Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 10

Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 10
Landsfundurinn opnar nýja sýn segir Guðný Halldórsdóttir, kona Snæbjarnar Péturssonar formanns Félags eldri Mývetninga „Eg hef ekki sett mig nægilega inn í þessi mál fyrr og finnst umræðan mjög skemmtileg og fróðleg. Maður verður miklu virkari eftir svona fund. Gaman að segja félagsmönnum heima ffá fundinum, fá þá til að hugsa og ffamkvæma eitthvað í þágu okkar allra.“ Guðný kom sem starfsstúlka á Hótel Reynihlíð fyrir 55 árum. Hún giftist inn í Reynihlíðarættina og segist vera sannur Mývetningur í dag. „Ég hef alltaf unnið að því að elska ekki æsku- stöðvarnar svo mikið að maður sé með heimþrá þangað allt sitt líf. Rótfesta hlýtur að skapast á stað þar sem maður eyðir öllum sínum starfskröftum." Guðný og Snæbjörn eignuðust 5 börn og sonur þeirra Pétur er nú hótelstjóri i Reynihlíð. „Ég vann alltaf við hótelið á meðan ég starfaði," segir Guðný. Hún segir um 33 skráða í félagið sem gæti verið miklu fjölmennara. „Býsna margir vilja ekki láta líta á sig sem eldri Mývetninga. Félagsaðstaðan okkar er í skólanum, en í athugun er að kaupa lítið hús. Við hittumst vikulega, bíll nær í fólkið úr sveitinni og við erum með tvær stúlkur sem sjá um kaffiveitingar og föndur. Félagssamkomur haust og vor, vika á Hótel Örk og óvissuferð daglangt innan héraðsins eru fastir liðir.“ O.Sv.B. 'm Húsavík QA^OARSbólotr Við bjóðum upp á dýralífsskoðun og ævintýraferðir á fjorum íslenskum eikarbátum sem breytt hefur verið Whh til farþegaflutninga. jlgP # Hvalaskoðun # Fuglaskoðun j & Sjóstangveiði J í # Skútusigling $ Flateyjarferðir Jgsl # Landnámsferðir ^ Gamli Baukur c M/B Náttfari á siglingu á Náttfaravíkum. Þriggja nafna fjallið í baksýn. Garðar og Náttfari: í Landnámabók segir frá Garðari Svavarssyni og Náttfara. Þeir sigldu umhverfis landið og sáu að það var eyja. Garðar hafði vetursetu á Húsavík og nefndi landið Garðarshólma. Bakrangi/Galti/Ófærufjali: í íslandsklukku er sagt frá fjalli einu fyrir norðan sem ber þrjú nöfn, eftir því hvaðan á það er horft. Þetta tók Laxness sem dæmi um hve sannleikurinn getur verið afstæður. Upplýsingar í síma 464 2350 eða tölvupósti info@nordursigling.is 10

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.