Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 2

Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 2
Sjónvarpsstöðin Sky í Bretlandi hefur tilkynnt að ráðist verði í gerð framhalds af spennuþátt- unum Fortitude. Þeir voru að mestu teknir upp á Austurlandi og samkvæmt frétt á vef RÚV er búist við því að önnur þáttaröðin verði sömuleiðis tekin hér. Gengið hefur verið frá ráðningu Björns Hlyns Haraldssonar og fleiri leikara í aðra þáttaröðina. Framleiðslukostnaður þáttanna hér á landi nam 1,2 milljörðum króna, sam- kvæmt yfirliti Kvikmynda- miðstöðvar Íslands. Síðasti þáttur fyrstu þáttaraðar- innar var sýndur í Bretlandi í gærkvöldi en þættirnir hafa undanfarið verið sýndir á RÚV. Guðrún Ágústa ráðin til ASÍ Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri ASÍ. Guðrún Ágústa var bæjarstjóri í Hafnarfjarðar frá 2012 til 2014 og hafði setið í bæjarstjórn þar frá 2006. Undanfarið hefur hún starfað hjá Strætó bs. Guðrún hefur störf hinn 1. maí næstkomandi. Malbikun frestað vegna veðurs Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur fyrirhuguðum malbikunarframkvæmdum í Hvalfjarðargöngunum um helgina verið frestað. Ráðgert hafði verið að göngin yrðu lokuð frá föstudagskvöldi og fram á mánudagsmorgun en nú hefur fram- kvæmdunum verið slegið á frest. Göngin verða því opin um helgina. Önnur þáttaröð af Fortitude tekin hér á landi Kíló af dópi og sjötugur með stera Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tæpt kíló af sterkum fíkniefnum á dögunum. Í fréttatilkynningu frá lögreglu kemur fram að um var að ræða 650 grömm af amfetamíni og 250 grömm af ecstasy (MDMA). Fimm húsleitir voru framkvæmdar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en auk fíkniefna var lagt hald á fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Tveir karlar voru handteknir vegna málsins. Þá lögðu tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hald á stera, bæði í vökvaformi og töfluformi, hjá manni um sjötugt. Maðurinn var að koma frá Taílandi með millilendingu í Osló. Hann var sömuleiðis með á annað þúsund skammta af lyfseðilsskyldum lyfjum. BARA KLASSÍK. STUNDUM VILL MAÐUR ÞÁ ER TÍMI FYRIR SÍGILT SÚKKULAÐI. TÍMI FYRIR F élagsmenn Bandalags háskóla­menntaðra hittust á samstöðufundi við Lækjartorg í hádeginu í gær, fimmtudag, og gengu fylktu liði upp í fjár­ málaráðuneyti þar sem fjármálaráðherra var afhent áskorun. BHM skorar á stjórn­ völd að forgangsraða í þágu þekkingar og að meta menntun til launa. Menntun sé for­ senda framfara og hagsældar í landinu. Mikil samstaða „Fundurinn gekk mjög vel og sýndi vel að það er sterkur hópur sem stendur á bak við okkur og þá vinnu sem við erum að vinna,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Páll segir fund samninganefndar ríkis­ ins sem fram fór á miðvikudag ekki hafa skilað miklu. „Ríkið hafði ekkert fram að færa sem var í áttina að lausn deilunnar. En eins og ég hef alltaf sagt, þrátt fyrir að manni finnist einstaka fundir ekki skila neinu, þá er auð­ vitað alltaf betra að fólk sé að tala saman. Þá eru menn allavega að vinna.“ 3,5% hækkun ekki boðleg Páll segir ríkið ekki vilja hvika frá 3,5% hækkun. „Okkar grunnkrafa er sú að menntun sé metin til launa á Íslandi. Það hefur komið mjög skýrt fram að það að leggja á sig nám er ekki að skila sér í launum. Það er okkar grunnkrafa að menntun sé metin til launa, það er spurning hversu langt við komumst í því en það sem ríkið býður erum við ekki sátt við.“ Páll segir menn frekar horfa í pró­ sentuhækkanir frekar en krónutölu­ hækkanir, en aðrar lausnir, líkt og mögu­ leg stytting vinnuvikunnar, geti komið til greina. „Þetta eru allt saman hlutir sem gætu komið fram sem lausn og þess vegna er svo erfitt að nefna einhverja prósentutölu. Lausnin getur verið svo margþætt og misjöfn eftir því til hversu langs tíma er samið.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Landsnet tengir lagningu jarðstengs yfir Sprengisand lagningu sæstrengst til Bretlands. Myndin er frá aðalfundi Landsnets. Ljósmynd/Hreinn Magnússon  RaFoRka SæStRenguR til BRetlandS talinn aRðSamt veRkeFni Jarðstrengur yfir Sprengisand mögulegur í tengslum við sæstreng Eins og staða flutningskerfis raforku hér á landi er nú koma flutningstakmarkanir í veg fyrir staðsetningu nýrra meðal­ stórra fyrirtækja utan suð­ vesturhluta landsins, nema í Þingeyjarsýslum þar sem aukin orkunotkun er möguleg í samræmi við aukna orku­ vinnsla á svæðinu. Þetta kom fram á aðalfundi Landsnets í gær, fimmtudag. Þeir valkostir sem Landsnet horfir til vegna uppbyggingar meginflutnings­ kerfisins eru annars vegar styrking byggðalínuhringsins og hins vegar hálendisleið þar sem loftlína alla leið, eða loftlína með allt að 50 km jarð­ streng, eru valkostir. Að mati Landsnets er jarðstrengur með jafnstraumstækni alla leið yfir Sprengisand varla raunhæf lausn nema í tengslum við sæ­ streng til Evrópu. „Að mati flestra er sæ­ strengur til Bretlands arðsamt verkefni enda er arðsemi for­ senda fyrir því að lagt yrði í slíka framkvæmd,“ segir enn fremur. „Sæstrengur væri líka hagkvæm leið að mati Lands­ nets til að tryggja orkuöryggi á Íslandi. Orkuöryggi, sem leyst er eingöngu með uppbygg­ ingu íslenskra orkuvera, er að jafnaði mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið. Sæstrengur myndi jafnframt skapa markað fyrir orku sem ekki selst innan­ lands og væri því arðsamur fyrir orkuframleiðendur sem myndu tengjast markaði sem borgar hærra raforkuverð. Sæ­ strengurinn myndi hins vegar líka auka þörfina á flutnings­ mannvirkjum og leiða til hærra orkuverðs á Íslandi.“ ­ jh  SamStöðuFunduR veRkFall BandalagS háSkólamenntaðRa Erfitt að nefna ákveðna prósentuhækkun Allsherjarverkfall 17 aðildarfélaga Bandalags háskólamenntaðra, BHM, sem telja um 3000 manns, var sett klukkan 12 í gær, fimmtudaginn 9. apríl og stóð yfir í fjóra tíma. Páll Halldórsson, for- maður BHM, segir menntun á Íslandi ekki vera metna til launa og að 3,5% hækkun sé ekki boðleg. Hann segir erfitt að nefna ákveðna prósentuhækkun því samningar geti verið margþættir. Það var mikill hugur í fólki á samstöðufundi félagsmanna BHM á Lækjartorgi í gær, fimmtudag. 3000 félagsmenn lögðu niður störf frá klukkan 12 til 16. Alls lögðu 566 félagsmenn BHM niður störf á miðvikudag og dróst starfsemi Landspítalans saman um hátt í helming vegna verkfalls félagsmanna á sjúkrastofnunum í landinu. Ljósmynd/Hari Fundurinn gekk mjög vel og sýndi vel að það er sterkur hópur sem stendur á bak við okkur. 2 fréttir Helgin 10.-12. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.