Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 22
Frá frægri garðveislu í Sunnuholtinu. Allir urðu að bera höfuðföt.
Sálin er ung og hömlulaus
- segir Úlfar Ágústsson kaupmaður í Hamraborginni
sem er stundum svo veikur að ellin sækir á
Verslunin Hamraborg stendur við
Hafnarstræti á ísafirði, nokkur
skref frá Silfurtorgi. Úlfar Ágústs-
son stofnaði Hamraborgina ásamt fjórum
öðrum 1968, tók einn við rekstrinum
1971, en nú eru synir hans teknir við.
Úlfar er búinn að láta mikið að sér kveða
í bæjarlífinu, sagður hafa ákveðnar
skoðanir á hlutunum og ófeiminn að láta
þær í ljós. Úlfar er enn önnum kafinn á
bak við búðarborðið, en gefur sér tíma til
að setjast á skrifstofuna og spjalla.
Fjölskyldan sameinast i rekstrinum
hér eins og víða í miðbæ Isafjarðar. Eigin-
konan, Jósefína Gísladóttir, er önnum
kafin að útbúa snittur og samlokur. „ína
var talsímavarðstjóri hjá símanum, en
tók við brauðdeildinni hérna 1977, en þá
hafði brauðdeildin verið að þróast úr engu
í starf fyrir tvær konur. Nú seljum við 300
einingar á dag fyrir utan allt annað. Hún
tekur líka að sér veisluþjónustu úti í bæ,“
segir Úlfar.
Úlfar er myndarmaður, en tregafullt
blikið í augunum sýnir að maðurinn
glímir við erfiðleika. „Eg er eiginlega
löngu hættur," segir hann. „Synir mínir
tveir komu að versluninni eftir sína skóla-
göngu - með ólikar skoðanir á hlutunum.
Eg vildi leyfa þeim að byggja fyrirtækið
upp, ákvað að draga mig í hlé og fór að
vinna við höfnina. Þar var ég skyndilega
orðinn byrjandinn, yngstur í starfi - ég
sem hafði verið í stjórnunarstarfi frá 20
ára aldri! Þetta þoldi ég ekki, þótt mér
líkaði vinnan. Eg var kominn á aldur og
fékk enga vinnu, svo að ég fór að vinna
hér aftur hjá strákunum.“
Úlfar horfir fast á mig, segir svo: „Ég
þjáist af skammdegisþunglyndi. Undan-
farna vetur hef ég dvalist erlendis í 3-4
mánuði. Ég er svo heppinn að eiga þetta
fyrirtæki og kem hingað að hjálpa til.
Við hjónin förum til Spánar, Portúgal
eða Kanaríeyja - og eftir viku í sólinni er
ég orðinn góður. En ég má ekki verða of
langt leiddur áður en ég fer út. Einkennin?
Þú veist ekkert, getur ekkert og mannst
ekkert. Skelfilegur sjúkdómur, þótt hann
sjáist ekki.
Miklu fleiri þjást af þessu en maður
veit um. Ég tók þá stóru ákvörðun að
segja opinberlega frá þessu. Þá kom til
mín slíkur hópur fólks að spyrja um þetta.
Ég vil segja við öll mín þjáningarsystkini:
Notið tækifærið á meðan þið getið! Gerið
ráðstafanir á meðan þið eruð í lagi! Látið
ekki teyma ykkur út í þunglyndi! Ég
ræddi þetta við kunningja í Reykjavík og
sá þá að fleiri voru í útíöndum á veturna,
þeiin leið svo illa heirna. Sólin og birtan
- gera mann sterkan og öflugan.
Á sumrin stendur ekkert fyrir mér. Ég
tók t.d. að mér að sjá um Sjóíþróttahátíð
ísafjarðar, 4. og 5. árið sem hún var haldin.
Hátíðin gekk svo vel að ég sá ísafjörð fyrir
mér sem sjóíþróttastað íslands í framtíð-
inni á alþjóðlegum grunni. En ég var ekki
beðinn aftur. Þá fór maður að hugsa, er ég
orðinn of gamall eða passa ég ekki lengur
inn í kerfið?
Stundum er ég svo veikur að mér
finnst ég vera gamall - en sálin er mjög
ung og hömlulaus.
Stór hluti af mínum jafnöldrum má
reikna með að lifa 20-30 ár í viðbót.
Sumum finnst þeir vera svo mikið fyrir,
að þeir setjast til hliðar, brosa við barnab-
örnunum, prjóna eða dunda. Börnin okkar
mega ekki líta á okkur sem geymslustað
fyrir sín börn. Oft er svo mikill hroki í
yngra fólki. Ég var líka hrokafullur ungur
maður. Foreldrar mínir og tengdaforeldrar
komu úr öðru umhverfi og allt öðrum
aðstæðum. Ég sótti ekki þá þekkingu til
þeirra, en nú sé ég hvað er vitlaust að nýta
sér ekki reynslu og þekkingu þeirra sem
eldri eru.
Félagsmálin: Ég varð Lionsmaður 1965
og er það enn. I Frímúrararegluna gekk ég
1980, en árið 1978 missti ég son minn í
bílslysi. Birtan og samkenndin hjá frímúr-
urum fleytti mér i gegnunr þá erfiðleika,
gáfu mér nýja sýn á lífið. Eg er einn af
stofnendum Kaupmannafélags Vestfjarða.
Svo var ég fréttaritari Morgunblaðsins frá
77 og skrifaði að ég held jákvæðar fréttir
úr kviku nrannlífsins hérna. í tíu ár var
ég formaður Tónlistarfélags ísafjarðar. Ég
nýt tónlistar án þess að skilja hana, en