Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Qupperneq 55

Fréttatíminn - 10.04.2015, Qupperneq 55
Eins og flestir muna voru páskar um síðustu helgi. Sem þýðir fimm dagar af því að þurfa ekki að fara í vinnuna. Ég horfði því rosalega mikið á sjónvarpið um síðustu helgi. Dvaldi mestan partinn í góðu yfirlæti í litlu sumarhúsi á Norðurlandi eystra. En þar sem slökkt hefur verið á hliðrænum sjónvarpsútsendingum var ekki mikið horft á skipulagða dag- skrá heldur heilu þáttaraðirnar af spjaldtölvuskjá. OZ appið kom reyndar í góðar þarfir þegar svala þurfti smá körfuboltaáhuga á milli páskaeggja en ég er svo nískur á megabætin að ég þurfti að velja og hafna efni þaðan. Svo til að æra óstöðugan er Golfstöðin ein- hverra hluta vegna ekki á OZ app- inu. Sem er undarlegt í meira lagi. Það vildi þó svo vel til að sumarhúsið litla, þótt það sé langt úti í sveit, er ekki langt frá næsta bóndabæ hvar stafrænar útsendingar nást. Því voru hæg heimatökin fyrir okkur ungana að sjá Góa bjarga málunum í þremur þáttum. Mikið var það nú sniðugt hjá þeim Rúvurum að brjóta þriðju Sveppa myndina upp og sýna um páskana. Gerði það að verkum að fullorðna fólkið nennti að horfa aðeins með okkur Sveppa-, Villa- og Góaaðdáend- unum. Svo var komið að Vonarstræti. Hitt sjónvarpsefnið sem ég gerði mér ferð milli húsa fyrir – og þá passaði talið ekki við myndina. Gafst því upp og hélt mig áfram að útlendar þáttaraðir í spjald- tölvunni. Fattaði náttúrulega ekki hálfur að talið hefur mjög líklega passað fullkomlega á Ozinu. Haraldur Jónasson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Nágrannar 13:25 Helgi Björnsson í Hörpu 15:05 How I Met Your Mother (23/24) 15:30 Fókus (8/12) 16:00 Margra barna mæður (6/7) 16:25 Matargleði Evu (4/12) 16:55 60 mínútur (27/53) 17:40 Eyjan (29/35) 18:30 Fréttir og Sportpakkinn 19:10 Ísland Got Talent (11/11) 21:05 Rizzoli & Isles (18/18) Fimmta þáttaröðin um rannsóknarlög- reglukonuna Jane Rizzoli og lækninnn Mauru Isles sem eru afar ólíkar en góðar vinkonur sem leysa glæpi Boston-mafíunnar saman. Þær ólust upp við mjög ólíkar aðstæður sem hefur áhrif á störf þeirra og lífsviðhorf. Jane er eini kvenleynilögreglumaðurinn í morðdeild Boston og er hörð í horn að taka og mikill töffari. Maura er hins vegar afar róleg og líður best á rannsóknarstofu sinni meðal þeirra látnu. Saman leysa þær hættulegar morðgátur í hverfum Boston. 21:50 Mad Men (8/14) 22:35 Better Call Saul (4/10) 23:25 60 mínútur (28/53) 00:10 Eyjan (29/35) 01:00 Game Of Thrones (1/10) 01:55 Transparent (9/10) 02:20 Backstrom (4/13) 03:05 Moulin Rouge 05:10 James Dean 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:25 Blackburn - Liverpool 11:05 Slaktaumatölt 14:05 Sevilla - Barcelona 15:45 Real Madrid - Eibar 17:30 Haukar - Tindastóll 19:00 KR - Njarðvík Beint 21:00 Oklahoma - Houston 22:55 Moto GP - Ástralía 23:55 KR - Njarðvík 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:30 Premier League World 2014/ 09:00 WBA - Leicester 10:40 Tottenham - Aston Villa 12:20 QPR - Chelsea Beint 14:45 Man. Utd. - Man. City Beint 17:00 Burnley - Arsenal 18:40 QPR - Chelsea 20:20 Man. Utd. - Man. City 22:00 Southampton - Hull 23:40 Sunderland - Crystal Palace SkjárSport 9:15/21:05 B. München - Eintr. Frankf. 11:05 Hamburger SV - Wolfsburg 12:55 Bundesliga Preview Show (11:17) 13:25/ 17:25 Köln - Hoffenheim 15:25/ 19:15 Stuttgart - W. Bremen 12. apríl sjónvarp 55Helgin 10.-12. apríl 2015  Í sjónvarpinu sjónvarpsgláp um páskana Galdrakarlarnir í Oz Ráðstefnustjóri: Þorsteinn Gunnarsson Dagskrá 12:00 – 12:25 Skráning og léttur hádegsiverður 12:30 Setning ráðstefnu Viktor Steinarsson, stjórnarmaður MPM félagsins 12:30 – 13:15 Tom Tailor President of As- sociation for Project Management (APM) Fashions and Trends in the Management of Projects Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Tom Taylor sem er einn þekktasti tals- maður faglegrar verkefnastjóri í Bret- landi. Hann er vinsæll, gamansamur og kjarnyrtur fyrirlesari. Hann hefur gefið út fjölda bóka og greina um nýsköpun í viðskiptalífi og nýjungar í stjórnun af ýmsu tagi. Hann hefur mikla reynslu af því að kenna bæði innan háskóla og innan fyrirtækja og stofnana. Tom hefur unnið til margra verðlauna fyrir faglega verkefnastjórn- un sem hefur greitt götu hans sem ráðgjafa og álitsgjafa. Hann er einn stofnenda Buro Four, framkvæmda- stjóri Dashdot og nýverandi forseti Association for Project Management (APM) í Bretlandi. 13:15 – 13:45 Ásta Hildur Ásolfsdóttir MPM, tölvunarfræðin- gur og verk- efnastjóri Verkefnastjórnun í verkefnadrifnu fyrirtæki Í erindinu er fjallð um ólíkar áskoranir vekefnastjóra í verkefnadrifnu fyrirtæki eða deildarskiptu fyrirtæki. 13:45 – 14:15 Hulda Bjarnadóttir framkvæmdastjóri félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og fjölmiðlakona. Að vera, eða vera ekki verkefnastjóri FKA er 1100 manna félag með þremur sjálfstæðum stjórnum og átta nefndum á landsvísu og stendur fyrir um 40-50 fundum á ári. Félagið er drifið áfram af sjálfboðaliðum og sem eru tilbúnir að gefa vinnu sína í þágu félagsins. Í erindinu mun Hulda fjalla um hvernig reynst hefur best að virkja teymin, halda utan um verkefnin og keyra þau áfram af festu en þó með ástríðu og skýr mark- mið að leiðarljósi.  14:15 – 14:45 Hannes Pétursson framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Azazo Hvernig nálgast þú verkefni með Agile hugarfari? Er Agile bara fyrir hugbúnaðarverkefni? Er hægt að nálgast "hefðbundin" verkefni með Agile aðferðum? Hvað felst í því að vera Agile? 14:45 – 15:00 Kaffihlé 15:00 – 15:30 Þórður Víkingur Friðgeirsson lektor við Háskolann í Reykjavík Stærsta ógnunin er líka stærsta tækifærið Í erindinu verður tæpt á nokkrum af helstu niðurstöðum rannsókna Þórðar Víkings á stöðu verkefna- og áhættu- stjórnunar á Íslandi borið saman við alþjóðleg viðmið og valin samanburðar- lönd. 15:30 – 16:00 Sigurður Hjalti Kristjánsson ráðgjafi á sviði reks- trar og stjórnunar hjá Capacent Stjórnun átaksins Pinnið á minnið Hlutverk, nálgun og áskoranir óháðs  verkefnisstjóra Pinnið á minnið átaksins.   16:00 – 16:30 Þór Hauksson verkefnastjóri á Verkef- nastofu Landsbankans og MPM Verkefnavitund og MPM fyrir og eftir fjármálahrun Í erindinu er fjallað um hvaða hæfniþæt- tir skipta verkefnastjóra mestu í síbreyti- legu samkeppnisumhverfi. Hvað er að vera verkefnastjóri í ólgusjó fjármála- umhverfis í ævintýralegum uppgangi og hvað er að vera verkefnastjóri í sama umhverfi eftir fjármálahrun? 16:30 – 17:00 Haukur Ingi Jónasson PhD og lektor við Tækni- og verkfræði- deild HR og formaður stjórnar MPM námsins  Af kvaki best má kenna fugla: viska verkefnatey- misins virkjuð til vaxtar Á sama tíma og aukin áhersla er á að meta verkefnastjórnunarlegan þroska fyrirtækja má einnig spyrja: Hvað með að auka tilfinninga- og vitsmunaþroska innan verkefnateyma? Hvaða áhrif hefði það á árangur þeirra? Í erindinu er fjallað um hvernig nýta má sértæka tækni til að auka enn frekar á skilvirkni í samræðum innan verkefna- teymis og stuðla með því að víðtækari árangri þess. 17:00 Ráðstefnuslit MPM félagið stendur fyrir ráðstefnu í samvinnu við MPM námið í Háskólanum í Reykjavík og Dokkuna undir yfirskriftinni: Hvað er að vera verkefnastjóri? Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.