Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 4

Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 4
B rýnasta verkefni nýs rektors er fjár-mögnun Háskólans,“ segir Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu og prófessor í rafmagns- og tölvu- verkfræði við Háskóla Íslands, sem býður sig fram í starf rektors Háskóla Íslands. „Skólinn var þegar undirfjármagnaður fyrir hrun, síðan var skorið niður um 20% og við það hef- ur bæst 20% fjölgun nemenda. Ég mun leita eftir samningum við ríkið til að fjármagna 2/3 af því sem til þarf til að ná sambærilegri fjármögnun og norrænir rannsóknaháskólar en síðan leita leiða til að HÍ afli 1/3 með sjálfsaflafé, til að mynda með vísindastyrkj- um, stuðningi frá samfélaginu og hollvinum skólans. Aukið fjármagn til Háskólans er nauðsynleg forsenda fyrir mörgum þeim breytingum sem ráðast þarf í,“ segir hann. Nýr rektor verður kjörinn af bæði starfs- mönnum háskólans og stúdentum þann 13. apríl. Auk Jóns Atla eru í framboði þau Einar Steingrímsson, prófessor við Strathclyde-há- skóla í Glasgow í Skotlandi og Guðrún Nor- dal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum og prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands sem var í viðtali í Fréttatímanum fyrir viku. Jón Atli er einn afkastamesti vísindamaður háskólans. Hann er höfundur meira en 300 fræðigreina og bókarkafla. Rannsóknir hans hafa vakið athygli sem sést meðal annars af því að mikið er vitnað til verka hans og hann er eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Áhugamál hans kunna að koma á óvart en Jón Atli er sérlegur áhugamaður um rokk- og pönktónlist og á dágott plötusafn. „Á unglingsárunum hlustaði ég á Deep Purple og Led Zeppelin en þegar pönktón- listin kom átti hún hug minn allan og ég er mikill aðdáandi Clash og The Fall en hef líka mjög gaman af því að hlusta á Bob Dylan, Joni Mitchell og alls konar nýrri tónlist,“ segir hann. Jón Atli stýrði um tíma þætti á Rás 2 og árið 1992 tók hann ítarlegt viðtal við Frank Zappa, ásamt félaga sínum Kolbeini Árnasyni, sem var spilað í útvarpsþættinum Smiðjunni. „Við vorum búnir að fá að gera fimm þætti um goðsögnina Frank Zappa en fengum vilyrði um sex þætti ef við myndum útvega viðtal við hann. Við skrifuðum því bréf og sendum fax og loksins var viðtals- beiðnin samþykkt. Þetta var ári áður en hann lést úr krabbameini en hann hafði ekki veitt viðtal eftir að hann veiktist. Við urðum að vonum kátir þegar Zappa féllst á að tala við okkur í síma þótt það þýddi að við urðum að tala við hann um miðja nótt. Hann var mjög skemmtilegur viðmælandi og á endanum var hann farinn að spyrja okkur um Ísland og eldfjöllin,“ segir hann en þeir eru einu Ís- lendingarnir sem hafa tekið viðtal við Frank Zappa. Jón Atli er kvæntur Stefaníu Óskarsdóttur, stjórnmálafræðingi og dósent við Stjórnmála- fræðideild Háskóla Íslands. Þau eiga tvo syni, Benedikt Atla, sem er nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, og Frið- rik sem er nemi í Melaskóla. Eitt af áherslumálum Jóns Atla er að gera HÍ að fjölskylduvænni vinnustað. „Það teng- ist fjárþörfinni að álag á starfsmenn hefur verið gríðarlegt, ekki bara kennara heldur líka innan stjórnsýslunnar. Hlutfall nemenda á hvern kennara er tvöfalt hærra hér en skól- um á Norðurlöndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum að fjölga starfsfólki, bjóða upp á endurmenntun, auka námsfram- boð á framhaldsstigi og koma með nýja fjöl- skyldustefnu. Háskólinn verður að bjóða upp á samkeppnishæf laun. Ég vil leita allra leiða til að bæta kjör og aðbúnað starfsfólks, draga úr álagi, og auka starfsánægju.,“ segir hann Fyrst og síðast sé meginmarkmið Háskóla Íslands að þjóna nemendum sem best. „Með betri fjármögnun getum við tryggt bestu kennsluhætti sem kostur er á. Þrátt fyrir sársaukafullan niðurskurð hefur rannsóknar- starf við skólann aukist og mikilvægt er að halda sókninni áfram á öllum vígstöðvum svo hægt sé að þjóna íslensku samfélagi sem best,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Síminn á markað Stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins, Síminn, verður skráð á hlutabréfa- markað í haust. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi frá þessu á Kaup- hallardögum Arion banka. Þetta verður í annað sinn sem Síminn verður skráður á markað, en félagið var skráð í upphafi árs 2008. Afdrif Fiskistofu enn óráðin Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að ekki verði kapp lagt á að áætlanir um flutning Fiskistofu til Akureyrar á þessu ári standist. Í samtali við Morgun- blaðið vill hann ekki gefa upp hvenær flutningurinn muni eiga sér stað. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri er ósáttur við þessar tafir og segir að annað hvort eigi að hætta við flutninginn eða taka skrefið og klára dæmið. 183.000 farþegar ferðuðust með Icelandair í millilandaflugi í mars. Þetta er 15 prósent aukning frá í fyrra. Eik hagnast Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á síðasta ári nam 1.336 milljónum króna. Það er um 110 milljónum meiri hagn- aður en árið áður.  Vikan sem Var Varð fyrir eldingu Flugvél Icelandair, Herðubreið, varð fyrir eldingu á þriðjudag á leið frá Keflavíkurflug- velli til Denver. Eldingin gataði nef vélarinnar sem lenti þó heilu og höldnu í Denver. Drottningarnar deila Lífsstílsdrottningarnar Ellý Ármannsdóttir og Marta María Jónasdóttir eru komnar í hár saman vegna fréttaskrifa um líf fræga fólksins. Ellý, sem nýverið opnaði Fréttanet- ið, hefur kvartað undan vinnubrögðum stall- systur sinnar til framkvæmdastjóra Morgun- blaðsins. Ellý er ósátt við að á Smartlandi Mörtu hafi birst fréttir sem áður birtust hjá henni – án þess að heimilda væri getið.  menntamál næsti rektor Háskóla Íslands kjörinn á mánudag Þegar pönk- tónlistin kom átti hún hug minn allan. Tók viðtal við Frank Zappa Jón Atli Benediktsson er einn afkastamesti vísindamaður Háskóla Íslands og er höfundur meira en 300 fræðigreina og bókarkafla. Hann er prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði en færri vita að hann er mikill áhugamaður um pönktónlist, hann safnar hljómplötum og tók viðtal við sjálfan Frank Zappa skömmu áður en hann lést. Jón Atli býður sig fram til embættis rekstors Háskóla Ís- lands en kosið verður á mánudag. Jón Atli Benedikts- son er einn þriggja frambjóð- enda til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann segir mikilvægt að blása til sóknar eftir sársauka- fullan niðurskurð. Ljósmynd/ Hari Veður Föstudagur laugardagur sunnudagur HæglætisVEður, En Vægt frost. snjók. A-lAnds síðdEgis. HöfuðborgArsVæðið: ÚrKOMulAuSt Og nOKKuð BJArt. n-stórHríðArVEður norðAntil, VætA AustAst, En þurrt s-lAnds. HöfuðborgArsVæðið: StrEKKIngSvInDur En Að MEStu Þurrt. Hægur Vindur Aftur og kAlt í VEðri. fEr Að rignA sV-lAnds síðdEgis. HöfuðborgArsVæðið:BJArt og vægt FroSt, En HLýnAr og MEð rIgnIngu. norðan hret í vændum Ef páskar hefðu verið um helginni síðar hefði komandi hret á laugardaginn mögulega verið flokkað með verri páskahretum. Það lítur út fyrir að lægð dýpki fyrir austan land og stórhríð verði á laugardag, fyrst á vestfjörðum, en síðan á norður- og norðaustur- landi. Í byggðum austast mun hins vegar blotna. gengur niður að mestu um nóttina, en á sunnudags- kvöldið verður vaxandi vindur suðvestantil með rigningu en snjókomu á fjallvegum. 1 -1 0 -1 -1 -1 -3 -2 0 -1 -2 -4 -6 -5 -3 Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 10.-12. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.