Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 12

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 12
Þar sem blátt er blárra og hvítt hvítara Guðfinna M. Hreiðarsdóttir ásamt manni sínum Halldóri Halldórssyni á gönguskíðum uppi á Breiðadalsheiði í blíðskaparveðri í maí 2005. Vorið fyrir vestan á engan sinn líka og er upplifun í hvert sinn þó svo að það sé endurtekið efni frá liðnum árum. Hvergi hefur mér fundist jafn áþreifanlegt aö sjá náttúruna vakna af vetrardvala og hvergi hef ég skynjað betur gleði manna og dýra yfir vorkomunni. Gjörla má sjá hvernig hýrnar yfir staðfuglunum sem hafa Iátið sig hafa það að hirast við fjörðinn yfir veturinn í verstu frostum og norðan stórhríðum, til þess eins að upplifa eilífa sumardaga og nætur við lognstilltan Pollinn þar sem fjöllin standa á haus. A hverjum degi liggur leið mín eftir Skutulsfjarðarbrautinni, en hún tengir byggðina á Eyrinni við Holtahverfið sem er byggðarkjarni fyrir botni fjarðarins, við rætur fjallsins Kubba sem er eitt þeirra fjalla sem móta svipmikinn fjallahringinn við Skutulsfjörðinn. Yfirleitt fer ég nokkrar Séð yfir ísafjörð. ferðir á dag um Skutulsfjarðarbrautina og hef þá gaman af að fylgjast með og velta vöngum yfir lífinu á Pollinum. Hver gæti t.d. ímyndað sér að í augum sumra væri Skutulsfjarðarbrautin besti staður í heimi til að stofna heimili og koma afkvæmum á legg? Þessari hugsun skýtur gjarnan upp í kollinn á mér þegar fuglar af öllum gerðum og stærðum eru önnum kafnir við hreiðurgerð, nánast í vegkantinum enda fjaran þar beint fýrir neðan með öllum þeim kræsingum sem þarf til að halda lífi í ungviðinu eftir að það er skriðið úr eggjunum. Af þeim fjölmörgu fuglategundum sem halda sig í firðinum, hef ég sérstaklega gaman af að fylgjast með tjaldinum en yfirleitt eru um 12-15 fuglar sem halda sig þarna árið um kring og ósjaldan hef ég vorkennt þeim þar sem þeir hafa staðið í hnapp í fjöruborðinu, snjóbarðir og kulda- legir í svartasta skammdeginu. Hjá þessum greyjum, sem og öðrum skepnum sem eru úti á Guði og gaddinum, hljóta veturnætur- nar að vera langar. Þegar vorar færist fjör í tjaldinn og hann tekur að hegða sér kjána- lega, eins og þeir sem eru ástfangnir gera gjarnan. Að tilhugalífinu loknu er hafist handa við hreiðurgerð en satt best að segja er ekki lögð í hana mikil vinna heldur er notast við sama hreiðrið ár eftir ár. Eitt tjaldpar við Skutulsfjarðarbrautina hefur vakið sérstaka athygli rnína og verður mér gjarnan hugsað til sunnudagaskólans þar sem sungið er um heimska manninn sem byggði húsið sitt á sandi. Þetta tiltekna par hefur tekið ástfóstri við lóð steypustöðvar- innar enda nóg af möl á svæðinu sem er hið fullkomna hreiðurgerðarefni í augum tjaldanna sem eru lausir við alla tilgerð og kjósa að verpa beint í mölina. Vor eftir vor hefur þetta par talið sig vera búið að finna hinn fullkomna stað fyrir hreiðrið sitt, en yfirleitt hefur ekki liðið langur tími áður en stórvirkar vinnuvélar hafa mokað því í burtu. í ár fylgdist ég spennt með því hvar þau myndu koma sér fyrir að þessu sinni, en það liðu nokkrir dagar áður en ég rak augun í nýja staðinn. Ætli hann sé ekki sá versti hingað til, á toppi stórrar malar- hrúgu sern auðsjáanlega er verið að taka úr og verður fljót að hverfa, enda fleiri en fuglarnir sem þurfa efnivið til húsagerðar. Þarna efst uppi hreykir tjaldurinn sér eins °g kóngur í ríki sínu, alsæll með þetta frá- bæra hreiðurstæði og ekki spillir útsýnið. Já, útsýnið. Svo ótrúlegt og yfirþyrmandi að stundum stend ég á öndinni þegar ég stíg út úr húsi snemma á morgnana og upplifi fæðingu dagsins. Veröldin óspillt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.