Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 30

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 30
Hvergi betra að verða gamall en á Isafirði! Jón Þórðarson Fanndal vitnar hér í orð Ólafs Gunnarssonar læknis, og ætlar sjálfur að leggja sitt af mörkum. Vinir hans segja hann bjartsýnan, sjálfur segist hann raunsær, en lífshlaupið sýnir hugmyndaríkan mann. Frábært fyrir ísafjarðarfélagið að fá slíkan mann til forystu. J| ón er alinn upp á Laugalandi í Djúp- | inu. Jarðhitinn heillaði hann út í f garðyrkjunám til Hveragerðis, þar var ann með fyrstu garðyrkjunemum. Síðar sótti hann sér starfsreynslu í Banda- ríkjunum. Jón stofnaði nyrstu gróðrar- stöð í heimi og sá öllum Vestfjörðum fyrir tómötum, agúrkum og sumar- blómum í 25 ár. Nú er hann veitinga- maður flugfarþega á ísafjarðarflugvelli, þótt hann sé kominn yfir sjötugt. Jón á sterkar hugsjónir, ein þeirra er jarðgöng í gegnum Kollafjarðarheiði. „Allra leiðir liggja suður - markmið Isfirðinga er fjögra tíma akstur til Reykja- víkur! Jarðgöng undir Kollafjarðarheiði ná því markmiði og láglendisvegi alla leiðina. Það versnar í því, þegar maður fer að klifra upp á heiðarnar!" Jón var oddviti i Nauteyrarhreppi í 16 ár og veit hvað hann er að tala um. Jón stendur á bak við veitingaborðið á flugstöðinni, þegar lent er á Isafirði. „Hér er glæsilegt að vera,“ segir hann og kann vel við sig í hringiðu mannlífsins, hittir fjölda fólks daglega, fylgist með hverjir koma og fara. „Um 50 þúsund manns fara um völlinn árlega, þeir voru 45 þúsund þegar ég byrjaði, en aukningin var 15% á síðasta ári - þá flugu 56 þúsund manns til og lfá Isafirði. Eg er verktaki svo ekki þarf að segja mér upp, þótt ég sé kominn yfir sjötugt." Nú eru Jón og Margrét Magnúsdóttir, konan hans, búin að búa á ísafirði í 11 ár og mjög ánægð. „Ég var verkstjóri í skrúðgörðum Reykjavíkur í 10 ár og hef plantað mörgum þeim trjám sem nú prýða Reykjavík. Ég kunni ágætlega við mig í Reykjavík. Þar giftum við Margrét okkur og hófum búskap 1958. Fyrsta heimilið okkar var á Blómvallagötu 13 í vestur- bænum. En mig langaði út á land, vildi annað umhverfi. Vestfirðir eru geysilega gróður- sælir, enginn landshluti geymir eins mikið af skógi eins og Djúpið. Horfðu á Álftafjörð, Mjóafjörð og Hestfjörð. Áberandi hvað gróður og kjarr nær hátt upp í hlíðarnar. Þá eru Kaldalón og Skjaldfannardalur nánast skógivaxin milli fjalls og fjöru. Hér er líka gott að búa fyrir eldra fólk. Margrét vann áður á Svæðisskrifstofu fatlaðra, varð að hætta þegar hún varð sjötug, en var fljótlega beðin um að koma aftur. Nú vinnur hún frá 1-4 og tekur auka- vaktir um helgar. Ég get ekki ímyndað mér betra fyrir eldra fólk en að fá að vinna styttri vinnutíma og geta umgengist sína vinnufélaga.“ Jón er búinn að lifa tímana tvenna og lætur hér fylgja sögur af atburðum sem höfðu mest áhrif á hann í lífinu. Lífið er undarlegt „Norðaustan sortabylur var þegar ég fæddist á Laugalandi í Skjaldfannardal 10. febrúar 1933. Ekki náðist í ljósmóður svo að pabbi þurfti að annast ljósmóðurstörfin. Ég er næstyngstur sjö systkina sem öll fæddust á Laugalandi, og ólst þar upp við mikið ástríki. Við höfðum alltaf nóg að bíta og brenna, enda faðir minn með stórt bú miðað við þess tíma mælikvarða. í seinni tíð hef ég oft hugsað um hve margt var erfitt þá miðað við nútímaþægindi, en fólk kvartaði aldrei. Móðir mín sagði um þennan samanburð: „Þetta er mikill munur, en mér finnst að fólk hafi verið ánægðara áður fyrr.“ Orð hennar væri rétt að íhuga á allsnægtatímum nútímans. Litlu munaði að ég hyrfi af sjónarsvið- inu strax á unglingsárunum. Sá atburður sýnir vel aðstæður þess tíma. Frá Lauga- landi eru tæpir 4 km til sjávar. Síminn var nýkominn, en aðeins kerruslóði niður á ströndina. Pabbi var nýbúinn að kaupa Willisjeppa sem kom með Fagranesinu, en hvernig átti að koma honum í land, engin bryggja? Fleki var smiðaður og dreginn með árabát að skipinu, jeppinn síðan hífður á flekann og dreginn upp í sand- fjöru. Þetta var fyrsti jeppinn í sveitínni. Ég hafði verið sendur niður að Melgras- eyri með hest og kerru til að sækja varning sem komið hafði með Djúpbátnum. A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.