Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Page 50

Fréttatíminn - 10.04.2015, Page 50
50 matur & vín Helgin 10.-12. apríl 2015 T eriyakisósa virkar líka með nokkurn veginn því sem hægt er að ímynda sér. Fiskur og kjúklingur eru kannski það sem við tengjum helst við sós- una góðu. En þeir sem vilja prófa sig áfram með framandi útgáfur af þekktum vestrænum mat ættu að prófa teriyakihamborgara. Annað hvort með því að blanda sósunni beint út í hakkið og móta svo borg- arana eða gljá hann á meðan steik- ingu stendur. Þeir hörðustu ganga jafnvel svo langt að brúka báðar aðferðir. Toppa hann svo með ein- hverju gúmmelaði eins og steikt- um sveppum og rauðlauk. Kóróna svo jafnvel verkið með góðum hvít- mygluosti. Um að gera að prófa sig áfram. Steikt grænfóður fer upp um margar hæðir með smá teriya- kigljáa og svo auðvitað hrísgrjón. Það að steikja nokkrar rækjur og vorlauk saman við dagsgömul hrís- grjón er alger himnasæla og þeir sem vilja lifa á nöfinni bæta bauna- spírum við herlegheitin. Næsta hæð Þótt það sé auðveldast og líka fjandi freistandi að kaupa allt tilbúið úr búðinni er skrambi gaman líka að bauka suma hluti á eldavélinni heima. Sojasósa er aðalinnihaldið í teriyakisósu og það er ekki svo ein- falt að búa hana til. Reyndar alveg súper flókið þannig að við sleppum því að gerja sojabaunir að sinni og kaupum hana. Þá er bara að finna út hvers konar teriyakisósu á að brugga. Eins og fyrr segir notast Japanir svo aðal- lega við sæt hrísgrjónavín og sykur eða hunang í sína. Fæstir eiga þó sake eða mirinvín svona í búrskápn- um. En það er líka í fínu lagi því við hérna á vesturhveli jarðarkringlunn- ar skellum bara engifer og hvítlauk út í pottinn í staðinn. Langt frá því ekta en afar bragðgott og ljómandi teriyakilegt. Hellum sirka einum desilítra af sæmilegustu sojasósu í pott og þynnum með sirka hálfum af vatni. Rúllum góðri matskeið af púður- sykri eða hunangi út í og toppum það með strásykri. Kannski hálf- um desilítra. Já, þetta er sæt sósa. Áfram með smjörið. Hita þangað til sykurinn er uppleystur og rífa þá með míkrórífara niður hálfa mat- skeið af hvoru, engifer og hvítlauk. Bæta út í pottinn og sjóða saman í nokkrar mínútur. Ekkert á fullu gasi, bara svona rétt undir suðu- marki, svo hvítlaukurinn verði ekki bitur og engiferið missi allan kraft. Þeir sem eiga lögg af sake mega bæta matskeið eða tveimur út í með sojasósunni í upphafi. Við hin get- um notað lögg af hvítvíni eða jafnvel bjór, helst þá hveitibjór – eða nokkra dropa af hvítvínsediki ef ekkert áfengt finnst í kofanum. Sé vilji til þess að þykkja sósuna í gljáa er hægt að gera það með ma- isinamjöli. Þá er hálfri matskeið, sirka, af mjölinu blandað saman við matskeið af köldu vatni. Maís- blöndunni er þá hrært út í sósuna og soðið við miðlungs hita þangað til sósan þykknar. Gljáinn hentar sér- lega vel á kjúkling og lax eða silung, svo ekki sé minnst á hamborgarann góða. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Brún, sæt og sölt Teriyaki er aðferð í Japan við að grilla mat eða steikja í ofninum. Þá er sojasósa ásamt mirin, sem er sætt hrísgrjónavín, eða sake notuð ásamt sykri eða hunangi til að gefa réttinum bragð og gljáa. Við hér á Vesturlöndum nær þekkjum þessa matargerð hins vegar nær eingöngu á búðarkeyptri teriyakisósu sem við notum yfirleitt nákvæmlega eins og soyjasósu, enda teriyakisósa nokkurn vegin eins í útliti, lykt og áferð. Bara sætari og leggst því sérlega vel að bragðlaukum hérna megin á hnettinum. Merrild MØRK er dökkbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum. Lengri brennsla þýðir að baunirnar verða dekkri og braðeinkenni kaffisins fá tíma til að losna úr læðingi. Dökkbrennda kaffið hefur mikla fyllingu og snert af beiskju og því hentar það sérstak- lega vel með mjólk. Dökkbrennt malað kaffi Hentar sérstaklega vel ef þú vilt mjólk í kaffið Merrild 304 E N N E M M / S IA • N M 6 72 54 TRÓPÍ fæst núna líka í 1. lítra fernum Náttúru- lega góði safinn © 20 15 T he C o ca C o la C o m p an y - al l r ig ht s re se rv ed

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.