Fréttatíminn - 10.04.2015, Qupperneq 18
Vilhjálms minnst á tónleikum
É g ákvað að hafa móttöku fyrir fjölskyldu Vilhjálms, vini og samstarfsmenn í
Hörpu á milli tónleikanna,“ segir
Friðrik en tónleikarnir verða
tvennir í Eldborg á laugardag.
„Þetta er í kringum 50 manns
og mér finnst það við hæfi. Villi
Vill er einn besti söngvari sem
þjóðin hefur átt og lögin hans
hafa lifað með þjóðinni í næst-
um hálfa öld,“ segir Friðrik
sem stendur einnig í allri fram-
kvæmd tónleikanna.
„Það gengur vel og það er að
mörgu að huga,“ segir Friðrik.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég
framleiði svona sýningu þar sem
ég leiði prógrammið um leið á
sviðinu. Umfangið við svona tón-
leika hefur breyst svo mikið og
aukist síðan ég byrjaði að gera
þetta. Sem betur fer er þetta pró-
gram eitthvað sem ég kann aftur
á bak og áfram,“ segir Friðrik.
Umgjörðin skiptir máli
Friðrik hefur undanfarin 4 ár
haldið fjölmargar tónleikasýn-
ingar, eins og hann kallar þær,
í stærstu húsum landsins, í
nafni fyrirtækis síns, RIGG, og
alltaf er fullt. Hann er metn-
aðarfullur og hefur tekið þessa
tegund tónleika upp á annað
plan, að mörgum finnst. „Fyrsta
sýningin sem ég setti upp var
George Michael sýning sem ég
setti upp á Broadway árið 2007
og síðan hefur þetta vaxið og
stækkað jafnt og þétt,“ segir
Friðrik. „Ég ætlaði aldrei að
fara út í það að halda tónleika,
sérstaklega ekki tónleika sem
ég var ekki að syngja á sjálfur.
Þegar ég var krakki þá var ég
alltaf að setja upp sýningar með
vinahópnum,“ segir hann. „Öll
umgjörð vakti alltaf rosalegan
áhuga hjá mér. Umgjörð skiptir
miklu máli og núna legg ég
mikið upp úr því. Það hefur
verið tekið eftir því og fólk er
að sjá að þetta virkar. Nú eru
aðrir tónleikahaldarar búnir að
sjá að þetta skiptir máli og ég
Á morgun, laugardaginn 11.
apríl, verða 70 ár því að Vil-
hjálmur Hólmar Vilhjálmsson
fæddist í Merkinesi í Höfnum
á Suðurnesjum. Fólk man
ljúfa tenórrödd þessa ástsæla
dægurlagasöngvara og það
sem meira er, ungt fólk sem
fætt er löngu eftir fráfall
Vilhjálms dáir lögin sem hann
gerði að sínum með persónu-
legum og áreynslulausum
söngstíl.
Vilhjálmur ætlaði aldrei að
verða dægurlagasöngvari.
Stefnan var sett á há-
skólanám. En enginn má
sköpum renna. Fyrstu skrefin
á söngbrautinni voru stigin í
Menntaskólanum á Akureyri.
Síðan tóku við sigrar með
hljómsveitum Ingimars Eydals
og Magnúsar Ingimarssonar.
Þá urðu plöturnar vinsælar
sem Vilhjálmur söng inn á
ýmist einn eða með Elly,
systur sinni. Mörg lög lifa enn
í minningunni hátt í fimmtíu
árum eftir að þau komu út,
svo sem Lítill drengur, Við
eigum samleið og Bíddu
pabbi, svo að örfá séu nefnd.
Tónleikarnir verða á eftir-
töldum stöðum; 11. apríl í Eld-
borgarsal Hörpu í Reykjavík,
17. apríl í Íþróttahúsinu Nes-
kaupstað og 18. apríl í Menn-
ingarhúsinu Hofi á Akureyri.
Finnur sig í nýju
hlutverki eftir 20
ár í bransanum
Um helgina er það haldið hátíðlegt með tvennum stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu
að 70 ár eru liðin frá fæðingu Vilhjálms Vilhjálmssonar. Skipuleggjandi tónleikanna er
söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur undanfarin ár skipulagt fjölmarga
tónleika sem notið hafa gríðarlegra vinsælda. Hann segir skipulagningu og fram-
kvæmd tónleikasýninga af þessu tagi vera mikla, en passar þó upp á að hlutverk sitt
sem söngvara gleymist ekki. Fjölskylda Vilhjálms mun verða viðstödd tónleikana og
segist Friðrik aldrei hafa ráðist í þetta verkefni án samþykkis hennar.
Friðrik Ómar Hjörleifsson: Menn eru duglegir að tala þetta niður en eru fyrstir á
vagninn ef þeim er boðið. Ljósmynd/Hari
þarf að hafa mig allan við, til þess
að halda dampi,“ segir Friðrik.
„Þetta er svo lítið land. Það er bara
hægt að gera hvert „show“ tvisvar
eða þrisvar, við erum bara ekki
fleiri en það,“ segir Friðrik. „Þetta
fer ekkert að ganga upp fjárhags-
lega fyrr en eftir tvö til þrjú skipti.
Maður er búinn að setja standard-
inn mjög hátt, sem er kostnaðar-
samt en mér finnst ég verða að
gera það,“ segir Friðrik. „Ég hugsa
að ef maður gerir eitthvað alveg
ógeðslega flott, þá getur maður
gert það oftar. Ef maður nær fólki
þá vill það koma aftur. Það verður
að fara alla leið,“ segir Friðrik. „Ég
hef alveg tapað á verkefnum líka,
en ástríðan er ennþá til staðar.“
Egóið sett til hliðar
Verður söngvarinn aldrei útundan?
„Mér finnst bæði hlutverk jafn
skemmtileg,“ segir Friðrik. „Ég
man að ég setti upp eina sýningu
í fyrra þar sem ég var bara að sjá
um tæknimál og ég naut mín í
botn. Þegar maður er að gera hvort
tveggja þá er það sjúklega erfitt,“
segir Friðrik. „Nú er ég búinn að
ráða minn fyrsta starfsmann í fulla
stöðu og það hjálpar mikið.“
Geturðu gefið frá þér verkefni í
ferlinu?
„Já, ég á mjög auðvelt með það.
Það eru margir hlutir sem ég vil
ekki skipta mér af og þá er gott
að hafa mann sem maður treystir
100% og getur látið sjá um,“ segir
Friðrik. „Svo er ég líka alltaf með
ákveðinn hóp sem vinnur að þess-
um sýningum, sem sparar mikinn
tíma,“ segir hann.
Friðrik hefur farið mikinn í
tónleikahaldi að undanförnu og
skiljanlega eru margir um hituna í
litlu samfélagi. Hann segir marga
innan bransans hafa fordóma
fyrir þessari tegund tónleika, eða
tónleikasýninga eins og hann hefur
kallað þær.
„Hver er munurinn á að setja
upp Mary Poppins eða spila tónlist
eftir Mozart? Ég myndi vilja að ein-
hver líking kæmi fram sem fengi
fólk til að hugsa hver munurinn er.
Mér finnst ég hafa náð að sérhæfa
mig í því sem ég kalla tónleikasýn-
ingu, sem er orð sem var ekki til
og aðrir eru farnir að nota líka,“
segir Friðrik. „Auðvitað er sam-
keppni en mér finnst hún góð. Hún
heldur mér á tánum en ég verð
ekki áhyggjufullur. Ég hef engar
áhyggjur af því að ég standi mig
ekki í samkeppninni. Ég hef lært
það að ég þarf oft að segja erfiða
hluti við fólk sem ég hef unnið með
í mörg ár, en fólk skilur mig,“ segir
Friðrik.
„Ég er ekki gamall í hettunni
þó það séu um 20 ár síðan ég fékk
fyrst greitt fyrir framkomu. Margir
hefðu haldið að maður hefði það
stórt egó, að maður gæti ekki ráðið
aðra söngvara í vinnu,“ segir Frið-
rik. „Hvað þá að láta þá fá meiri
athygli en maður sjálfur. Í mínum
sýningum er engin fyrirfram
stjarna á sviðinu. Það fá allir það
hlutverk sem hentar þeim. Ég hef
ráðið söngvara til þess að syngja
lög sem mig hefur dreymt um að
syngja, af því að ég veit að það hent-
ar þeim betur. Þannig nær maður
því besta fram í hverri sýningu. Ég
hef sett egóið mitt alveg til hliðar í
mínum sýningum. Það er styrkur
sýninganna,“ segir Friðrik.
„Ég hef líka fundið fyrir því á
undanförnum árum að ég er ekki
ráðinn í þær sýningar sem aðrir
eru að halda,“ segir Friðrik. „Það
er bara vegna samkeppninnar. Það
er bara allt í góðu og eitthvað sem
þeir verða bara að eiga við sig.“
Þriggja ára plan
Í dag er komin hefð fyrir heiðurs-
tónleikasýningum á Íslandi og
segir Friðrik hættu á því að bólan
springi. „Ég finn fyrir því að maður
þarf að hafa meira fyrir hverju
verkefni, og það er ekkert skrýtið.
Fólk hefur minna á milli hand-
anna,“ segir hann. „Mitt miða-
verð er þó yfirleitt lægra en hjá
öðrum. Ég held samt alltaf áfram
og er með plan fyrir þrjú ár fram í
tímann. „Þessi tegund sýninga er
alltaf að fá meiri viðurkenningu þó
það séu alltaf einhverjir sem hafa
mikið út á þetta að setja,“ segir
hann. „Fólk er að leggja mikið á sig
og það er mikill metnaður í gangi
og þeir sem standa að þessu mættu
fá meiri viðurkenningu. Þessar
sýningar eru stór partur af dagskrá
Hörpu. Neikvæðu raddirnar eru
samt alltaf úr tónlistarbransanum
sjálfum, en um leið og mönnum er
boðið að vera með þá stökkva þeir
á vagninn. Menn passa sig samt
á því að þegja þegar vel gengur,“
segir Friðrik Ómar.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er
verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn
í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
Verð í tveggja manna herbergi
kr. 98.900,-
Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat,
íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli.
Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda.
Upplýsingar í síma 588 8900
Úrval veitingahúsa, verslana (m.a. H&M)
og kafhúsa.
Næturlíf eins og það gerist best.
Riga
Lettlandi
Stórfengleg borg
Beint ug frá Keflavík og Akureyri
14.-17. maí
18 viðtal Helgin 10.-12. apríl 2015