Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 29
BBBI
Laxaflak bakaö í ofni
frá Ernu Helgu
Laxaflak meðalstórt (200 - 250 g á mann)
1 krukka Mangó Chutney
*/2 sítróna
salt, pipar og paprikuduft
100 g pistasíur (hnetur), afhýddar og saxaðar
Búið til álpappírsmót með börmum og látið í ofnskúffu.
Beinhreinsið flakið og leggið í mótið með roðhliðina
niður.
Setjið sítrónusafann, salt, pipar og paprikuduft að vild
yfir flakið.
Smyrjið Mangó Chutney þar yfir og að síðustu er flakið
þakið með hnetunum.
Bakið í miðjum ofni við 200 gráður í 15-20 mínútur eftir
þykkt flaksins.
Setjið meiri yfirhita eða glóð 2-3 síðustu mínúturnar.
Berið laxinn fram með soðnum hýðishrísgjónum og t.d.
sumarsalati.
í staðinn fyrir lax er ágætt að hafa silung eða lúðu.
Heilsudrykkur, svalandi
í sumarhitanum
Vert er aö minna á góða
gamla mysudrykkinn
Blandið hreinum ávaxtasafa t.d. appelsínusafa eða
þykkni og mysu saman. Setjið hálfar appelsínusneiðar
í drykkinn og ísmola ef vill. Drykkurinn er fitusnauður,
kalk- og C- vítamínríkur. Góður fyrir alla aldurshópa
Landgangar
Fljótlegt smurt brauð
aö ósk lesenda
Á myndinni eru eftirfarandi áleggstegundir:
Soðin egg og kavíar, tómatar, rækjur (gott er að festa þær
við sneiðina með doppu af mayonnes), reyktur silungur
(eða lax), skinka vafin utan um vínber (fest með tann-
stöngli). Hluti af salatblaði er hafður undir skinkunni.
Til bragðbætis og skrauts er steinselja, sítrónu- og gúrku-
sneiðar.
Á fatinu eru einnig hálfar steinlausar döðlur með gráða-
ostakremi þ.e. gráðaostur hrærður með dálitlum rjóma
og sprautað á döðluhelmingana.
Það er gaman og fljótlegt að smyrja landganga. Nýta
það sem fyrir er í kæli eða frysti og bæta við áleggi eftir
ví við hvaða tækifæri á að nota brauðið.
stað þess að smyrja nokkrar tegundir af litlum brauð-
sneiðum eru þrjár eða fleiri áleggstegundir settar á
sömu brauðsneið.
í landganga er best að nota formbrauð sem skorið er eftir
endilöngu, skorpurnar fjarlægðar og brauðið smurt. Hver
sneið er skorin í fjórar lengjur (að lengd eins og þvermál
kökudisksins) sem raðað er með dálitlu millibili á aflangt
fat. Síðan eru áleggstegundirnar lagðar á sneiðarnar
hverja fyrir sig, þannig að auðvelt sé að taka lengjurnar
af fatinu. Notið langskorin pylsubrauð ef vill.
Ég hlakka til að heyra frá
ykkur
Bryndís Steinþórsdóttir
hússtjómarkennari