Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Page 31

Fréttatíminn - 10.04.2015, Page 31
og hver annar. Danir biðu átekta og Íslendingar hristu höfuðið góðlát- lega yfir því sem fram fór í stjórnar- setrinu, en sögðu jafnframt vinum sínum hinar góðu en þó naumast trúlegu fréttir um skuldaafnám og lækkun skatta. Erindi félaganna var heimsókn til Ólafs Stephensen, fyrrum stiftamt- manns og stórvinar Banks – þeir höfðu kynnst 1772 þegar Banks heimsótti Ísland og höfðu skrifast á (á latínu) alla tíð síðan. Ólafur var nú kominn á eftirlaun og bjó á eign sinni Viðey skammt frá bænum. Hooker hafði verið á fótum hálfa nóttina við athuganir á gróðri í mið- nætursólinni, til þess að bæta upp rigninguna daginn áður, og fannst því allmikið til um þegar róið var með þá út til eyjarinnar um morg- uninn og á móti þeim tók hinn 78 ára gamli fyrrum stiftamtmaður, klæddur eins og atvikinu hæfði í danskan foringjaeinkennisbún- ing: bláar, þröngar langbrækur með spora, skarlatsrauðan frakka skreyttan hvítum kniplingum og skúfum og þrístrendan hatt með langri, hvítri fjöður. Ólafur var afar glaður að hitta skjólstæðinga Banks og vöknaði um augu þegar nafn gamla vinar hans bar á góma. Hoo- ker færði honum gjafir frá Banks, Ólafur talaði af miklum ákafa um liðna tíma en Jorgenson þýddi fyrir félaga sína. Menn voru léttir í tali og ekki virðist hafa verið minnst á byltinguna. Á miðjum morgni gengu þeir um eyna og dáðust að sauðfé Ólafs og hinum verðmæta æðarfugli.“ Sætsúpa, lax, kríuegg, sauður og vöfflur „Síðan gengu þeir inn til snæð- ings og þótti Hooker það nokkuð snemmt miðað við matarlystina. Borðbúnaður var látlaus: Framan við hvern stól var diskur, hnífur og gaffall, glerglas og flaska af rauð- víni fyrir hvern gest. Smátruflun varð þegar stóllinn brotnaði undan hans ágæti en annar stóll var sóttur í hans stað og allir settust að snæð- ingi. Fyrsti rétturinn var borinn inn, stór skál með súpu úr „sagó, rauð- víni og rúsínum sem soðið var nán- ast í mauk“. Þeir borðuðu hver um sig tvær fullar skálar af þessu því að þeir vissu ekki hvort nokkuð fleira kæmi á eftir og fannst skynsamlegt að borða sig sadda. En þegar skálin var borin fram voru tveir heilir, flak- aðir laxar bornir inn í hennar stað, með sósu úr bræddu smjöri, ediki og pipar. Þetta var mjög gott. Gest- irnir luku af diskum sínum „með nokkrum erfiðismunum“ og hölluðu sér aftur saddir og ánægðir. Þá var önnur feiknastór skál borin inn, að þessu sinni kúffull af harð- soðnum kríueggjum. Tólf egg voru sett á diskinn hjá hverjum þeirra og þykkri rjómasósu hellt yfir. Hooker beiddist undanþágu frá að borða öll tólf eggin en var hvattur til að reyna og einhvern veginn tókst honum að ljúka þeim. Gestirnir lögðu frá sér gaffla sína fegnir, en þá var borinn inn „hálfur sauður, vel steiktur“. Gestgjafi þeirra gekk ríkt eftir því að þeir fylltu diska sína af kjötsneið- um og fengju sér ótæpilega með af sætri, maukaðri súru. Þeir borðuðu eftir bestu getu; þessu næst voru bornar inn vöfflur, hver um sig „á stærð við bók í átta blaða broti“. Ólafur sagðist gera sér að góðu að gestir hans borðuðu bara tvær vöffl- ur hver. Máltíðinni lauk loks með mörgum vænum brauðsneiðum: „norsku kexi og rúgbrauði“. Hvattir til að drekka ötullega af víninu „Allan þennan tíma voru þeir hvattir til að drekka ötullega af víninu og tæma hverja flösku. Á eftir var borið fram gott kaffi og töldu þeir fullvíst að þar með væri máltíðinni lokið en „feiknastór skál með rommpúnsi var borin inn, var það borið frjáls- lega um í stórum glösum og drukk- ið minni með hverju glasi“. Hve- nær sem dofnaði yfir drykkjunni var skálað fyrir Banks og varð þá að tæma glösin og fylla að nýju til þess að þeir gætu drukkið minni hans. Önnur skál með rommpúnsi var borin inn í stað hinnar fyrri og gátu þeir með naumindum talið Ólaf á að láta þá ekki tæma hana til botns líka. Veislunni lauk á því að þeir drukku þrjá tebolla hver. Báturinn hélst reyndar á floti þeg- ar þeir héldu aftur til Reykjavíkur um kvöldið. Jorgenson bauð Hooker að sofa í stjórnarsetrinu til þess að hann þyrfti ekki að staulast nokkur auka- skref að húsi sínu – „og þáði ég það með þökkum“, viðurkenndi Hooker.“ Þannig lýkur frásögninni í ágætri þýðingu Bjarna Jónssonar á ævisögu Jörundar eftir Sarah Blackwell af því hvernig íslenskir embættismenn sýndu Jörundi hundadagakonungi hvernig þeir sem þá áttu Ísland héldu sig í mat og drykk. Ólafur Stephensen hafði auðgast svo í embætti að hann bjó í lystisemdum í Viðey á meðan alþýða manna lifði á vatnsgraut og signum fiski. Ólafur bauð gestum sínum upp á sætsúpu, lax, kríuegg, sauðakjöt, vöfflur og púns – ekkert svo ólíkan matseðil og sjá má í opinberum veislum í dag; allt það besta frá Íslandi. HEIMAÖRYGGI Það er dýrmætt að búa við öryggi heima við. Þess vegna er gott að vita af einhverjum sem er alltaf til staðar. Svona til öryggis. PI PA R\ TB W A • S ÍA Nánar á oryggi.is Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400 matartíminn 31 Helgin 10.-12. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.