Listin að lifa - 01.06.2005, Page 36

Listin að lifa - 01.06.2005, Page 36
Vestfirðir - paradís ferðamannsins! r Aundanförnum árum hafa mögu- leikar ferðamanna til afþreyingar á Vestfjörðum eflst svo mjög að nú jafnast svæðið á við það besta sem gerist á landinu. Samgöngur við svæðið og innan þess eru orðnar mjög auðveldar á sjó og landi og flugleiðis. Ein helsta perla Vestfjarða er Vigur, en um 3.000 ferðamenn heimsóttu eyjuna sumarið 2004. í Vigur gefst ferðamönnum tækifæri á að skoða fjölskrúðugt fuglalíf t.d. æðarfugl, lunda og teistu. í eynni iDAH er minnsta pósthúsið í Evrópu og eina vindmylla landsins. Þaðan er víðsýnt og fagurt um að litast. Að Hesteyri í Jökulfjörðuin er gaman að koma, en þar lagðist byggð í eyði sem kunnugt er upp úr 1950. Binna í Læknishúsinu tekur vel á móti gestum í húsinu sem stendur á árbakkanum með útsýni yfir óteljandi læki hinum megin fjarðarins. Norsk hvalveiðistöð stendur innar í firðinum og minnir á gullaldarár byggðarinnar. Ein af mörgum nýjum ferðum sem Vesturferðir bjóða upp á í sumar er skoð- unarferð út í Grímsey á Steingrímsfirði. Farið er frá Drangsnesi á Ströndum, en um tíu mínútna sigling er að eyjunni. í Grímsey er auðugt fuglalíf og geysilega mikil lundabyggð, en áætlað er að um 800- 900 þúsund pör af lundum séu í Grímsey. Skáleyj ar eru einu eyj arnar í Breiðafirði, utan Flateyjar, sem eru í byggð. í sumar gefst kostur á að sigla frá Reykhólum út í Skáleyjar og ganga þar um með leiðsögn ft! - -- ;V-"' , heimamanna. Eftir skoðunarferðina er boðið upp á „alvöru íslenskan mat“, m.a. selshreifa, harðfisk og tilheyrandi. Söfn á Vestfjörðum eru mjög mörg og fjölbreytt. Safnahúsið í Neðstakaupstað, verbúðin í Ósvör, vélsmiðjan gamla og fræga á Þingeyri, minja- og flugsöfhin að Hnjóti og fleiri mætti nefna. Þá eru ótalin handverkshúsin sem finnast í öllum þorpum og bæjum. A rölti um Isafjarðarbæ gefur að líta gömul og sögufræg hús, t.d. elstu húsaþyrpingu landsins í Neðsta- kaupstað og nýuppgerða Faktorshúsið í Hæstakaupstað. Vesturferðir eru til húsa i Aðalstræti 7, Edinborgarhúsinu á ísafirði og er Upp- lýsingamiðstöð ferðamála á Vestfjörðum rekin samhliða ferðaskrifstofunni. Opið er í sumar ffá 08:00 til 18:00 á virkum dögum, en frá 10:00 - 15:00 um helgar. Nánari upplýsingar um allt ofangreint má finna á vefnum www.vesturferdir.is. Sjáumst á Vestfjörðum í sumar!

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.