Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 28

Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 28
Þ að var kafarinn Pálmi Dun-gal sem fann fyrsta grjót-krabbann við Ísland árið 2006. Hann var að kafa í Hval- firði þar sem hann var að skoða og mynda íslenska krabba þegar hann rakst á einn sem var mun stærri en hinir krabbarnir,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, sjávarlíffræð- ingur og forstöðumaður rannsókn- arseturs Háskóla Íslands á Suður- nesjum. Pálmi náði krabbanum og fór með hann upp í Háskóla Íslands þar sem Halldór Pálmar staðfesti að þessi stóri krabbi væri grjótkrabbi. „Við vorum frekar hissa og auðvi- tað mjög spennt. Þessi tegund kem- ur frá Norður-Ameríku og hefur hvergi verið annars staðar í heim- inum þannig að þetta er í fyrsta skipti sem hann finnst í Evrópu. Hann hefur að öllum líkindum kom- ið hingað með kjölfestuvatni skipa, sennilega á lirfustigi. Það er þekkt að krabbarnir þola langan flutning sem pínulitlar lirfur sem ná sér svo á strik í nýju umhverfi. Hann hefur væntanlega komið í gusum í nokkuð mörg ár en ekki náð sér á strik fyrr en núna því sjórinn hefur hlýnað síðstu ár.“ Dreifir sér hratt um landið Halldór og nemendur hans fóru strax af stað með ýmis verkefni tengd krabbanum. „Við fórum að prófa að veiða hann í gildrur í Hval- firði og að fylgjast með útbreiðsl- unni. Hann hefur dreift sér frekar hratt og er núna meðfram Reykja- nesinu, í Hvalfirði, Breiðafirði, á Vestfjörðum og Skagafirði og núna síðast fékk ég spurnir af honum í Eyjafirði,“ segir Halldór sem er orðinn hálfgerður umsjónarmaður þessa nýja landnema og vanur því að fólk hringi í hann þegar það þyk- ist sjá grjótkrabba. „Við höfum fyrst og fremst verið að huga að áhrifum krabbans á aðrar lífverur. Það er Grjótkrabbinn er nýjasti land- nemi Íslands Grjótkrabbinn sást fyrst við Íslandsstrendur árið 2006 í Hvalfirði. Hann hefur sennilega borist hingað áður með skipum en ekki náð sér á strik fyrr en síðustu ár vegna hlýnunar sjávar. Útbreiðsla hans er frekar hröð en ekki er hægt að segja til um hvaða áhrif þessi nýi landnemi muni hafa á vistkerfið við strendur Íslands. En víst er að hann er kjötmikill og bragðgóður og því líklegt að útbreiðsla hans verði hröð í íslenskum eldhúsum. Grjótkrabbinn er veiddur í umtalsverðu magni í Kanada og austanverðum Bandaríkjunum. Upphaflega var grjótkrabb- inn þó aðeins meðafli á humarveiðum og nýttur sem beita eða sleppt aftur í sjóinn. Frá árinu 1974 hafa verið stundaðar atvinnuveiðar á honum. ómögulegt að segja hvað framandi lífverur, sem koma af mannavöldum inn í vistkerfi, eiga eftir að hafa á vistkerfið hér. En hann gæti haft mögulega áhrif á bogkrabbann og trjónukrabbann, þær íslensku teg- undir sem eru á sama svæði. Þetta erum við að rannsaka núna.“ Hall- dór segir það einstakt tækifæri að geta fylgst með slíku landnámi frá upphafi og að áhugi nemenda hafi verið mikill. Í júní mun Óskar Sindri Gíslason verja doktorsverkefni sitt um landnám grjótkrabbans. Ljúffengur herramannsmatur Gjótkrabbinn er talinn vera herra- mannsmatur í Bandaríkjunum þar sem neysla hans er mjög útbreidd. Nú þegar hafa nokkrir aðilar próf- að sig áfram með veiðar og neyslu krabbans og nokkur veitingahús borgarinnar eru farin að matreiða þennan nýjasta landnema Íslands. „Þetta er þekkt nytjategund í Amer- íku og ein af þeim krabbategundum sem er borðuð hvað mest, en þetta er í fyrsta sinn sem er grundvöllur fyrir krabbaveiðum á Íslandi. Þegar hann er orðinn í stærra kantinum, svona 15 cm í skjaldarbreidd, þá er töluvert mikið kjöt á honum og hann er mjög ljúffengur.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er nokkuð stórvaxinn krabbi sem fannst fyrst hér við land árið 2006. Náttúruleg heimkynni krabbans eru við austurströnd Norður-Ameríku. Ísland er eini þekkti fundarstaður krabbans í Evrópu til þessa, en talið er líklegast að tegundin hafi borist hingað til lands á lirfustigi í kjölfestuvatni skipa. Halldór Pálmar Halldórsson sjávarlíffræðingur hefur fylgst með grjótkrabbanum frá því hann sást hér fyrst árið 2006. Hér er hann ásamt nemanda sínum, Óskari Sindra Gíslasyni, sem mun verja doktorsverkefni sitt um landnám grjótkrabbans í sumar. Ljósmynd/Hari stílhreinar og vandaðar uppþvottavélar frá 108.800 kr OM60-37TRF 88.800 kr OM60-07X mjöghljóðlát 28 viðtal Helgin 10.-12. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.