Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 36

Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 36
3. Graskersfræ Graskersfræ eru ekki bara bragðgóð, heldur líka stútfull af gagnlegum efnum svo sem B- og E- vítamínum, sinki, járni og próteini. Víða eru þau rómuð fyrir að auka karlmennskuna, en sink stuðlar að aukinni hormónaframleiðslu hjá karlmönnum. 4. Granateplafræ Granatepli hljóma ef til vill framandi í eyrum sumra en fræin úr þeim eru stútfull af andoxunarefnum. Granatepli innihalda einnig C-vítamín, trefjar og kalíum, en það er hjálpar til við að halda taugakerfinu heilbrigðu og viðheldur reglulegum hjart- slætti. 5. Chia fræ Chia fræ tróna á toppi fræ-vinsældalistans um þessar mundir og það er rík ástæða fyrir því. Þau inni- halda meðal annars trefjar, prótein og omega-3 fitusýrur. Þegar chia fræ eru lögð í bleyti í ákveðinn tíma fá þau gel- kennda áferð og eru því iðulega notuð í alls konar grauta og til þykkingar í súpur og þeytinga. Chia fræ eru einnig tilvalin í bakstur. 6. Sesamfræ Sesamfræ eiga ekki einungis heima ofan á hamborgarabrauðum, síður en svo. Þau innihalda mikilvæg steinefni, kalsíum og B-vítamín. Sesamfræ innihalda tvenns konar kjarna, sesamin og sesamolin, og hafa rann- sóknir sýnt að þessi efni hafa lækk- andi áhrif á kólestról- magn í blóði. 7. Hampfræ Hampfræ innihalda mikið magn af amínó- sýrum sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur og hjálpa til við að byggja upp prótein. Hampfræin er auk þess ákaflega prótein- rík, en í 100 grömmum eru 30 grömm af próteini. Hampfræ eru einnig rík af trefjum og omega-3 og omega-6 fitusýrum. Hampolía til inntöku hefur einnig reynst vel gegn alls konar húðvandamálum. 8. Hörfræ Hörfræ eru sneisafull af trefjum, omega-3 fitusýrum, vítamínum og steinefnum og hafa auk þess bólgueyðandi áhrif. Mikilvægt er að mylja hörfræ áður en þeirra er neytt því líkaminn getur ekki melt heil hörfræ. Hægt er að kaupa mulin hörfræ en mun ódýrara er að kaupa heil fræ og mylja þau í blandara. Hörfræ innihalda mikið af hollri fitu og því skal geyma þau í ísskáp til að koma í veg fyrir að fitan þráni. 9. Kúmenfræ Kúmen er ef til vill þekktara sem krydd en fræ, en kúmenfræ eru einnig notuð í matargerð til bragðbætingar. Ásamt því að bragðast vel eru kúmenfræ full af járni og hafa góð áhrif á melt- inguna. 10. Sinnepsfræ Fræ og korn innihalda mikið af lífsnauð- synlegum ensímum, en sum þeirra eru í nokkurskonar dvala í þurrum fræjum. Til að ná sem flestum næringarefnunum úr sinnepsfræjum er gott að láta þau liggja í bleyti í 4-6 klukkutíma. Spírunartíminn tekur svo 4-5 daga. Sinnepsfræ eru afar bragðgóð og innihalda mikið af A- og C- vítamíni, ásamt steinefnum og sinnepsolíu. Spíruð sinnepsfræ gefa gott piparbragð. J ónína Ben hefur starfað í heilsu- og líkamsræktargeir-anum í yfir 30 ár og hefur um árabil boðið upp á detox-meðferðir í Póllandi sem hlotið hafa góðar und- irtektir. Nú býður hún upp á nýjar tímasetningar fyrir sumarið. Heilsan í fyrsta sæti Næsta námskeið hefst 24. maí og stendur til 7. júní. Heilsumeðferðin fer fram á Hótel Elf sem er staðsett nálægt hafnarborginni Gdansk. „Í sumar mun ég svo bjóða upp á heilsumeðferðir frá 15. júlí til 19. september,“ segir Jónína, en hún mælir með því að hefja meðferðina á laugardegi en aðrir dagar koma líka til greina sé flugið hagstæðara og herbergi laus. Viðskiptavinir sjá sjálfir um að bóka flug til Gdansk. Hægt er að bóka í síma 505-0300 eða á netinu. Jónína mælir með að fljúga til Kaupmannahafnar og þaðan með SAS til Gdansk. Þétt og skemmtileg dagskrá Verð fyrir tvær vikur er 190.000 krónur, 120.000 krónur fyrir eina viku og 90.000 krónur fyrir eina helgi (3 nætur). Innifalið er fullt fæði og fræðsla, sem og þétt dagskrá, svo sem gönguferðir, leikfimi og spa. „Ég mun einnig bjóða upp á einka- viðtöl við lækni og mig sjálfa,“ segir Jónína. Leigubílaakstur frá flugvelli er ekki innifalinn. Um 50 mínútna akstur er frá flugvellinum og kostar ferðin 5000 krónur ef miðað er við einn farþega. Dekur og skoðunarferðir Á Hótel Elf er einstakt spa þar sem boðið er upp á fjölbreytt nudd og snyrtingar og greiða viðskiptavin- ir sjálfir fyrir það, en hver nudd- tími kostar um það bil 3500 krónur. Einnig verður boðið upp á magn- aðar kynnisferðir til Gdansk og So- pot með frábærum leiðsögumanni í heilan dag og kostar ferðin 13.000 krónur. Jónína tekur glöð á móti hverjum og einum og mælir hún með tveggja vikna Detoxföstu til þess að ná hámarks árangri. „Það eru allir velkomnir. Offitusjúk- lingar fá til að mynda mikla aðstoð við að vinda ofan af þeim sjúkdómi og ég er einnig vön að vinna með unglingum, 14 ára og eldri,“ segir Jónína. Bókanir fara fram með tölvu- pósti: joninaben@joninaben.is eða á facebook: Detox Jonina Ben. Einnig er hægt að hafa samband í síma 822-4844. Unnið í samstarfi við Nordic Health heilsa Helgin 10.-12. apríl 201536 Jónína Ben býður upp á heilsumeð- ferðir í einstöku umhverfi í Póllandi í sumar. Jónína Ben býður upp á einstakar heilsumeðferðir í Póllandi í sumar Heilsumeðferðir Jónínu Ben í Póllandi Heilsumeðferðir Jónínu Ben í Póllandi: 24. maí - 7.júní Nokkur herbergi laus 15. júlí - 19. sept. Mögulegt er að bóka eina helgi, eina viku eða tvær vikur í senn. Sjáumst í formi! 1. Sólblómafræ Sólblómafræ hafa þann kost að næra allan líkamann. Þau eru rík af auðmeltu próteini sem er nauðsynlegt fyrir vefi, taugar og frumur. Sólblómafræ innihalda einnig andoxunarefni, D-, K- og E-vítamín. Sólblómafræ eru laus við allt kólestról og eru afar lág í mettaðri fitu sem gerir þau fullkomin fyrir hjarta- og æðakerfið. 2. Hveitikím Hveitikím er afar próteintíkt. Í hverjum 100 grömmum eru 27 grömm af próteini. Hveitikím inniheldur alls 23 næringarefni, þar á meðal járn, B-vítamín og trefjar. Hveitikím er hægt að kaupa bæði þurrkað og ferskt. Þurrkað hveitikím er dökkbrúnt en það ferska er ljóst og er alltaf geymt í kæli í þeim verslunum þar sem það fæst. Alltaf ætti að geyma hveitikím í kæli eftir að pakkinn hefur verið opnaður, þetta á líka við um þurrkað hveitikím. 10 frætegundir sem þú ættir að borða meira af Fræ eru meinholl og góð uppspretta ýmissa næringarefna, svo sem hollrar fitu, vítamína og steinefna. Fræ eru sjaldan álitin sem meginuppistaða máltíðar en vinsældir ýmissa fræja, til dæmis chia fræja, sýna að fræ ein og sér geta verið góð og mettandi. Hér má sjá tíu tegundir fræja sem við mættum gjarnan borða meira af.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.