Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 40

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 40
Ruth við hliðina á gamla bílnum frá 1920, sem stendur við dyrnar og skreytir umhverfið. Danska frúin við Silfurtorg Ruth Tryggvason sigldi hingað með Esjunni í febrúar 1950. Fjöldi manns stóð á Beejarbryggjunni til að sjá dönsku frúna hans Aðalbjarnar, heimsborgardömuna sem búin var að afgreiða í fínustu verslun Kaupmannahafnar, dansmeyjuna sem búin var að æfa steppdans frá unga aldri. Hvernig skyldi hún falla inn í mannlífið — hér á hjara veraldar? Hún var ekki búin að vera nema viku á ísafirði, þegar breski kon- súllinn, tengdafaðir hennar sagði: „Það vantar afgreiðslustúlku í bakaríið!“ Ruth fór að afgreiða, lærði að segja rúg- brauð og fransbrauð, gjörðu svo vel og þakka þér fyrir. Danska frúin er enn á ísafirði. Var danskur konsúll fyrir drottn- inguna 1970-’91. Tók við húsgagna- verslun og bakaríi á sínar fíngerðu herðar þegar Aðalbjörn lést fyrir 35 árum síðan - og hún stóð ein uppi með þrjú börn. Ruth lifir enn lífinu eins og ung stúlka. Fer á fætur kl. 7, vinnur fullan vinnudag í bakaríinu, sinnir bústaðnum í Tungu- skógi, stundar menningarlífið, skokkar og hleypur, skíðar á veturna, slær golfkúlur á sumrin. - Og Silfurtorgið á að vera til fyrirmyndar! Hluti af uppeldinu að börn hendi ekki drasli, segir hún. Bæjarbúar sjá stundum dönsku frúna sína sópa og tína upp drasl. Ruth gefur gott fordæmi. Auðvitað legg ég leið mína inn í Gamla bakaríið þar sem Ruth ræður ríkjum. Morgunn - og bæjarbúar streyma inn í Gamla bakaríið. Karlarnir fá sér kaffi og köku, setjast í kaffihornið með morgun- blöðin. Unglingarnir úr skólanum koma í frímínútunum, fá sér kókómjólk og snúð. Silfurtorgið er hjarta ísafjarðar og Gamla bakaríið er miðpunktur mannlífsins. Þær eru þrjár við afgreiðslu, tvær ungar stúlkur og Ruth, grönn og stelpuleg með rauða svuntu, merkta Gamla bakaríinu. Sagt er að sumir bíði eftir að Ruth afgreiði þá, hún stingi oft meiru ofan í pokann, einkum er líða fer á daginn. Isfirðingar eiga sögur um þær persónur sem þeim þykir vænst um. Ruth er ein af þeim. „Komdu upp til mín,“ segir hún - og hleypur upp stigana á fjórðu hæð án þess að blása úr nös eða hvíla sig. „Já, maður hleypur upp og niður stigana oft á dag,“ segir hún. Uppi á fjórðu hæð er íbúð sem Ruth lét innrétta fyrir sig þegar börnin voru farin að heiman. Hér er margt fal- legra muna, píanó og antikskápur standa eins og sniðnir inn í umhverfið. Enda lét húsmóðirin teikna íbúðina í kringum sína húsmuni, ekki öfugt! Þegar gróðurinn er í fullum blóma bíður Ruth eldra fólkinu á Hlíf inn í sumarbústað. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.