Fréttatíminn - 10.04.2015, Qupperneq 58
V erkin mín hafa þróast með tím-anum en í dag nota ég sjálfa mig og líkamann sífellt meira.
Ég prófaði allskonar tungumál þegar
ég var í námi í FB og Listaháskólanum
en smám saman fór maður svo að
finna sínar eigin forsendur og fagur-
fræði,“segir Dagrún Aðalsteinsdóttir,
ein þeirra fjölmörgu listamanna sem
tekur þátt í alþjóðlegu myndlistarhátíð-
inni Sequences.
Flutt til Singapore
Dagrún stundar meistaranám í mynd-
list við Lasalle í Singapore. „Singapore
var bara gisk og leit út fyrir að henta
fullkomlega bæði vegna þess að hér
er sífellt verið að leggja meiri áherslu
og fjármagn á menningu og hér sá ég
fram á að hafa beinni aðgang að mínu
hugðarefni, sem er austurlensk heim-
speki og menning,“ segir Dagrún sem
ætlar að vinna að myndlistinni á Ind-
landi í sumar og fara svo þaðan til Kína í
vinnustaðadvöl.
Á hátíðinni sýnir Dagrún klippi-
myndaseríu sem hún vann í Feneyjum
í fyrra og vídeó-verk sem eru verk
í stöðugri vinnslu. Í vídeó-verkum
Dagrúnar er líkaminn oftast í aðalhlut-
verki. „Með honum reyni ég að skoða
hvernig hið líkamlega getur verið leið
að frumandanum eða ákveðinni upp-
sprettu. Í verkunum reyni ég líkamlega
að renna saman við umhverfi eða fólk
sem hefur verið mér náið, þau augna-
blik sem mér finnst samruninn takast
geri ég að endalausri vídeó-lúppu sem
leið til að varðveita augnablikin. Verkið
„Lets be“ tók ég í bakgarðinum heima
hjá mömmu en hún býr í fallegu húsi
í Breiðholtinu sem mér þykir afar
vænt um. Síðan eru tvö verk á sýning-
unni tekin á Indlandi, þar sem ég var
að ferðast ein fyrir þremur árum og
varð ástfangin af indverskum manni.
Verkin eru tekin þegar ég fór aftur út að
heimsækja hann áramótin fyrir tveimur
árum og svo aftur í fyrra. Samband
okkar hefur einkennst af meiri fjarveru
en samveru en það hefur verið eitthvað
mjög sterkt tog þangað, kannski af því
þetta var fyrsta skipti sem ég varð ást-
fangin. Indland með honum aftan á
mótorhjóli í öllu kraðakinu, litunum og
lykt sem er ólíkt öllu öðru sem ég hef
fundið, var og er alltaf ótrúleg upplifun.“
Spennt fyrir hátíðinni
„Mér finnst hátíðin mjög spennandi í ár
og áhugavert að fá erlendan sýningar-
stjóra. Alfredo Cramerotti mun hrista
upp í senunni heima sem er afar lítil og
það mun eitthvað mjög ferskt koma út
úr því. Einnig eru spennandi erlendir
listamenn að koma eins og Ed Atkins
sem er rísandi stjarna í listheiminum í
dag og er hluti af Triennale-sýningunni
á New Museum í New York. Ég er ótrú-
lega þakklát að vera hluti af Sequences
í ár og hlakka til að fylgjast með úr
fjarlægð óskandi þess ég gæti verið á
landinu.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Myndlist dagrún sýnir á sequences seM hefst í dag
Vill varðveita augnablikin
Dagrún Aðalsteinsdóttir
er ein þeirra fjölmörgu
listamanna sem sýna á
Sequences, alþjóðlegri
myndlistarhátíð sem
hefst í dag. Dagrún býr
í Singapore þar sem
hún leggur stund á
meistarnám í myndlist
og ræktar áhuga sinn
á austurlenskri heim-
speki. Hátíðin fókusar
líkt og endranær á list
sem líður í tíma en
Dagrún mun sýna
klippimyndir sem hún
vann í Feneyjum og
stillur út vídeó-verkum
sem hún vann á Ind-
landi, þangað sem hún
hefur elt ástina og
listina síðustu ár.
Alþjóðlega myndlistarhátíðin
Sequences sem hefst í dag,
10. apríl, og stendur yfir til
19. apríl, var haldin í fyrsta
skipti árið 2006. Áherslur
hennar breytast frá ári til
árs en fókusinn er alltaf á
list sem líður í tíma, eins og
myndbandalist, gjörningalist
og hljóðlist. Hátíðin fer fram
víða um miðborg Reykjavíkur,
sýnt er bæði utandyra og á
hinum ýmsu óhefðbundnum
stöðum, auk hefðbundinna
sýningarstaða. Listrænn
stjórnandi hátíðarinnar í ár
er Alfredo Cramerotti og
heiðurslistamaður hátíðar-
innar í ár er hin margfræga
Carolee Schneemann.
Bubbi verður Ubbi
Leikfélag Hafnarfjarðar frum-
sýnir um helgina leikritið Ubba kóng
í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
Ubbi kóngur-skrípaleikur í mörgum
atriðum er betur þekktur sem Bubbi
kóngur, sem Herranótt frumflutti árið
1969 með þeim Davíð Oddssyni og
Signýju Pálsdóttur í aðalhlutverkum.
Þýðandi verksins, Steingrímur Gautur
Kristjánsson, endurbætti þýðinguna
þegar stóð til að LH ætlaði að setja
verkið upp. Huld Óskarsdóttir leikur
annað aðalhlutverkið en hún hefur
starfað með LH síðan 1988 og hefur
ekki tölu á sýningunum sem hún hefur
leikið í. „Ætli það sé ekki á milli 20
og 30 sýningar,“ segir Huld. „Í fyrsta
stóra hlutverkinu þá lékum við Halldór
Magnússon feðgin, en í Ubba kóngi
leikum við hjón, ætli við endum ekki
sem mæðgin,“ segir Huld. Nánari upp-
lýsingar á www.leikhaf.is.
20. mars – 25. apríl 2015
TVEIR HRAFNAR
listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík
+354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885
art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
Opnunartímar
12:00-17:00 fimmtudaga og föstudaga
13:00-16:00 laugardaga
og eftir samkomulagi
GUÐBJÖRG LIND
JÓNSDÓTTIR
10. apríl kl. 20.00
Samsöngur með
Júlíönu Indriðadóttur og
Sigurkarli Stefánssyni.
Súpa í veitingastofum frá
kl 18.00, borðapantanir
í síma 511 1904
11. apríl kl. 16.00
Tónleikar- Anna Sigríður
Skarphéðinsdóttir
sópransöngkona og
Sólborg Valdimarsdóttir
píanóleikari.
17. apríl kl. 20.00
Kvöldstund með Valgarði
Egilssyni og Katrínu
Fjeldsted.
Súpa í veitingastofum frá
kl 18.00, borðapantanir
í síma 511 1904
www.hannesarholt.is
Miðasala á midi.is
Dagskrá
hannesarholts
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00
Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00
Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00
Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00
Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00
Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00
Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00
Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00
Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00
Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00
Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00
Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00
Síðustu sýningar leikársins
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k
Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.
Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k
Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Sun 17/5 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00
Sýningum fer fækkandi
Hystory (Litla sviðið)
Lau 11/4 kl. 20:00 3.k. Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fim 14/5 kl. 20:00
Sun 12/4 kl. 20:00 4.k. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k.
Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00
Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur
Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl.
leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið)
Fös 10/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn
Lau 11/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 16/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn
Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz.
Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)
Sun 19/4 kl. 19:30 Aukas.
Allra síðasta aukasýning.
Segulsvið (Kassinn)
Fös 10/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 9.sýn
Lau 11/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 10.sýn
Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson
Konan við 1000° (Stóra sviðið)
Sun 12/4 kl. 19:30 Aukas.
Allra síðasta aukasýning.
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Sun 12/4 kl. 13:30 Sun 19/4 kl. 13:30
Sun 12/4 kl. 15:00 Sun 19/4 kl. 15:00
Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!
58 menning Helgin 10.-12. apríl 2015