Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 3

Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 3
Blásið til sóknar Velferðarmarkmið nýsköpunarstjórnarinnar árið 1944 voru eftirfarandi: „að hér á landi skyldi koma á fullkomnu kerfi almannatrygginga sem næði til allrar þjóðarinnar án tillits til stétta og efnahags; að ísland yrði á þessu sviði í fremstu röð nágrannaþjóðanna." Verulegur árangur náðist framan af, en síðustu 10-15 árin hefur verið þrengt að eftirlaunaþegum. Reiknistuðull eldri borgara, er varðar lífeyrisgreiðslur og þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna, hefur verið staðfestur af Tryggingastofnun ríkisins og sýnir - að greiðslur almannatrygginga, miðað við meðallaun verkafólks, hafa lækkað verulega 1988-2004. í ofanálag hefur skattheimtu- hlutfall af lífeyri dæmigerðs lífeyrisþega hækkað úr 1,5% í 13,7% á sama tímabili, en jafnframt hafa skattar lækkað á hátekjufólki!!! Nú er góðæri og fulltrúar ríkisins fullyrða að kaupmáttur eldri borgara sem og annarra borgara muni aukast um 55% á árunum 1995-2007. Út undan verða um þriðjungur eftirlaunaþega, þ.e. 10.500 manns sem einungis fá grunnlífeyri, tekjutryggingu og eingreiðslu, samtals 64.860 kr. að viðbættum 45.800 kr. úr lifeyrissjóði árið 2004. Meginafleiðing þessa er að kaupmáttur ráðstöfunartekna síðarnefnda hópsins hækkar aðeins um 9.6% frá árunum 1995-2007, en lækkar um 3,3% miðað við árið 1988. Þetta er einfalt reikningsdæmi þó að gildir þingmenn stjórnarliðs hafi misskilið dæmið, vonandi vegna vanþekkingar. Þeir hafa einblínt á 300 eldri borgara sem fá alla bótaflokka almannatrygg- inga óskerta, en hækkunin til þeirra hefur orðið örlítið meiri en hjá þeim hópi sem hér var nefndur. Lágt raungildi skattleysismarka leiddi til hærri skatta meðal hinna tekjulágu þrátt fyrir lækkun skattprósentu. Á sama tíma hafa skattar lækkað á hátekjufólki!! Skattleysismörkin ættu í dag að vera rétt um 103.000 kr. (eru 75.062 í dag) og um 110.000 kr. árið 2007, ef þau hefðu fylgt verðlagi en ekki verið sett föst í rúm- lega 85.000 kr. það ár eins og boðað er í nýjum lögum um skatta. Þarna munar tæplega 25.000 kr. á mánuði í skattleysismörkum sem þýðir um 9.000 kr. hærri tekjuskatta á mánuði en ella. f samanburði við hin Norðurlöndin hafa almannatryggingar á íslandi dregist verulega aftur úr (Félagsvísindadeild Háskóla íslands 1999). Ég treysti þeirra upplýsingum betur en upp- lýsingum frá Hagstofu íslands sem segja að óskertar bætur 300 eldri borgara gefi réttan samanburð við tryggingabætur á hinum Norðurlöndunum!!! Markmiðið frá 1994 er þvf markleysa. Landssambandið hefur krafist leiðréttingar á grunntrygg- ingargreiðslum (grunnlífeyri og tekjutryggingu) með hliðsjón af launaþróun á almennum vinnumarkaði. Til þess að leiðrétta grunntryggingargreiðslur þyrfti a.m.k. 6 milljarða á ári eftir skatta og útsvar eða 1% af 500 milljarða fjárlögum ríkisins. Þessar breytingar gefa fyrrnefndu lágtekjufólki tekjur til að mæta nauðsynlegustu útgjöldum t.d. til matarkaupa, síma-, strætisvagna-, lyfja- og heimahjálparkostnaði. Staðreynd er að fjölmargir neyðast til að fresta lyfjakaupum vegna fjárskorts. Greiðslur vegna þessara þátta hafa hækkað um 130-333% á s.l. 10-15 árum. Önnur atriði sem þarf að leiðrétta eru margumtal- aðar tekjutengingar sem eru þær mestu á Norðurlöndum (Social Security 2003). Vistunarpláss aldraðra eru í megnasta ólestri. Við höfum sett fram frambærilegar kröfur í þessu efni, sem verða ræddar á næsta samráðsfundi með fulltrúum ríkisstjórnar. Ólafur Ólafsson formaður LEB Kveöja ritstjöra Sérstætt mannlíf og menning Já, mörg ný sjónarhorn opnuðust fyrir vestan - útsýni yfir stórbrotna náttúru, Silfurtorgið með alla þræði bæjarlífsins, innsýn í sterka menningarstrauma Isafjarðar sem milljónaborgir gætu verið stoltar af. Guðfinna Hreiðarsdóttir segist daglega finna fyrir áhrifúm stórbrotinnar náttúru, hvernig hún mótar lífið sem þrífst hér inn á milli fjallanna. Og hreina fjallaloftið gefur mikið. í fjallinu fær Gunnlaugur í Bókhlöðunni upplyftingu líkama og sálar. Jón Fanndal segir hvergi heiðarlegra fólk og kurteisari börn, hvergi sé betra að verða gamall. Mikil meðmæli fyrir mannlífið í faðmi fjallanna. Ingjaldssandur var mesta ævintýrið. í afskekktum fjalladal, með brimhljóð við sand, tókst Guðmundi, síðasta Hraunsbónd- anum, að bregða upp spegilbrotum fortíðar. I nánum tengslum við móður jörð mátti lesa veðrabrigði úr fari norðurljósa og skýja. Draumar og kenndir boðuðu komandi tíð og ekkert kom á óvart. Ungur drengur hlustaði á álfakórinn syngja, gat jafnvel síðar miðlað tónum hans og hughrifum. Og í þá daga gátu afbrýði og hefndarhugur magnað upp ættardraug. Guðmundur sótti fróðleik til sér eldri og hlustar enn á líkamann gefa vísbend- ingu um aðsteðjandi hættu. Með því að innprenta svokallaða sérvisku, bjargaði Guðmundur hugsanlega lífi sonar síns og fjölskyldu hans. Tregi fyllti hugann þegar ekið var frá Ingjaldssandi. Erum við að fjarlægjast um of Móður jörð? „Ég hef oft hugsað um, hve gaman er að lifa,“ segir Inga Hrefna frá Seyðisfirði, sem er svo lífsglöð að hún ræður ekki við sig. Maðurinn hennar spurði, hvort hún ætlaði aldrei að verða fullorðin? Er þetta ekki galdurinn við fullorðinsárin - að sleppa aldrei tökum á einlægri barnsgleðinni? Aðeins innra með þér býr veruleikinn sem þú þráir. Ég get ekki gefið neitt sem er ekki þegar innra með þér, ekkert gallerí sýnir betri listaverk en þín eigin sál. Orð Hermann Hesse lauslega þýdd. O.Sv.B

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.