Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Qupperneq 41

Fréttatíminn - 10.04.2015, Qupperneq 41
heilsaHelgin 10.-12. apríl 2015 41 Heilsusamlegi kaupmaðurinn á horninu Verslunin Góð heilsa við Njálsgötu hefur verið starfrækt á sama stað í sextán ár. Góð heilsa býður upp á eitt mesta úrval fæðu- bótarefna á landinu og sérhæfir sig meðal annars í vörum fyrir grænmetisætur. V ið sérhæfum okkur í að þjónusta grænmetisætur, vegan og aðra sem þurfa sérvörur á borð við glúteinlausar eða mjólkurlausar vörur,“ segir Sverrir Tryggvason, starfsmaður hjá Góðri heilsu. Hann sér um rekst- urinn ásamt bróður sínum, Ólafi, og er Góð heilsa sannkallað fjölskyldu- fyrirtæki, en auk bræðranna starfa tveir starfsmenn í versluninni. „Við erum líklega eins konar kaupmenn á horninu. Hingað koma margir góðir fastakúnnar sem hafa góða reynslu af hinum ýmsu fæðubótar- efnum sem við bjóðum upp á,“ segir Sverrir. Yfir 1000 mismunandi jurtir „Við erum stolt að bjóða upp á eitt mesta úrval fæðubótarefna á land- inu, þar sem bestu mögulegu gæði og frábær verð fara saman. Fimm- tán ára reynsla í innflutningi og sölu fæðubótarefna skilar sér beint til viðskiptavina okkar,“ segir Sverrir. Meðal vara sem boðið er upp á er fjöldinn allur af vítamínum, bæti- efnum, grænfæði, jurtum, vegan vörum og snyrtivörum. „Við erum með hátt í 1000 mismunandi jurtir og bætiefni. Þetta eru vörur sem þú færð ekki annars staðar og við leggjum áherslu á að veita við- skiptavinum okkar persónulega þjónustu.“ Sverrir segir jafnframt að auðvitað séu skiptar skoðanir um það hvaða jurtir og bætiefni virka og hvað ekki en í verslunina kemur góður hópur fastakúnna sem hefur jákvæða reynslu af ýmsum jurtum og bætiefnum. Meltingargerlar mest selda varan Ein mest selda varan síðustu tvö árin hjá Góðri heilsu er Dr. Steph- en Langer´s gerlaformúlan frá heilsuvöruframleiðandanum Swan- son. Allar vörur frá Swanson fara í gegnum strangt gæðaferli og ábyrg- ist framleiðandinn öll innihaldsefni Sverrir Tryggvason stendur vaktina í Góðri heilsu á Njálsgötunni, en þar má meðal annars finna eitt mesta úrval fæðubótarefna á landinu. vara sinna. Dr. Stephen Langer´s gerlaformúlan inniheldur 16 mis- munandi tegundir af vinveittum probiotic gerlum, meðal annars AB gerlum. Formúlan inniheldur einnig FOS sem er næring fyrir gerlana og steinefnablöndu sem bætir melting- una og viðheldur heilbrigðri þarmaf- lóru. Gerlarnir koma í trefjahylkjum sem eru laus við gelatín. Þetta er því góður kostur fyrir grænmetisætur. Gerlarnir eru á mjög góðu verði, en tveggja mánaða skammtur kostar jafn mikið og mánaðarskammtur af sambærilegum vörum. „Ef það er ójafnvægi í meltingunni eru líkur á að ójafnvægi sé í öðrum hlutum lík- amans. Það er því gríðarlega mikil- vægt að koma meltingunni í lag,“ segir Sverrir. Góð heilsa er við Njálsgötu 1 í Reykjavík, en gengið er inn frá Klapparstíg. Opið er alla virka daga milli klukkan 10 og 18 og á laugar- dögum frá klukkan 11 til 17. Unnið í samstarfi við Góða heilsu. Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 109.990 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489 Meira en bara blandari! Inner Cleanse 15 daga hreinsun Inner Cleanse hefur góð áhrif á heilsuna og hjálpar líkamanum að losa sig við aukaefni á náttúrulegan og áhrifaríkan hátt. Vatnslosandi, bætir meltingu, stútfullt af vítamínum. Kemur í staðinn fyrir fjölvítamín. Fæst í apótekum Nánar á vitamin.is facebook.com/vitamin.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.