Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Qupperneq 82

Fréttatíminn - 22.05.2015, Qupperneq 82
útivist & hlaup Helgin 22.-24. maí 20156 Komdu við og smakkaðu brasilíska kokteila og smárétti og fáðu ekta brasilíska stemningu í kroppinn. Capoeira, dans, tónlist og sumargleði. dagarBraz ilískir í allan maí Sushi Samba Sími 566 6800 sushisamba.is BRAZILÍSKIR SMÁRÉTTIR Skarkoli „moqueca” 1.790 kr. Brasilískur réttur með hrísgrjónum, koríander, chili og hvítlauk Túnfisk ceviche 1.990 kr. Ástríðualdin, chili, laukhringir og avókadó Tígrisrækja 1.890 kr. Ristuð paprika, jalapenó og kóríander Nautalund 2.490 kr. „Smokey” paprikugljái, sveppir og mangósalsa Lambalund 2.290 kr. Fejioada, chimichurri og chili-myntusósa Sambarúlla með chilisultu – 4 bitar 1.490 kr. Túnfiskur, rjómaostur, avókadó, mangó, jalapeno-mayo, kimchee Surf’n turf rúlla – 4 bitar 1.590 kr. Avókadó, humar-tempura, nauta-carpaccio, teriyaki, spicy-mayo, chili crumble Happy houralla daga17.00–18.30  NæriNg á göNgu Matur veitir kraft Kolvetnarík fæða hentar vel fyrir gönguferðina og því er gott að stinga kexi og súkkulaði með í bakpokann. u ndirbúningur fyrir f jall-göngu krefst meira en að tryggja réttan útbúnað og fatnað. Til að njóta göngunnar til fulls þarf líkaminn að vera vel nærð- ur og er því góður matur ein meg- inundirstaða ánægjulegrar göngu. Þegar hugað er að því hvað sé best að borða og drekka á göngu eru þrjá tímasetningar á máltíðum sem þarf að hafa í huga. Sú fyrsta er einum eða tveimur dögum fyrir göng- una, þá þarf að borða vel til þess að gangan hefjist á fullum tanki og getur skorið úr um hversu vel ferðin tekst. Önnur er á göngunni sjálfri, en það þarf að velja mat sem viðheldur nægri orku til að halda áfram og er í raun sú næring sem fyllir á tankinn svo að líkaminn hafi nægan kraft til að komast á toppinn. Að lokum þarf að huga að því sem er borðað eftir gönguna, en það þarf ekki að vera það sama og er borðað á meðan göngunni stendur. Eftir að gönguferðinni lýkur þarf að borða mat sem aðstoðar líkamanna við að jafna sig eftir gönguna. Þá vaknar upp spurningum um hvað eigi að borða. Mikið, er ein- falda svarið hinsvegar er það ekki fullnægjandi svar. Hverskonar matar er neytt fyrir, á meðan og eftir göngu getur skipt sköpum. Í þessu tilfelli er hægt að tala um að kaloría sé ekki bara kaloría. Kolvetni er ein aðal uppspretta orku fyrir líkamann og þrátt fyrir að hann brenni kolvetni og fitu og jafnvel örlitlu af próteini á göngu, þá er það svo að ef hann klárar kolvetnin þá dregur veru- lega úr öllum krafti. Þess vegna er aðaláherslan lögð á að neyta nægi- lega mikils af kolvetnaríkri fæðu til að halda okkur gangandi. Rétt sam- setning á kolvetni og próteini mun tryggja hámarks árangur. Auk þess sem það skiptir mjög miklu máli að drekka nóg af vökva til að halda ein- beitingu og orku auk þess sem það kemur í veg fyrir krampa í vöðvum. Hér fyrir neðan eru dæmi um hvað er hægt að borða og drekka fyrir, á meðan og eftir göngu. Gangan verður mun ánægjulegri og betri ef neytt er réttrar fæðu. 1 til 2 dögum fyrir göngu: Drekktu a.m.k. 2 lítra af vökva, en forðastu áfengi því það getur valdið ofþornun. Morgunmatur: Hafragrautur með ferskum ávöxtum, 1 harðsoðið egg eða 1 skyrdós. Snarl: Ávaxtahristingur, eða þurrk- aðir ávextir. Hádegismatur: Samloka úr heil- kornabrauði með kjötáleggi, osti og grænmeti og einn ávöxtur. Snarl: Ferskir ávextir. Kvöldmatur: Pastaréttur með kjúk- lingi og grænmeti. Á göngu: Drekktu a.m.k. einn lítra af vatni áður en þú byrjar að ganga. Byrjaðu að drekka vatnið um leið og þú vaknar. Drekktu á 10 til 20 mínútna fresti á meðan göngu stendur. Um helmingurinn af því sem þú drekkur ætti að innihalda kolvetni og því getur verið gott að hafa íþróttadrykki við höndina. Það er nauðsynlegt að borða á meðan þú gengur til að viðhalda orku. Forðastu fituríka fæðu því það er erfitt að melta hana. Best er að borða fæðu sem er kolvetnarík. Það getur verið súkkulaði, þurrkaðir ávextir, rúsínur eða kex. Eftir göngu: Eftir gönguna er einnig mikilvægt að borða kolvetnaríka fæðu en það er líka í lagi að borða fitu- ríka fæðu því líkaminn tíma til að melta fæðuna. Pasta með sósu er tilvalin fæða og það er einnig gott að drekka súkkulaðimjólk og borða kex með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.