Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 Lifir og hrærist í tónlistinni Beata Joó, píanókennari og kórstjóri, fékk atvinnutilboð í partíi í Búdapest árið 1986. Hún yfirgaf í kjölfarið heimaland sitt, Ungverjaland, og hélt til Ísafjarð- ar, þar sem hún hefur dvalist síðan. Beata hefur verið öflugur kraftur í tónlistarstarfi á Vest- fjörðum síðan. Hún kennir nú við Tónlistarskóla Ísafjarðar og von er á jólaplötu með Karla- kórnum Erni, sem hún stýrir styrkri hendi. Beata, sem er kölluð Bea af vinum og vandamönnum, er fædd í borginni Szeged, sunnan við Búdapest, árið 1963. Hún ólst því upp í Ungverjalandi kommúnismans. „Þegar ég kom hingað árið 1986 voru kommú- nistar ennþá við völd og voru það alveg til 1989. Ég þurfti að fá skriflegt leyfi til þess að koma til Íslands. Ég mátti ekki leita að vinnu nema í gegnum sérstaka skrifstofu og ég þurfti að greiða sérstakt gjald af laununum mín- um heim,“ útskýrir Bea, sem seg- ir það hafa verið gott að alast upp í Ungverjalandi þrátt fyrir kommúnistastjórnina. „Stjórnin hjá okkur var sem betur fer ekki jafn ströng og ann- ars staðar. Við vorum með meira frelsi en önnur ríki í kringum okkur. En þetta var náttúrulega ekki jafn frjálst og í hinum svo- kölluðu Vesturlöndum – þeir stjórnuðu mjög miklu, kommú- nistarnar. Í raun bara öllu,“ segir Bea og brosir. Gat sungið flugna- skít á blaði Að menntaskólagöngu lokinni hóf Bea nám í píanóleik og kór- stjórn við Franz Liszt Tónlistar- akademíuna í Búdapest. Hún hafði verið í tónlistarnámi frá fjögurra ára aldri, lært á píanó frá sex ára aldri og sungið í kór svo til alla ævi. „Ég var í grunnskólakór og lék líka undir á píanó fyrir þann kór. Þegar ég var á menntaskóla- aldri, svona 14 til 18 ára, var ég í „conservatory“, sem er nokkurs konar tónlistarmenntaskóli. Þar lærði ég áfram á píanó og var líka í þremur kórum. Skólinn var með stúlknakór sem var mjög góður og virtur og vann margar alþjóðakeppnir. Hann var álíkur Hamrahlíðarkórnum hérna heima,“ útskýrir Bea. Hún söng þó með fleiri kórum á sama tíma. „Ég var í tveimur verkamannakórum. Á þessum tíma höfðu fyrirtæki nægilegt fjár- magn til að hjálpa verkafólki að mennta sig. Þeir sem unnu við orkuveituna í borginni höfðu til dæmis stofnað kór. Það var kór áhugafólks og þeir fengu stund- um menntað fólk til að syngja með sér. Ég fór í þann kór, af því að það var sami kórstjóri og stjórnaði stúlknakórnum og hann hvatti okkur til að taka þátt,“ útskýrir Bea. „Við lærðum svo sem ekkert mikið þar, en við fengum að ferðast með þeim til útlanda sem hafði sitt aðdráttar- afl! Það lýsir því líka að Ung- verjaland var opnara en Rúss- land, til dæmis, þar sem við feng- um að fara oftar til svokallaðra Vesturlanda, af því að við vorum í menningarstarfi,“ bætir hún við. Í Tónlistarakademíunni í Búda- pest söng hún svo með kammer- kór sem þótti einn besti háskóla- kór í Evrópu. „Það var ekkert sem sá kór gat ekki sungið! Hann söng þess vegna í sextán röddum. Ef það var flugnaskítur á nótna- blaði gat hann sungið það,“ segir Bea og skellir upp úr. „Helming- urinn af þessum kór voru algjörir snillingar, en sumir kórfélagarnir voru líka stórskrýtnir. Ég lærði mjög mikið í kórnum, enda var ég í honum í fimm ár,“ bætir Bea við. Með kórnum ferðaðist hún meðal annars til Bandaríkjanna og vítt og breitt um heiminn. Mikil tónlistarhefð Í Ungverjalandi er mikil og rík tónlistarhefð og er landið þekkt fyrir öfluga tónlistarkennslu. „Tónlistarakademían er einn af frægustu skólum í Evrópu og hefðin er mjög sterk í landinu. Ungverjaland er frægt fyrir Kodály-aðferðina, sem er tón- fræðikennsla. Hún er kennd í öll- um grunnskólum, alveg ótengt námi á hljóðfæri. Eftir grunn- skólanám eiga öll ungversk börn að geta lesið nótur, þó þau séu hvorki að læra á hljóðfæri né í kór. Þau læra nótnalestur og tón- listarsögu og allt sem tengist tón- list. Það er mjög sérstakt,“ út- skýrir Bea. Kodály-aðferðin er kennd víðar en í Ungverjalandi, meira að segja í nokkrum skólum á Íslandi. Hefðin er sömuleiðis rík innan fjölskyldu hennar. „Pabbi minn, sem var kórstjóri og þekktur tón- listarmaður í heimaborg minni, er úr fjögurra systkina hópi. Af þeim fjórum er ein óperusöng- kona, einn píanókennari og einn jazzpíanisti. Afi var arkitekt og spilaði á fiðlu. Þau stofnuðu sam- an fjölskylduhljómsveit og spil- uðu á dansleikjum. Ég á eina systur, sem býr í Reykjavík í dag og er kórstjóri Kvennakórs Reyk- javíkur. Við spiluðum mikið saman, en við vorum ekki nógu mörg til að geta verið hljóm- sveit,“ segir Bea og hlær. Hún stofnaði sjálf hljómsveit með börnunum sínum, Hönnu, Aroni og Hilmari sem hefur komið fram undir nafninu Jojoo band þó að það sé ekki aðamarkmið hennar hennar. „Ég legg samt áherslu á að við spilum saman hérna heima,“ segir Bea. Þrátt fyrir að tónlistarhefðin væri svo sterk innan föðurfjöl- skyldu Beu, var það frekar móðir hennar, sem er lögfræðingur, sem hvatti hana til áframhaldandi tónlistarnáms. Raunin varð að hún nam píanóleik og kórstjórn við Tónlistarakademíuna í Búda- pest í fimm ár. Atvinnutilboð í partíi Það var í Tónlistarakademí- unni sem hún kynntist manninum sem bauð henni svo starf á Ís- landi. „Hann var Íslendingur, Gunnsteinn Ólafsson, sem var í námi úti. Við urðum ágætis vinir. Við vorum í partíi eftir burtfarar- tónleikana mína og þar bauð hann mér vinnu. Ég var nú reyndar alveg viss um að það væri bara einhver partíbrandari. Hann sagði – komdu til Íslands að vinna! Ég sagði bara, já, elskan mín, ég geri það bara! Svo hélt ég að það væri búið,“ segir Bea og hlær að minningunni. „Tveimur vikum seinna fékk

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.