Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Síða 22

Fréttatíminn - 10.04.2015, Síða 22
Mér þykir mjög vænt um Afríku og finnst þetta skemmtilegt og gefandi þegar vel gengur, en um leið erfitt þegar illa gengur. Afríka kallar á ný Stefán Jón Hafstein hefur síðastliðin þrjú ár starfað sem sviðsstjóri eftirfylgni og árangurs hjá Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands, en þar áður hafði hann verið í fimm ár unnið við þróunarstörf í Namibíu og Malaví. Nú er Stefán Jón á útleið á ný og ætlar að flytja til Úganda í lok mánaðarins og verður umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar með aðsetur í Kampala. Eiginkona hans er aftur á móti nýkomin með vinnu hér á landi og verður eftir. Stefán segir að maður þurfi að vera góður í lífsleikni til að geta verið í fjarbúð en sem betur fer sé alltaf gott veður í Úganda. S tefán Jón Hafstein þakkar fyrir að fjarskiptatækni nú-tímans er betri en þegar hann byrjaði sitt heimshornaflakk sem ungur maður. Nú stendur hann á sextugu og er á leið til Úganda þar sem hann mun starfa næstu þrjú árin. „Þetta eru tvö stór héraðsþróun- arverkefni sem við vinnum í sam- starfi við sveitarstjórnir þar í landi. Þegar ég var í Malaví innleiddi ég þá aðferð þar að við hættum að sjá um verkefnin sjálf,“ segir Stefán Jón Hafstein. „Við gerðum samning við héraðsstjórn og styðjum innleið- ingu verkefna með heimamönnum. Verkefnin snúast um frumþarfirnar eins og vatn, menntun, hreinlæti og salernisaðstöðu.“ Stefán Jón segir ekki fullráðið hve langt úthaldið verði núna en hann flytur til Úganda í apríllok. „Það fer svolítið eftir því hvernig mál þróast,“ segir hann. Um áramótin stendur til að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun og segir Stefán Jón ákveðna óvissu fylgja því. „Verkefnin halda áfram,“ segir Stefán. „Það er búið að gera samn- ing um þau, en okkur starfsmönnum verður boðin vinna hjá nýjum vinnu- veitanda. Það getur vel verið að þetta verði ekki mikil breyting en maður veit lítið eins og er þó ég reikni með að starfshættir og vinnubrögð inn- an ráðuneytis séu ólík því sem við eigum að venjast hjá fagstofnun sem ekki verður lengur til.“ Yfirstéttin er allsstaðar Stefán Jón og Guðrún Kristín Sigurðardótt- ir, eiginkona hans, voru fimm ár í Nami- bíu og Malaví og segir Stefán hugann reika ansi oft til Afríku. „Maður væri ekki að gefa kost á sér í svona starf ef manni líkaði það ekki,“ segir Stefán. „Mér þykir mjög vænt um Afríku og finnst þetta skemmtilegt og gefandi þegar vel gengur, en um leið erfitt þegar illa gengur.“  Hvernig hefur þetta gengið? „Vonum framar,“ segir Stefán Jón. „Þau verkefni sem hafa farið í árangursmat að undanförnu hafa komið mjög vel út. Þetta eru líka verkefni sem eru hvetjandi því við vinnum náið með grasrótinni. Ég kynntist Bandaríkjamanni úti í Malaví sem var að vinna að því að stöðva útbreiðslu alnæmis og hann var ein taugahrúga og ætlaði aldrei að koma aftur því hann sá ekkert koma út úr starfinu,“ segir Stefán. „Ég er ekki viss um að ég gæti unnið í þeim geiranum. Kosturinn við það sem við erum að gera er að fólk er áhugasamt því áhrifin koma fram fljótt í nærumhverfinu. Fæðingardeild- in rís og konur fæða við góðar aðstæður. Vatnsdælan dælir vatni. Börnin fá náms- bækur.“ Þegar Stefán kemur út byrjar nýtt sam- starfsverkefni við Buikwe hérað í Úganda um að bæta hreinlætis- og salernismál fyr- ir u.þ.b 70 þúsund manna svæði. „Þetta er hérað skammt frá höfuðborginni sem við höfum gert samstarfssamning við,“ segir Stefán. „Við ætlum að reyna að þekja þessi stærstu fiskimannaþorp að miklum meiri- hluta með öruggum vatnsbólum og hrein- lætisaðstöðu. Það verður góður árangur ef allt fer að vonum. Við erum til dæmis að tala um kamra við skóla og varin vatnsból fyrir almenning, sem eru ekki til staðar nú. Sam- hliða því förum við að skipuleggja mennta- átak fyrir grunnskólabörn í þorpunum og ekki veitir af því menntun er mjög ábóta- vant.“  Bil milli fátækra og ríkra er breitt í Afríku og segir Stefán Jón það mjög sláandi hvað það er sjáanlegt. „Það er alltaf yfirstétt alls staðar,“ segir hann. „Hún hefur það fínt. Allur þorrinn er afar fátækur. Munurinn er æpandi,“ bætir hann við. „Kosturinn við það að vinna með sveitarstjórnunum, eins og við gerum, er að það er miklu auðveld- ara að passa upp á spillingu,“ segir Stefán Jón. „Peningarnir frá Íslandi fara beint inn á samstarfsreikning og það er bara tekið út af honum í það sem þarf. Þegar peningarnir renna inn í ríkishít koma þeir stundum út um einhverja pípu í mjög smækkaðri mynd,“ segir hann. „Við sjáum í hvað peningarnir fara. Þetta er fyrirkomulag hjá okkur sem við erum búin að þróa í nokkur ár og hefur vakið eftirtekt annarra framlagsríkja.“ Vantar samstöðu Þróunarsamvinna hefur í áratugi verið mik- ið í umræðunni á Íslandi og Íslendingum er umhugað um hjálparstarf á ýmsum sviðum. Stefán Jón er þó á því að það sé alltaf hægt að gera betur. Hann segir að niðurskurð- urinn sem varð í þróunaraðstoð í hruninu ekki hafa komið til baka. „Við erum allt- af undir framlögum ríku þjóðanna,“ segir Stefán Jón. Það var skorið niður hressilega í hruninu og Alþingi ályktaði síðan að það ætti að stórauka framlög á ný, svo við höfum verið að undirbúa okkur undir það, en þau hafa ekki komið,“ segir hann. „Ef við tökum ríku þjóðirnar í vestur og norður Evrópu þá erum við með langminnsta framlagið á hvern íbúa. Framlagið er um þúsund krónur á hvern Íslending á mánuði, Danir og Svíar eru með 5-6000 krónur á mann á meðan Norðmenn eru að borga tíu þúsund á mann. Við erum einnig talsvert fyrir neðan meðal- lag þegar öll OECD ríkin eru tekin saman svo við erum nærri botninum hvernig sem á er litið.“  Erum við þá ekki að gefa enn meira eftir með því að loka Þróunarsamvinnustofnun? „Ekki segja þeir,“ segir Stefán. „En það er ekki bent á neinn vanda sem á að leysa með þessari lokun, heldur þvert á móti. Við höfum fengið gríðarlegt hrós fyrir okkar starf svo manni finnst jafnvel um of. Ekki er þetta heldur sparnaðaraðgerð, svo maður spyr hvers vegna?,“ segir Stefán Jón. „Það hafa verið gerðar úttektir á verkefn- um okkar og þau komið mjög vel út og mik- ið lof sem við höfum fengið fyrir verklagið, svo það er ekki gott að segja af hverju þetta er niðurstaðan. Ég er ekki trúlofaður neinu einu fyrirkomulagi og alltaf til í að ræða um- bætur, enda hef ég margar hugmyndir þar um. En af því að ég vinn sjálfur í þeirri deild spyr ég um skilgreind og mælanleg mark- mið með þessari breytingu og hvernig sýnt verður fram á árangurinn. Málaflokkurinn verður deild innan utanríkisráðuneytisins og ég er á því að ef sama stofnunin heldur utan um stefnumótun, framkvæmd og eftir- lit, sé maður í stjórnsýsluvanda,“ segir Stef- án Jón. „Æskilegt væri að fá þverpólitíska samstöðu um skipan þróunarmála og fram- lög því þetta eru langtímaverkefni og umrót er vont í svona vinnu. En þetta ákveður Al- þingi bara þegar þar að kemur.“  Fjarbúð fram undan Stefán Jón segir verkefnið sem fram undan vera spennandi. „Starfið er mjög hvetjandi og árangurinn er oft sýnilegur. Ég er athaf- nasinnaður og líkar vel á vettvangi í nánu samstarfi við heimamenn. Alltaf þakkað fyrir hverja nýja áskorun. En það þarf að fórna einhverju á móti: „Konan mín verður heima,“ segir Stefán Jón en eiginkona hans fer ekki með hon- um til Úganda að sinni. „Hún er hönnuður, nýkomin með vinnu hér heima og gengur ekki svo glatt frá henni. Við höfum verið í fjarbúð áður. Maður þarf að vera góður í lífsleikni,“ segir hann. „Þetta er ekki ósk- astaða en þetta er gerlegt, þótt það sé erfitt að yfirgefa heimili, fjölskyldu, vini, hund og kött. En við getum skipulagt reglu- bundnar heimsóknir og fjarskiptatækni nútímans er mun betri núna en þegar mað- ur byrjaði heimshornaflakk ungur maður... Það er þó alltaf gott veður í Úganda,“ segir Stefán Jón – og glottir út í kófið. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Stefán Jón Hafstein segir að framlag Ís- lendinga til þróunar- mála gæti verið miklu meira. Hann er á leið til Úganda þar sem hann mun starfa næstu þrjú árin. LEIKFÖNGIN FÆRÐU HJÁ KRUMMA /krumma.is www.krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 22 viðtal Helgin 10.-12. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.