Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 35

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 35
Fundaö um valkosti í búsetumálum almannatryggingar - og nýjar stefnur í málefnum aldraðra Reykjavíkurfélagið hélt almennan félagsfund á Grand Hótel 3. maí s.l. Fundinn sóttu á annað hundrað manns. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra flutti ávarp. Margrét Margeirsdóttir formaður félagsins flutti erindi um nýja steíhu í málefnum aldraðra og greindi m.a. firá einu af nýmælum nýrrar stjórnar - að efna til almennra félags- funda nokkrum sinnum á ári. Tilgangurinn er; annarsvegar að gera grein fyrir helstu verkefnum sem stjórn og framkvæmda- stjórn vinna að hverju sinni; hinsvegar að vekja umræðu um afmörkuð mál sem snerta hag aldraðra og félagið hefur sett á oddinn í baráttu sinni. A þessum fýrsta fundi var fjallað um almannatryggingar og valkosti í búsetumálum aldraðra. Margrét greindi frá kaupum á nýju húsnæði að Stangarhyl 4, en þangað flytur allt starf félagsins íjúní n.k. Framkvæmdastjórnin hefur gengið á fund stjórnvalda ríkis og borgar til að fylgja eftir fjölmörgum áskorunum sem félagið samþykkti á síðasta aðalfundi, þar á meðal endurskoðun á lögum um málefni aldraðra. Félagið leggur áherslu á að mörkuð verði ný stefna í búsetumálum aldraðra með ýmsum valkostum sem geri öldruðum kleift að halda sjálfstæði sínu og fjárræði, jafn- framt verði stoð- og heimaþjónusta efld verulega. A fundi með borgarstjóra var lögð fram áskorun frá aðalfundinum þar sem m.a. var lögð sérstök áhersla á: • Fjölgun þjónustuíbúða og dagvistarplássa. • Eflingu heimaþjónustu. • Örugga ferðaþjónustu aldraðra. • Hækkun viðmiðunartekna vegna afsláttar á fasteigna gjöldum. Einnig var lögð fram umsókn um lóð undir fjölbýlishús fyrir eldri borgara. I framhaldi af fundi með borgarstjóra hefur Lára Björnsdóttir formaður velferðarsviðs boðað til fundar þann 8. júní n.k. til að ræða frekar samþykktar áskoranir til borgarinnar. Framkvæmdastjórn fór á fund Karls Steinars Guðnasonar for- stjóra TR í apríl s.l. til að ræða m.a.: • áhrif kerfisbreytinga íbúðalánasjóðs á lífeyrisgreiðslur frá TR þegar húsbréfum var breytt í íbúðarbréf • endurreikning - tekjuáætlun • fyrirkomulag greiðslna á hjúkrunar- og dvalarheimilum, þannig að einstaklingar haldi fjárræði sínu * öryggishnappa • afsláttarkort Einnig fóru nokkrir fulltrúar stjórnar til Guðmundar Bjarna- sonar formanns Ibúðalánasjóðs í apríl s.l. til að ræða um áhrif kerfisbreytinga Ibúðalánasjóðs á lífeyrisgreiðslur TR þegar hús- bréfum var breytt í íbúðarbréf. Ætlunin er einnig að fara á fund ríkisskattstjóra til að ræða sama mál. Á félagsfundinum flutti Jón Sæmundur Sigurjónsson, skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, erindi sem hann nefndi Hugleiðing um aldraða og almannatryggingar. Hann kom víða við í yfirgripsmiklu erindi og verður nánar fjallað um það í haustblaðinu. Þriðja mál fundarins var kynning á valkostum í búsetu- málum, bæði í máli og myndum. Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar, fjallaði um þjónustu- og öryggisíbúðir sem henta vel eldri borgurum, en eru því miður af skornum skammti og langur biðlisti eftir slíkum búsetuúrræðum. Aðalsteinn Sigfússon, félags- málastjóri í Kópavogi, gerði grein fyrir sambýlum í Kópavogi sem rekin eru af sveitarfélaginu með fjárframlagi frá ríkinu. Sambýlin eru góður valkostur og þyrfti að leggja áherslu á að fjölga þeim, einkum virðast þau henta vel öldruðum sem þjást af heilabilun. Anna Birna Jensdóttir, forstjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, greindi frá starfsemi heimilisins sem hófst 2002, með rými fyrir 92 íbúa. Allir hafa sitt einkarými með snyrtingu, en Anna Birna lagði mikla áherslu á mikilvægi þess á hjúkrunarheimilum. Stefanía Björnsdóttir framkvæmdastjóri félagsins fjallaði um íbúðir í fjölbýlishúsum á vegum Reykjavíkurfélagsins, en um er að ræða á fjórða hundrað eignaríbúðir í ýmsum hverfum borgar- innar. Stefanía lagði áherslu á nauðsyn þess að borgin myndi efla þjónustu við íbúana í þessum fjöbýlishúsum. Að síðustu kynnti Sigríður Daníelsdóttir, sviðsstjóri á svæðis- skrifstofu fatlaðra á Reykjanesi, búsetuúrræði fyrir fatlaða í íbúða- og þjónustukjörnum. Þar er til staðar nauðsynleg þjónusta allan sólarhringinn. Sigríður taldi slík búsetuúrræði gætu hentað vel fyrir aldraða sem þyrftu mikla aðstoð og öryggi, þannig væri hægt að draga úr vistun á hjúkrunarheimilum. Kynningin á valkostum i búsetu var mjög vel sett fram og ákaflega fróðleg. Öllum framsögumönnum eru færðar þakkir íyrir þeirra framlag. í kaffihléi á fundinum söng karlakórinn Eldri fóstbræður undir stjórn Jónasar Ingimundarsonar við almennan fögnuð fundarmanna. Eru þeim einnig færðar bestu þakkir. Fundarstjóri var Helgi Seljan varaformaður félagsins. Helgi lífgaði fundarsetuna með snjöllum vísum á milli atriða sem féllu í góðan jarðveg. Næsti almenni félagsfundur er fyrirhugaður í október. Þá verða tekin fyrir málefni sem tengjast kjaramálum aldraðra. Margrét Margeirsdóttir tók saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.