Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 57
Drottinn, þú veist betur en ég að ég er að verða gamall.
Forða mér frá þeim leiða vana að verða að tjá mig um hvert
einasta umræðuefni - við hvert tilefni sem gefst.
Veit mér að standa gegn tilhneigingunni að ráðskast með mál annarra.
Gjör mig vakandi, en ekki kvartandi, hjálpsaman, en ekki ráðríkan.
Þar sem ég hef öðlast mjög mikla visku með aldrinum - er
þaó eiginlega skaði að ég fæ ekki að miðla henni fyllilega.
En þú veist, Drottinn, að ég vil halda friðinn við vini mína til æviloka.
Hjálpa mér að stilla mig um að segja í smáatriðum frá öllu.
Gef mér að koma fljótt að aðalatriðunum.
Innsigla varir mínar þegar kemur að því að
tala um eigin þjáningar og veikindi.
Þetta eykst með aldrinum - og ánægjan að
segja frá þessu vex með árunum.
Ég áræði ekki að biðja um náðargáfu til að njóta frásagna annarra
af sínum veikindum, en hjálpa mér að sýna þolinmæði og hlusta.
Ég þori ekki að biðja um betra minni, en aukna auðmýkt
þegar minni mitt virðist í ósamræmi við minni annarra.
Kenn mér þá miklu visku að mér getur stundum skjátlast.
Varðveit mig nokkurn veginn elskulegan.
Ég ætla ekki að verða neinn dýrlingur - þeir geta verið svo erfiðir í
samskiptum - en geðvont gamalmenni er eitt af meistaraverkum óvinarins.
Gef mér að sjá gleðiefni á óvæntum stöðum og gott
í fari fólks sem ég vænti slíks ekki hjá.
Og gef mér, Drottinn, náðargáfu til að segja þeim það.
(Þýtt úr TR 55. árg. Nr. 2,júní2003) Ingólfur Guðmundsson
Calcium-Sandoz*
freyðitöflur 500 mg
Ert þú aö leita að kalktöflum sem:
-> Innihalda mikið magn af kalki
-> Eru bragðgóðar og auðveldar í inntöku
-> Byggja á klínískum rannsóknum.
Þá gæti Calcium-Sandoz® verið lausnin.
Calsium-Sandoz® freyðitöflur 500mg er skráð lyf
bragðgóðar freyðitöflur með appelsínubragði,
sem leysast auðveldlega upp í vatni.
Calcium-Sandoz freyðitöflur 500mg
20 stk fást án lyfseðils í næsta apóteki
tl) NOVARTIS
CONSUMERHEALTH
Calcium-Sandoz® er notað til meðferðar á kalsíumskorti og fyrirbyggjandi viö beinþynningu. Fullorðnir 1-2 töflur í senn allt að þrisvar sinnum á dag. Má gefa börnum 2ja ára og eldri, skammtur er
samkvæmt læknisráði. Ekki á aö taka inn Calcium-Sandoz® 3 klst. fyrir eða eftir notkun á flúorið og tetrascýklin sýklalyfjum. Ekki heldur ef um alvarlega nýrnasjúkdóma er að ræða eða ofnæmi fyrir
innihaldsefnum. Calcium-Sandoz® má nota á meðgöngu og við brjóstagjöf. Ofskömmtun er ekki þekkt. Aukaverkanir geta veriö vægar meltingartruflanir. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá
Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins.
57