Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 36

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 36
Vestfirðir - paradís ferðamannsins! r Aundanförnum árum hafa mögu- leikar ferðamanna til afþreyingar á Vestfjörðum eflst svo mjög að nú jafnast svæðið á við það besta sem gerist á landinu. Samgöngur við svæðið og innan þess eru orðnar mjög auðveldar á sjó og landi og flugleiðis. Ein helsta perla Vestfjarða er Vigur, en um 3.000 ferðamenn heimsóttu eyjuna sumarið 2004. í Vigur gefst ferðamönnum tækifæri á að skoða fjölskrúðugt fuglalíf t.d. æðarfugl, lunda og teistu. í eynni iDAH er minnsta pósthúsið í Evrópu og eina vindmylla landsins. Þaðan er víðsýnt og fagurt um að litast. Að Hesteyri í Jökulfjörðuin er gaman að koma, en þar lagðist byggð í eyði sem kunnugt er upp úr 1950. Binna í Læknishúsinu tekur vel á móti gestum í húsinu sem stendur á árbakkanum með útsýni yfir óteljandi læki hinum megin fjarðarins. Norsk hvalveiðistöð stendur innar í firðinum og minnir á gullaldarár byggðarinnar. Ein af mörgum nýjum ferðum sem Vesturferðir bjóða upp á í sumar er skoð- unarferð út í Grímsey á Steingrímsfirði. Farið er frá Drangsnesi á Ströndum, en um tíu mínútna sigling er að eyjunni. í Grímsey er auðugt fuglalíf og geysilega mikil lundabyggð, en áætlað er að um 800- 900 þúsund pör af lundum séu í Grímsey. Skáleyj ar eru einu eyj arnar í Breiðafirði, utan Flateyjar, sem eru í byggð. í sumar gefst kostur á að sigla frá Reykhólum út í Skáleyjar og ganga þar um með leiðsögn ft! - -- ;V-"' , heimamanna. Eftir skoðunarferðina er boðið upp á „alvöru íslenskan mat“, m.a. selshreifa, harðfisk og tilheyrandi. Söfn á Vestfjörðum eru mjög mörg og fjölbreytt. Safnahúsið í Neðstakaupstað, verbúðin í Ósvör, vélsmiðjan gamla og fræga á Þingeyri, minja- og flugsöfhin að Hnjóti og fleiri mætti nefna. Þá eru ótalin handverkshúsin sem finnast í öllum þorpum og bæjum. A rölti um Isafjarðarbæ gefur að líta gömul og sögufræg hús, t.d. elstu húsaþyrpingu landsins í Neðsta- kaupstað og nýuppgerða Faktorshúsið í Hæstakaupstað. Vesturferðir eru til húsa i Aðalstræti 7, Edinborgarhúsinu á ísafirði og er Upp- lýsingamiðstöð ferðamála á Vestfjörðum rekin samhliða ferðaskrifstofunni. Opið er í sumar ffá 08:00 til 18:00 á virkum dögum, en frá 10:00 - 15:00 um helgar. Nánari upplýsingar um allt ofangreint má finna á vefnum www.vesturferdir.is. Sjáumst á Vestfjörðum í sumar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.