Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 26

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Heston Blumenthal (tv) ásamt Jóni Mýrdal kokki í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Hrifinn af pylsum og súrmjólk Stjörnukokkurinn Heston Blum- enthal var staddur á Ísafirði fyrir stuttu, þar sem hann var við tökur á nýjum sjónvarpsþætti sem sýnd- ur verður á bresku stöðinni Channel 4 á næsta ári. Blumen- thal gaf sér tíma til að spjalla við blaðamann Bæjarins besta um allt frá íslenskum pylsum til slæmrar veiðilukku. Íslenskir áhorfendur matr- eiðsluþátta eru kannski kunnugri kokkum á borð við Jamie Oli- ver, Gordon Rams- ey og jafnvel Nig- ellu nokkurri Law- son, en Heston Blumenthal. Hann þykir hins vegar mik- ið undrabarn í matr- eiðsluheiminum og ve i t ingas taður hans, The Fat Duck, sem hann seldi reyndar nýlega, hefur verið lofaður í há- stert frá því að Blumenthal opn- aði hann fyrir fimmtán árum. Staðurinn er einn örfárra sem hlotið hafa þrjár Michelin-stjörn- ur. Hann var að auki útnefndur besti veitingastaður í heimi árið 2005 af tímaritinu Restaurant, og besti veitingastaður í Bret- landi árin 2007 og 2009 af The Good Food Guide. Sjálflærður meistari Blumenthal sker sig þó úr hópi flestra meistara- kokka að því leyti að hann er svo til að öllu sjálflærður. Áhugi hans á eldamennsku kviknaði fyrst þegar hann var á ferðalagi með fjölskyldu sinni um Frakk- land og þau snæddu á þriggja stjörnu veitingastað í Provence- héraði. Í kjölfarið hóf Blumenthal að prófa sig áfram í eldhúsinu, samhliða ýmsum íhlaupavinn- um. Burtséð frá þeim örfáu vik- um sem hann vann í eldhúsum hjá stjörnukokkunum Marco Pierre White og Raymond Blanc, fór menntun hans fram yfir pott- unum í eigin eldhúsi. Eftir nokkur ár komst hann yfir bók sem breytti nálgun hans til frambúðar, en þar er fjallað um efnafræðina að baki ýmissa eldunaraðferða. Þær hugmyndir hafa fylgt Blum- enthal áfram og jafnvel orðið nokkurs konar aðalsmerki hans. Blumenthal er mikill ævintýra- maður í eldhúsinu og aðhylltist það sem á ensku er kallað mole- cular gastronomy og hefur verið nefnt efnafræðileg matreiðsla á íslenskri tungu. Sú stefna felur í sér ýmsar æfingar sem voru áður óþekktar í eldhúsum. Matreið- slumenn einbeittu sér í auknum mæli að vísindunum sem eru grundvöllur matreiðslunnar og fundu nýjar og óvæntar leiðir til að vinna með hráefnið. Blumenthal hefur þó í seinni tíð lýst því yfir að hann vilji ekki kenna sig við stefnuna, þar sem honum þykir heitið bera með sér að aðferðirnar séu gríðarflóknar og aðeins á færi nokkurra út- valda, sem hann er ósammála. Á heimasíðu veitingastaðar hans má til að mynda finna uppástung- ur að einföldum tilraunum sem varða matreiðslu og auðvelt er að framkvæma heima við. Beikonís og sniglagrautur Afrakstur tilraunastarfsemi Blumenthal í eldhúsinu má glögglega sjá á matseðli veitinga- staðarins The Fat Duck, sem er til húsa í Bray á Englandi. Blum- enthal opnaði staðinn, í 450 ára gamalli byggingu sem áður hýsti krá, sjálfur af miklum vanefnum og vann myrkranna á milli í upp- hafi. Fyrst bauð staðurinn upp á hefðbundna franska rétti, en fikr- aði sig svo upp í flóknari matseld. Eftir því sem Michelinstjörnun- um fjölgaði jókst frelsi kokksins til að prófa sig áfram. Á smakkseðli The Fat Duck, sem telur fjórtán rétti og kostar 150 pund á mann, má þannig meðal annars finna sniglagraut og lax sem er gufusoðinn í lakk- rísgeli. Blumenthal er sömuleiðis frægur fyrir egg- og beikonís sem framreiddur var veitingastaðn- um. Auk þess að prófa sig áfram með óhefðbundnar eldunarað- ferðir, svo sem að nota þurrís, lofttæmingu og aðrar æfingar í matseldinni, hefur Blumenthal einnig lagt mikla áherslu á að virkja öll skilningarvitin í mats- eldinni. Þannig hefur hann unnið töluvert með hljóð og meðal ann- ars sýnt fram á með tilraunum að fólki finnst ostrur saltari á bragðið ef það borðar þær með sjávar- hljóð í eyrunum, en ef önnur hljóð eru notuð. Honum er matarupplifunin hugleikin og vill að gestir upplifi nokkurs konar töfra matseldar- innar á The Fat Duck. Eftir að hafa fengið leiðsögn frá töfra- manni kann yfirþjónn hans að framkvæma töfrabragð þar sem hann tekur rósablað af borði mat- argesta, breytir því í egg, brýtur eggið í skál og býr til beikonís úr innihaldinu! Þátturinn sem Blumenthal tók upp á Vestfjörðum í síðustu viku verður í sama anda, eins og hann

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.