið hafði með Beru. Honum var brugðið, en Ásrún gekk fagnandi á mót honum, kyssti hann og kynnti sem Friðrik, unnusta sinn. Höskuldur þreif upp símann, lét sem hann væri að hringja, sagðist nauðsynlega þurfa að taka þetta sam- tal, afsakaði sig og fór. Hann titraði af reiði og gremju, fór heim í íbúð og ætlaði að taka saman dót til þess að fara með heim til foreldra sinna. Hurðin var ólæst og það sló að hon- um óhug. Fyrir innan stóð Bera og var eins og sniðinn út úr tízkublaði. Það vissi ekki á gott. Þau voru bæði mjög vandræðaleg. Bera byrjaði og vildi að þau töluðu saman og reyndu að taka upp þráðinn og halda sambandinu áfram. Hún iðraðist hliðarspors síns, en vildi ekki ræða það frekar, sagðist elska hann, væri búin að átta sig á því hvað skipti máli. Höskuldur þagði lengi eftir tiltölulega langa ræðu hennar. Hún var ekki vön að tala lengi um ferðir til London. Þar slitnaði einhver strengur milli þeirra. Og þau elskuðu hvort annað. Eða gerðu þau það? Mikið hafði gengið á síðasta hálfa árið. Þau áttu tvö börn 5 ára stúlku og 3 ára dreng. Eða áttu þau hann saman? Hann var ekki viss og hugsaði mér sér, að annað hvort yrði hann að manna sig upp í það að gera eitthvað í málinu, fara í DNA próf eða gera ekkert. Kannski var bara bezt að gera ekkert. Það hafði gefizt nokkuð vel þegar á bjátaði. En hugsunin um allt sem komið hafði upp á yfirborðið síðasta hálfa árið olli honum hugar- angri, næstum ógleði. Þau höfðu komið vestur í litla þorpið að Eyri í Straumfirði og verið full södd af því að búa í Reykjavík. Auðvitað höfðu þau reynt að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu í Reyk- javík. Þau höfðu þekkzt lengi, voru alin upp hvort í sinni götunni í Vest- urbænum og höfðu ýmist gengið í sömu skóla eða sitt hvorn. Þau höfðu verið skólafélagar í Vesturbæjarskólanum sem börn. Einstaka sinnum hafði hann orðið skotinn í henni, enda var hún falleg, ljóshærð með sítt hár og blá augu. En þegar maður er 7 ára eða 10 ára þá veit maður kannski ekkert hvað það er að vera skotinn. Heimurinn er svo einfaldur, lífið svo gott og öll vandamál eru leyst af mömmu og pabba. Svo fór hann í sveit á sumrin og fjölskyldan hennar flutti til Ak- ureyrar. Þannig tapaði hann af henni og Ásrún af honum sagði hún löngu seinna. Í 9. bekk hittust þau aftur í Vesturbæjarskólanum. Þá var hún orðin fegurðardís. Allir strákar voru vitlausir í hana. Hún sinnti lítið strák- um, þótt allir vildu dansa við hana á skólaböllum og vera með henni á almennt ekki við honum. Og þau sváfu saman og þá átti maður að standa með kærustunni sinni, ekki satt? En sambandið var stormasamt, þó það entist að mestu út mennta- skólaárin. En þau voru ólík. Samt hafði hann elskað hana. Hann vildi fara í Háskólann eftir stúdentspróf, en hún vildi fara til útlanda með vinkonum sínum og einhverjum vinum þeirra. Þau reyndu að samræma þetta og svo var ákveðið að þau skyldu fara hvort sína leiðina fyrsta veturinn en halda áfram að verða kærustupar. Þær fóru til Kaupmannahafnar og fengu vinnu þar á leikskóla, það var svo gott til að læra dönsku og einhvern veginn fengu þær þrjár og vinir þeirra tveir leigða íbúð á Nörrebro. Þú getur alltaf komið í heimsókn til mín sagði hún þegar þau kvöddust. Hann sakn- aði hennar mikið en fannst samt eins og hlutirnir væru ekki eins og þeir ættu að vera. Viðskiptafræðin var leiðinleg miklu leiðinlegri en hann hafði órað fyrir. En þar var samnemandi hans Ásrún sem hafði verið ástin hans í grunnskóla og var kannski enn. Hún var enn þá fallegri en hann mundi. Auðvitað höfðu leiðir þeirra skorizt á menntaskólaárunum, en aldrei varð neitt meira en nokkur kveðjuorð, utan einu sinni þegar Ásrún spurði hann af hverju hann væri með Beru. Honum fannst engum koma það við og sízt henni og lét það í ljós. Ásrún sagði ekkert og sneri sér á hæli án þess að kveðja. Þetta hafði verið á skemmtistaðnum Úrlausn, sem flestir töldu reyndar réttnefni. En er nokkuð vit í því sem fólk segir undir áhrifum á skemmtistöðum? Það fannst honum ekki, og þó. Eitthvað sat eftir í hugsuninni. Þegar kom fólk var þarna en þau fjögur. Bera bar nafn með rentu og karlmaðurinn var líka allsber. Hann snerist á hæli og strunzaði út. Bæði Bera og Fríða kölluðu á eftir honum að fara ekki. Hann vissi af vini sínum sem bjó á stúdenta- görðum úti á Amager og fékk að gista hjá honum þar til hann komst heim. Hann svaraði ekki síma, nema þekkja númerið og var nokkuð beygður yfir öllu saman. En þessu var lokið. Fríða reyndi að fá hann til að tala við Beru og bar í bætifláka fyrir hana, en án árangurs. Hann vildi ekki hlusta á neinar skýringar. Hans þægilegi heimur var hruninn og Jói vinur hans, eiginlega frekar kunningi reyndi að hughreysta hann. En það gekk ekki. Þeir fóru þó á krána og svo á skemmtistað niður í borg. Þar reyndi Jói við stelpurnar, en Höskuldur drakk sig fullan og sýndi engan áhuga þótt einar tvær bráðhuggulegar konur gæfu sig að honum. Hann var glaður yfir því að báðar keyptu þær handa honum bjór og hrósuðu honum fyrir að vera myndarlegur og fallegur karlmaður. En hann hélt sig við bjórinn og eigin eymd. Örfáum dögum seinna var Hösk- uldur kominn heim með fyrsta flugi sem hann náði. Hann hafði ætlað að gista hjá Beru, en það varð að engu. Þar sem hann stóð á höfninni vissi hann að auðvitað átti hann að þiggja þessi góðu boð um gistingu og meira. Það var hvort eð er ekkert fyrir hann að gera annað í Kaupmannahöfn. En áhugann vantaði og sjálfsvork- unnin réð öllu. Þetta voru ömurlegir dagar. Enn, mörgum árum seinna, fannst honum Kaupmannahöfn vera andstyggileg borg og skildi ekki áhuga fólks á því að þvælast þangað. Hann hafði ekki einu sinni tekið niður myndirnar af Beru. Allt í einu fór hann að fylgjast með því sem prófessorinn sagði. Það var svar við spurningu og nú varð honum ljóst að Ásrún hafði spurt. Hún var jafn falleg og fyrr og ótrúlega flott kona. Hann fór að aka sér í sætinu og velti fyrir sér af hverju hún spyrði nánast alltaf og prófessorinn hrósaði henni. Hún hafði greinilega fylgzt með og vissi um hvað efnið fjallaði. Það sem eftir var tímans hlustaði Hösk- uldur og starði á Ásrúnu. Skyldi hún eiga kærasta? Ef hann ætlaði að ná prófum yrði að breyta um stefnu. Án þess að lesa efnið og fylgjast með í tímum myndi hann ekki ná neinum prófum og svo átti hann eftir að skila verkefnum. Væri ekki rétt að tala við Ásrúnu og vita hvort hún myndi eftir honum og væri tilbúinn að veita hjálp, lána glósur og segja til um hvernig ætti að leysa verkefnin. Hann mannaði sig upp í það að tala við Ásrúnu eftir að kennslu lauk, en hafði fram að því verið að gjóa á hana augum allan morguninn. ,,Ég man vel eftir þér,“ sagði hún. Svo fór hún að ræða um veruna í Vesturbæjarskólanum og hvað það hefði verið gaman. Hann hlustaði agndofa áður en hann gat stunið upp spurningunni um það hvort Ásrún væri til í að hjálpa hon- um að komast af stað aftur í náminu. Því tók hún vel og þau ákváðu að hittast á kaffistofunni eftir skóla á morgun. Já, það var allt miklu bjart- ara þann daginn. Það gekk eftir og áhuginn á því að taka námið föstum tökum varð meiri því oftar sem þau hittust, en ekki þorði Höskuldur að spyrja hvernig hjúskaparmálum Ás- rúnar væri háttað. Þannig gekk allt vel næstu dagana þeirra mál. Bera spurði hvort hann ætlaði ekki að segja neitt. Hann játti því, tók saman það nauðsynlegasta og sagðist sækja hitt fljótlega. Þá brast hún í grát og sagðist ekki geta hugsað sér að vera ein. ,,Talaðu við Friðrik,“ sagði hann og gekk á dyr. Hún reyndi að stöðva hann, tók í hægri handlegginn, en hann reif sig lausan og þorði ekki að líta við. Þegar út á götu var komið skall áfallið yfir og hann fór að gráta, hljóp við fót og mundi ekki síðar hvernig hann komst heim, því bíllinn var enn upp við Háskóla. Þangað fór Höskuldur ekki aftur. Eftir jól var hann kominn í vinnu í frystihúsi austur á landi. Dagarnir liðu hægt, en vikurnar fljótt og mánuðirnir hlupu hjá. Höskuldur var alltaf einn, vildi ekki umgangast neinn, ekki fara til foreldra sinna og átti í raun enga vini. En svona gæti þetta ekki gengið lengur. Hann sótti um nám í lögfræði. Af hverju vissi enginn og hann sjálfur sízt. Um haustið tók við allt annar veruleiki. Lögfræðin var ekki skemmtileg, en það hlaut að vera einhver glóra í þessu þótt pró- fessorarnir væru ótrúlega gamal- dags. Oft saknaði hann vinnunnar í fiskinum. Hann komst að því að Bera hafði talað við foreldra sína og reynt að fá þau til að segja sér hvar hann væri. Þau vildu ekkert af henni vita og einhverra hluta vegna náði hún ekki sambandi við hann. Að öðru leyti en lögfræðinni var lífið tilbreytinga- snautt, enda nóg að lesa og sumt torskilið. Allt komst í fastan farveg. Foreldrar voru ánægð með að hafa hann heima hjá sér og hann hafði engan metnað til annars, vildi bara frið, vissi ekki einu sinni hvort hann næði prófum eða hvað við tæki færi

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.