Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 24
Brýnt að efla
landssambandið!
Pétur Guðmundsson spyr, af hverju samtök aldraðra ná ekki
betri árangri? Og svarar: Eftir 6 ára setu í stjórn Félags eldri
borgara í Reykjavík er mitt svar einfalt: Það verður að efla
starfsemi Landssambands eldri borgara svo um munar. Það er
einfaldlega ekki hlustað á þig nema því aðeins að stjórnvöld
viti að þú hafir mjög sterk Iandssamtök á bak við þig.
í þessu sambandi er rétt að benda á þriðju grein laga Lands-
sambands eldri borgara (LEB) sem hljóðar svo: „Markmið
Landssambands eldri borgara er að vinna að hagsmunamálum
aldraðra og að koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart
Alþingi, ríkisstjórn og öðrum, sem sinna málefnum aldraðra fyrir
landið í heild. Að öðru leyti starfa félögin sjálfstætt.“
Þannig er það alveg ljóst hver var tilgangurinn með stofnun
LEB og hvaða skyldum því er ætlað að gegna. Er ekki kominn
tími til þess að gera LEB það kleift að sinna þessum skyldum
sínum? Það hlýtur að vera öllum ljóst, að LEB verður að hafa fjár-
hagslegt bolmagn til þess að geta gert það sem lög þess kveða á
um. Fyrrum formaður LEB hefur unnið þrekvirki, en hann hefði
svo sannarlega átt það skilið að hafa sterkari samtök á bak við
sig.
Hvað höfum við svo gert? Á síðasta ári létum við 450 krónur
á hvern félagsmann renna til LEB, þetta árgjald er nálægt því að
vera andvirði fimm potta af mjólk. Halda menn og konur það
í raun og veru, að slíkt framlag komi til með að skila miklum
árangri í kjarabaráttunni?
Hinir vinsælu Artemis innigallar
fáanlegir hjá okkur
Einnig úrval af slæðum
stökum bolum og buxum fyrir sumarið
Saumastofa sendum í póstkröfu
^ÍSLANDS sími 581 33 30
Ég hef margsinnis bent á að það sé sanngjarnt að hluti af
þeim afslætti af kaupum á vöru og þjónustu sem LEB hefur aflað
félagsmönnum renni til starfsemi félaga eldri borgara.
Sem dæmi má nefna, að félagi í samtökum eldri borgara þarf
aðeins að kaupa þjónustu eða vörur fyrir 2000 krónur á mánuði
með 10% afslætti, sem LEB aflar félagsmönnum, til þess að fá
2400 krónur í afslátt af þeim viðskiptum á ári.
Geta eldri borgarar ekki látið þennan hagnað af þessum
viðskiptum renna til síns félags og LEB en haldið eftir fyrir sig
hagnaði af öllum öðrum viðskiptum?
Vegna þess að íbúar þéttbýlissvæða eiga auðveldara með að
nýta sér afsláttarkjörin, þá tel ég það mjög vel koma til greina að
þeir greiði hærri iðgjöld til LEB en fámennari landsbyggðarfélög.
Um 30 félög hafa færri en 100 félagsmenn, og þeir eru aðeins
um 11% af heildinni, þannig að lægra framlag þeirra vegur ekki
þungt í heildartekjum sambandsins. Hafa verður það í huga að
LEB hefur aflað þessa afsláttar meðal annars til þess að auðvelda
félagsmönnum að kosta starfsemi LEB.
Það veit ég af fenginni reynslu af greinarskrifum, að það er
alveg sama hvað þú hefur góðan málstað að verja og það með
góðum rökstuðningi, að það verður aldrei hlustað á þig, nema því
aðeins að stjórnvöld viti það að þú hafir mjög sterka hreyfingu á
bak við þig.
Þessu grundvallaratriði í okkar kjarabaráttu virðast sumir
eldri borgarar vilja gleyma.
Til þess að ná betri árangri þá fullyrði ég að það er aðalatriðið
að efla Landssamband eldri borgara. Þetta verða menn að hugleiða
vel, sérstaklega þeir sem halda það í alvöru að einstaklingur geti
í raun og veru haft úrslitaáhrif á gang mála. Einstaklingsframtak
er góðra gjalda vert, en það er því miður mjög takmarkað.
Margar leiðir eru til þess að afla LEB meiri tekna. Besta
leiðin væri að fá fleiri félaga. Núna eru aðeins um helmingur
landsmanna 67 ára og eldri skráðir félagar. Ef miðað er við 60
ára aldur, þá er þátttakan sennilega aðeins um 25%. Það ætti að
afnema 60 ára aldursmörkin. Það eru allir velkomnir sem vilja
styrkja starfsemi félaga eldri borgara. Einnig er sjálfsagt að leita
eftir fjárframlögum frá ríkinu og ekki síður frá landssamböndum
stéttarfélaga, vegna þess að þeim ber siðferðileg skylda til að
styðja kjarabaráttu sinna fyrrum félaga. Það verður hinsvegar
aldrei komist hjá því að grundvöllurinn að starfsemi LEB verður
að byggjast á framlagi félaganna til LEB.
Mér virðist það að um þúsund króna framlag hvers félags-
manns nægi til að gera LEB að öflugu tæki og það framlag sé
okkur ekki ofviða, með tilvísun til áðurnefndra afsláttarkjara.
Við verðum strax að stórefla starf LEB, meðal annars vegna
þess að kosningar til bæjarstjórna og Alþingis eru á næsta leiti og
við verðum að vera viðbúin. Það var rætt við okkur fyrir síðustu
alþingiskosningar, en svo vorum við hundsuð að þeim loknum.
Við erum reynslunni ríkari núna. Það má alveg hamra á þeirri
staðreynd að aldraðir eru um 15% kjósenda og það samsvarar 9
þingsætum! Ekki vegna þess að ég sé að hvetja til sérframboða,
heldur til þess að benda á að sitjandi ríkisstjórn verður að sýna
fyrir kosningar hversu mikils atkvæði okkar eru metin, og að allir
flokkar verða að sýna það ótvírætt hvaða kostir standi okkur til
boða.
Að lokum vil ég benda á það að um þessa eflingu á starfsemi
LEB verður að nást veruleg sátt innan aðildarfélaganna, því ef
ekki, þá er af tvennu illu betra að hjakka áfram í sama farinu en
að efna til illdeilna innan sambandsins.
Pétur Guðmundsson
■aaa