Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 21

Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 21
Oft var gestkvæmt á Hrauni og þarna er búið að tjalda til garðveislu. Guðmundur var liðtækur með nikkuna til að halda uppi fjörinu. ekki verið að stríða mér.“ Annar maður er staddur þarna sem verður dálítið hugsi. Hann fer að spyrja mig um Hrauns-Móra, svo ég segi honum söguna af uppruna hans. „Hefur þú séð hann?“ spyr hann. „Eg hef heyrt íýsingu af honum,“ segi ég. Þá segir hann: „Ég sé að hér er með þér maður. Þetta er lágvaxinn og þreklegur maður, hármikill, með miklar augnatóftir og brúnn yfirlitum." Brimlending við Ingjaldssand Út við fjörukambinn í Sæbólssjó segir Guðmundur frá lífsbaráttunni á svo afskekktum stað: „Arið 1964 átti konan mín von á fjórða barni okkar, en veiktist svo að hún þurfti að komast á sjúkrahús - til þess þurfti að komast með bát til Flateyrar, þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. I þetta skiptið var nánast ólendandi við Sæbólssjó, en að lokum ákveðið að fá vertíðarbátinn Ver með Benedikt Vagn Gunnarsson skipstjóra. Magnús Karl læknir var með í för, en hann er nú hjartalæknir á Land- spítalanum. Venja var hjá okkur í vondu sjólagi að snúa bátnum á landi, setja hann fram undir sjólínu og bíða lags. I norðanbrimi við Sæbólssjó er verra að átta sig á hvort álagsbárurnar eru þrjár í röð, sex eða fleiri. Eftir nokkra bið var álitið að óhætt væri að ýta úr vör, en þá var eftir að komast í land með lækninn og sjúkrakörfuna. Við biðum eins nálægt landi og óhætt var. Loks taldi formaðurinn, Sigurvin Guðmundsson, óhætt að leggja af stað. Albinvélin var sett á fullt, en aðeins of snemma. Báturinn lenti í öldudal síðustu álagsbárunnar og Sigurvin skipaði okkur að vera viðbúna að stökkva fyrir borð, ef bátinn tæki niðri. Smám saman þokaðist báran undir bátinn sem sat fastur á bárukambinum sem náði frá skut og fram undir miðjan bát - sjórinn langt upp fyrir borðstokka báðum megin og freyðandi báruskaflinn langt út frá bátnum á báða vegu. Loks féll báran og við stukkum út úr bátnum til að vera viðbúnir að verja hann áföllum, en hann var á þurru og næsta bára rétt náði að hæl bátsins. Hægt er að gera sér í hugarlund fyrir þá sem þekkja slíkt, hvað síðasta álagsbáran er í raun stór. Þegar búið var að sækja Guðrúnu fram í Hraun og koma henni fyrir í bátnum, bauð læknirinn að gefa henni róandi sprautu. Guðrún hafnaði því, vildi heldur fá hana fyrir flugferðina, en hún hafði aldrei flogið áður. Litla flugvélin, Vorið, sótti Guðrúnu á flugvöllinn í Holti.“ En hvernig leið sjúklingnum? „Þarna lá ég í sjúkrakörfunni sem var komið fýrir ofan á þóftum bátsins," segir Guðrún. „Karlarnir röðuðu sér sitt hvoru megin við bátinn, biðu eftir skipun frá formanninum að ýta á flot. Ég horfði í augu þeirra - festan og rósemdin í svip þeirra mun aldrei líða mér úr minni. Oryggistilfinningin sem streymdi ffá þeim er ógleymanleg. Allt gekk þetta vel og drengurinn sem við eignuðumst verður 41 árs nú í maí. Við hófum búskap á Hrauni 13. júlí 1957, þá með 3ja ára son og 2ja mánaða dóttur. Börnin urðu sex og nú eigum við 21 barnabarn og 7 barnabarnabörn.“ Nú myndi pabbi stoppa! Já, Guðmundur las í náttúruna og fátt kom honum á óvart, en hann sótti líka fróðleik til ömmu sinnar og ömmusystur. „Sveinfríður ömmusystir mín talaði um að þegar hún fyndi fyrir kláða í hægri augabrún vissi það á gott. Ég taldi mér trú um það sem barn að ég myndi erfa þessa náðargáfu, en það var nú öðru nær. Alltaf þegar mig klæjaði í hægri augabrún, varð ég fyrir einhverju óhappi. Síðan ákvað ég að það væri sennilega vinstri augabrún sem væri mín happabrún. Reyndist það rétt - og ég hef haldið þessari sérvisku minni mjög að fjölskyldunni. Eitt sinn var elsti sonur okkar að koma niður Gemlufallsheiði norðanverða með fjölskylduna sofandi í bílnum. Þá klæjar hann í hægri augnabrún og segir við sjálfan sig: Nú myndi pabbi stoppa, og það gerði hann. Þegar hann kom út úr bílnum var annað afturhjólið að losna undan! Svo að það er ekki til einskis að halda við sér- viskudiktum sinum,“ segir Guðmundur. Heimsókn mín á Ingjaldssand með Guðmundi og Guðrúnu er ógleymanleg. Meira býr í náttúrunni en mann grunar - sorglegt hve mjög við erum að fjarlægj- ast uppruna okkar. Vona að lesendur fái aðeins innsýn í þá sterku svipmynd sem Guðmundur brá upp eina síðdegisstund á Ingjaldssandi. O.Sv.B S1 gt 4 ” i |l ■I .r. Wmif^ —— IOH - —s —

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.