Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 38
djassisti og málari var útnefndur
bæjarlistamaður ísafjarðar árið 2001
Allir ísfirðingar þekkja Villa Valla rakara senn spilar á
harnnoniku, saxófón og píanó - málar myndir af landslagi,
fólki, húsum og fleiru sem fyrir augu hans ber. Þessi
litríki beejarlistamaöur ber skírnarnafnið Vilberg Valdal
Vilbergsson, er upphaflega Flateyringur, en flytur ungur til
ísafjarðar.
Rakarastofa Villa Valla er
steinsnar út frá Silfur-
torgi í gulu húsi með
mikinn karakter, eins og
ábúendur hússins, Villi Valli
og eiginkona hans, Guðný
Magnúsdóttir, sem ísfirðingar
segja mikla listakonu. Ibúð
þeirra er á efri hæðinni, en
viðskiptavinir ganga beint inn
á rakarastofuna á neðri hæð,
láta fara vel um sig á meðan
beðið er eftir klippingu.
Afþreyingarritið á sófaborðinu
er ekki Séð og heyrt, eins og á
flestum rakarastofum í Reykja-
vík, nei, hér liggja frammi sjö
bindi af Hundrað og ein, ný
vestfirsk þjóðsaga! Skrítlurnar
í þeirri ágætu bók vekja hlátur
hjá sönnum Vestfirðingum.
Þú hlýtur að þekkja flesta
ísfirðinga, búinn að klippa
þá marga. „Já, margir hafa
byrjað að sitja á fjölinni hjá
mér sem eru nú orðnir eldri
menn. Margir fastir kúnnar
hafa verið hjá mér áratugum
saman, menn eru vanafastir.
Smám saman fór að draga úr
því að menn kæmu í rakstur.
Betri græjur komu og menn
fóru að raka sig sjálfir. Ég er
bara í klippingum, læt hár-
greiðslustofurnar um litun,
strípur, permanent og slíkt.“
Svo geta sannir djass-unn-
endur hlustað á Villa Valla
í útvarpinu. „Já, þar heyrist
stundum í mér. Ég er búinn að
gefa út einn hljómdisk. Hérna
spila ég í lúðrasveitinni og
harmonikufélaginu og spila
stöku sinnum í veislum og
undir borðhaldi á hótelinu.
Ég lærði fyrst á saxófón hjá
Guðmundi Nordal norður í
Djúpuvík, þar vorum við báðir
að vinna í verksmiðjunni. Ég
var lengi að daðra við hin og
þessi hljóðfæri, fannst erfitt að
velja, en ég er að mestu sjálf-
menntaður í tónlistinni, hef þó
farið á nokkur námskeið."
Hvernig fara klippingar og
tónlist saman? „Einhvern tíma
sagði Jón Múli að rakarinn,
Billy Bolden, hafi verið fyrsti
djassistinn í Bandaríkjunum.11
Villi Valli hlær, segir síðan:
„Margir rakarar hafa verið
hljómlistarmenn. Klippingar
fara ekki illa með hendur. Öðru
máli gegnir með þá sem stunda
erfiðisvinnu eða vinnu sem
reynir mikið á hendurnar.“
Vilberg Valdal Vilbergs-
son er fæddur og uppalinn á
Flateyri. „Pabbi minn fæddist
og ólst upp í Valþjófsdal og
seinna nafnið mitt, Valdal, er
komið þaðan. Ég var krakki
þegar byrjað var að kalla
mig Villa Valla. Lítill strákur,
nýbyrjaður að tala, betrum-
bætti nafnið og kallaði mig
38