Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 36

Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 36
BUXNADAGAR 20% afsláttur af öllum buxum - gildir fimmtudag til mánudags ESPRIT · SMÁRALIND S temningin var rosa góð. Það var æðis-legt að vera þarna í höllinni,“ segir Jóna G. Kolbrúnardóttir söngnemi sem bú- sett er í Vínarborg. Jóna var meðal áhorfenda í höllinni á báðum undanúrslitakvöldunum í Eurovision í vikunni og í dag, föstudag, verður hún í salnum þegar dómararennslið fer fram. Með í för eru bróðir Jónu, Jóhann G. Kolbrúnarson, og mágkona, Aldís Sveinsdóttir. „Þetta var hálf óraunverulegt á fyrra undan- úrslitakvöldinu. Eftir að hafa horft á Euro- vision í sjónvarpinu í mörg ár var maður smá tíma að fatta að maður væri í alvöru þarna í salnum,“ sagði Jóna þegar Fréttatíminn ræddi við hana á miðvikudag. Þegar blaðið fór í prentun í gær lá ekki fyrir hvort Ísland hefði komist áfram. Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér eftir að hafa verið viðstödd fyrra undanúrslitakvöldið? „Ég verð að segja Belgía. Þetta er 22 ára strákur sem syngur og lagið er frekar töff, það er ekki þetta týpíska Eurovision-lag. Reyndar ruglar maður svolítið lögunum saman, þau eru svo lík. Þetta var allt komið í sósu hjá manni!“ Jóna kveðst ekki vera sérlegur aðdáandi keppninnar, hún fylgist bara með eins og flest- ir Íslendingar. „Hins vegar er Aldís mágkona mín rosalegur Eurovision-fan. Hún fór líka á keppnina í Kaupmannahöfn í fyrra, en systir hennar býr þar.“ Jóna kvaðst vera spennt fyrir undanúrslita- kvöldinu á fimmtudag. Hún væri búin að hitta nokkra Íslendinga sem ætluðu að fara og bjóst við því að fá smá gæsahúð þegar María stigi á svið. Jóna leggur stund á nám í klassískum söng í Vín. Hún segir að mikið sé af ungum Íslend- ingum í námi þar í borg, fimm aðrir eru í sama Hálf óraunverulegt að fylgjast með Eurovision í salnum Jóna G. Kol- brúnardóttir er í söngnámi í Vín. Hún var í salnum á báðum undan- úrslitakvöldum Eurovision í vikunni og verður viðstödd dómararennslið í dag ásamt bróður sínum og mágkonu. Jóna heldur með Belgíu í keppninni. Jóna G. Kol- brúnardóttir tók því fegins hendi þegar Jóhann bróðir hennar og Aldís mágkona boðuðu komu sína til Vínar meðan á Eurovision stendur. Mágkonan er við- stödd keppnina annað árið í röð. námi og hún og fleiri á svipuðu reki. Jóna er hins vegar sú eina af þeim ákvað að fara á Eurovision. Jóna segir jafnframt að það fari ekki framhjá nokkrum manni að Euroviosion fari fram í Vín þessa vikuna. „Það er mikið af Eurovision- nördum á ferðinni með fána og trefla og Eurovision-bakpoka. Þó þetta sé kannski ekki úti um alla borg þá sér maður þetta víða, til að mynda á merktum leigubílum. Svo þegar mað- ur nálgast sjálft Eurovision-þorpið þá er allt þakið í merkingum.“ -hdm Reyndar ruglar maður svolítið lögunum sam- an, þau eru svo lík. 36 eurovision Helgin 22.-24. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.