Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Qupperneq 58

Fréttatíminn - 22.05.2015, Qupperneq 58
58 matur & vín Helgin 22.-24. maí 2015 Í sland er mjög mikilvægur markaður fyrir okkur og það er gaman að koma hingað,“ segir Rocio Osborne, sérlegur sendiherra hinna góðkunnu Montecillo-vína frá Rioja-héraðinu á Spáni. Rocio hefur dvalist hér á landi síðustu daga við að kynna Monte- cillo-vínin og á fimmtudag heimsótti hún til dæmis Gallery Restaurant á Hótel Holti. Þar gátu gestir komist í sérvalda matar- og vínpörun sem ku hafa verið ansi mögnuð. Vörumerkið eitt af þjóðartákn- um Spánar Rocio er af Osborne-fjölskyldunni sem er einn stærsti og virtasti vín- framleiðandi Spánar. Íslendingar þekkja vel sérrí og brandí frá Os- borne en Osborne keypti Monte- cillo-vínhúsið á áttunda áratugnum. Montecillo er þriðja elsta vínhús Rioja-héraðsins og rekur sögu sína aftur til 1874. Osborne-fjölskyldan lætur sér ekki duga að framleiða vín því hún er einn stærsti framleiðandi hráskinku á Spáni og rekur auk þess nokkur veitingahús undir sama nafni; Cinco Jotas. Vörumerki Osborne er naut og þykir það sterkt að jafnvel er talað um það sem eitt af þjóðartáknum Spánverja. Rocio er af sjöttu kynslóð Os- borne-fjölskyldunnar en alls eru nú um 600 afkomendur fyrsta ætt- leggjarins og átta kynslóðir. Rocio er reyndar aðeins ein af þremur úr Osborne-fjölskyldunni sem starfa hjá fyrirtækinu. „Þegar ég var ráðin til starfa árið 2006 hafði ekki komið nýr starfs- maður úr fjölskyldunni í 20 ár. Það var ákveðið á níunda áratugnum að ekki væri við hæfi að fjölskyldumeð- limir störfuðu hjá Osborne nema í æðstu stjórnunarstöðum. En svo var ákveðið að taka inn einn af yngri kynslóðinni og eftir ráðningarferli með utanaðkomandi aðilum fékk ég djobbið. Það hefur bæði kosti og ókosti að þessi háttur sé hafður á. Það er til dæmis mikið atvinnuleysi á Spáni og það snertir marga í fjöl- skyldunni,“ segir Rocio sem lærði lögfræði og fjármálafræði og starfaði til að mynda í London áður en hún hóf störf hjá Osborne. „En ég ólst náttúrlega upp hjá fyrirtækinu, ég ólst upp í feluleik á milli sérrítunnanna með frændsystk- inum mínum,“ segir hún. Styrkur okkar að gera vel þroskuð vín Það þykir einkennandi fyrir vín frá Rioja-héraðinu að þau fá að þrosk- ast vel. Þau eru ekki seld við fyrsta mögulega tækifæri heldur liggja á eikartunnum og síðar á flösku þar til þau þykja tilbúin til neyslu. Gran Re- serva vín eru til dæmis geymd í tvö ár á tunnu og þrjú ár á flösku áður en þau fara á markað. Rocio Osborne hefur starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu í tæpan áratug. Hún heimsótti Ísland í fyrsta sinn í vikunni og kynnti Montecillo-vínin fyrir áhugasömum. Ljósmynd/Hari Ólst upp í feluleik á milli sérrítunna Rocio Osborne er sérlegur sendiherra Montecillo-vínanna frá Rioja-héraðinu. Montecillo er þriðja elsta vínhúsið þar um slóðir og vínin hafa notið mikilla vinsælda hér á landi um árabil. Rocio var hér á landi í vikunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.