Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 53
Ambögumálfar
egar olíukóngarnir urðu uppvísir að ólöglegu samráði á
síðasta ári var málinu vísað til stofnunar sem ber nafnið
Samkeppnisstofnun. Orðið hefur forskeyti og er samsett úr
tveimur orðstofnum. Um samsett orð gilda reglurnar að fyrri
hlutinn skal vera stofn orðsins, eignarfall eintölu eða eignarfall
fleirtölu. Orðið keppni er óbeygjanlegt kvenkynsorð sem endar á
i og er ekki til í fleirtölu nema hjá þeim allra hörðustu. Við höfum
fullt af svona kvenkynsorðum sem enda á i og eru óbeygjanleg.
Dæmi: gleði, heppni, samheldni, bjartsýni, leikfimi, elli, hlýðni,
hnýsni, fyndni, reiði. Þegar þessi orð koma sem fyrri hluti sams-
etts orðs, verður sá hluti óbreyttur. Dæmi: gleðisöngur, heppni-
sigur, bjartsýnikast, leikfimihús, elliglöp, reiðikast.
Samkeppnisstofnun á því að heita Samkeppnistofnun. Þér
finnst orðin í upptalningunni hér á undan líklega mismunandi
kunnugleg. Það stafar af því að þetta auka s hefur ekki enn náð
að troða sér inn í samskeytin i öllum orðunum. Við erum vön
essinu í sumum orðum en ekki í öðrum sem betur fer. Hendum
essinu út þar sem það á ekki heima.
Hvernig stendur á því að við höfum troðið essinu inn í sam-
skeytin á nokkrum samsettum orðum þar sem það á ekki að
vera? Astæðan er vafalítið að við eigum allmörg hvorugkynsorð
sem bæta við sig s í eignarfalli eintölu og þar sem slíkt orð er
fyrri hluti í samsettu orði og eignarfall orðsins notað kemur essið
sjálfkrafa og á þarna heima með réttu. Við höfum gleymt að taka
mið af þessum mun. Pössum okkur á óbeygjanlegu kvenkyns-
orðunum í fyrri hluta samsetts orðs. Ekki setja s þar inn.
I dag höfum við í málinu orðin ráðunautur og ráðuneyti.
Ef við skoðum aftur reglurnar um samsett orð, kemur í ljós að
ráðu á ekki rétt á sér. Stofninn er ráð, eignarfall eintölu ráðs og
eignarfall fleirtölu ráða. í ritverki frá næstsíðustu aldamótum er
talað um ráðanauta. Ráðaneyti hef ég ekki fundið en eins og allir
geta séð passar ráðu ekki eftir reglunum. Hreinsum frekar en
sóða út.
Þorsteinn Pétursson
Árbergi 3, 320 Reykbolt
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
Skóverslunin ■ iljaskinn
- 60 S
Miðbæ Háaleitisbraut 58 - 60 Sími: 553 2300
www. iijaskinn. is
■
Sumarið 2005 er komið
einstaklega fallegir
sumarskór í
Iljaskinni
Góðir skór og stuðningssokkar