Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 47
Fjölmennt heimili
- eins og í gamla daga
Skjólbraut la stendur innst í einbýlishúsagötu, eins og hvert
annað fýölskylduhús. Fjöldi heimilismanna leiðir hugann að
fyrri tímum þegar fjölskyldur voru fjölmennari. Hjónin sem
byggðu húsið, Ingólfur og Sigríður, voru meðal frumbyggja
Kópavogs. Ingólfur rak hænsnabú til fjölda ára í Kópavogi.
Hann vildi gera vel við konu sína og byggði hús með níu
svefnherbergjum þvi fjölskyldan var stór. Þeim hjónum varð
fimmtán barna auðið. Þegar Félagsþjónusta Kópavogs keypti
húsið voru gerð tvö herbergi úr bílskúrnum. Nú eru 11 manns
heimilisfastir á Skjólbraut la á aldrinum 73-93 ára og búa allir
í einbýli.
Helga Steinarsdóttir forstöðukona tekur á móti gesti og leiðir
til stofu. Stórir stofugluggar snúa út að beinvöxnum trjám í
grónum görðum. Garðstofan inn úr stofunni gefur enn betri sýn
yfir spegilflöt Kópavogsins og Kópavogslaugina. Umhverfið er
hlýlegt og heimilið notalegt. Hér búa allir í sérherbergjum.
Við leitum svara hjá Helgu, hvernig standi á þvi að fullorðið
fólk gefur alla sína muni frá sér og flytur inn i eitt herbergi
- deilir heimili með áður ókunnu fólki?
„Skert geta til að sjá um sig sjálfur og nálgast aðdrætti er
náttúrlega stór þáttur. Einnig held ég að einmanaleikinn sé
miklu stærri þáttur en við gerum okkur almennt grein fyrir,
erfitt að vakna einn í hljóðri íbúð, sitja einn í þögninni. Útvarp
og sjónvarp nægja ekki til að rjúfa einmanaleikann. Sagt er að
börn þroskist ekki eins vel í dag vegna endalausrar mötunar
á afþreyingu, þar fer ekki saman hugur og hönd eins og þeir
öldruðu segja gjarnan. Sama má segja um eldra fólkið, það getur
lokast inni í einmanaleikanum."
Helga segist hafa skilið þetta betur þegar hún heyrði eina
heimiliskonuna lýsa þessu: „Auðvitað var erfitt að skilja allt
dótið sitt eftir, en það var enn erfiðara að vakna ein upp í hljóðu
húsi, nenna jafnvel ekki að klæða sig og vera næstum búin að
einangra sig. Þetta var mitt eigið val.“
„Mannleg samskipti eru með mikilvægari atriðum mannlifs-
ins,“ segir Helga. „Þótt heimaþjónustan sé mikilvæg, þá er ekki
nægilegt að fá mat og þrif, meiri samveru vantar. Það veitir ekki
sömu vellíðan að fá matinn sendan heim til sín í plastbakka,
eins og að finna matarlyktina meðan eldað er og skynja heima-
kenndina þar sem allt er eldað heima eins og hérna.
Virknin er lífið sjálft og mikilvægt að vera þátttakandi í heim-
ilislífinu. Heimilisfólkið hérna eru virkir þátttakendur. Þau geta
t.d. komið með mér að versla til heimilisins. í fyrravor fórum við
Heimilið er notalegt og heimilisfólkið unir sér vel saman í garðstofunni.
nokkrar saman að kaupa sumarblóm og settum þau niður í ker
hérna á svölunum okkur öllum til ánægju . Þau geta alltaf farið
ein inn á sín herbergi, en sumir sækja mikið í að vera með okkur
og sitja mest hér i stofunni. Sólstofan er líka vinsæll setkrókur.
Þaðan geta þau fylgst með öllum sem koma og fara.“ Smiðir eru
að vinna í húsinu og Helga segist hafa verið hrædd við ónæðið.
„En þau eru svo spennt að fylgjast með - það er eitthvað að
gerast!“
Helga vann áður á Sóltúni og segir hönnun hússins þar afar
mikilvæga. „Sóltúni er skipt upp í litlar einingar, engir langir
gangar sem eru svo stofnanalegir. Húsið hérna er eins og stórt
heimili og andar þannig á móti manni.“ Helga tók við heimilinu
fyrir ári síðan og segist hafa undrast gleðina innandyra. „Fólkið
demetra
Glæsilegur kristall og handunnið
íslenskt gler
Frábært verð - mikið úrval
Verið velkomin