Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 93

Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 93
N ámskeiðið hefst á grein-ingarviðtali með ung-menninu og foreldrum/ forráðamönnum þar sem birting- arform skaðans og alvarleiki hans er metinn sem og ytri aðstæður. „Birtingarform sjálfsskaða er til dæmis stjórnleysi í netheimum, til- finningalegur, andlegur og líkam- legur skaði. Skaðandi hegðun er til dæmis einelti, ofbeldi og tjóna- hegðun,“ segir Alexander, en hann mun vinna með unglingunum á námskeiðinu. Hóparnir verða tví- skiptir, eftir því hvort um er að ræða skaða inn á við eða út á við. Aðstoð við að ná stjórn á eigin lífi „Við munum leggja áherslu á að vinna með gerendum eineltis og hvers konar ofbeldis,“ segir Alex- ander. Markmið námskeiðsins er hjálpa ungmennum að ná stjórn á lífinu og auka lífsleikni þeirra með jákvæðum hætti. „Námskeið- ið er hugsað fyrir ungmenni sem hafa misst stjórn á sjálfum sér, til dæmis á netinu í gegnum sam- félagsmiðla eða tölvuleiki, sem getur haft skaðlegar afleiðingar,“ segir Alexander. Á námskeiðinu verður unnið markvisst með þá stöðu sem ungmennin eru í út frá samskiptum, líðan og hegðun í tengslum við fjölskyldu, vini og skóla. „Megin nálgun er tilfinn- inga- og erfiðleikaúrvinnsla,“ seg- ir Alexander. Stuðningshópur fyrir foreldra Foreldrafræðsla fer fram um mið- bik námskeiðs og er í höndum Guð- rúnar. „Það eru oft foreldrar sem hafa samband við okkur sem hafa áhyggjur af börnunum sínum. Inn- hópurinn er hentugt úrræði fyrir þá sem vilja forðast biðlista eftir öðrum úrræðum,“ segir Guðrún. Á námskeiðinu er mikið lagt upp úr hvatningu. „Í lok námskeiðsins fer svo fram lokaviðtal með ungmenn- inu og foreldrum eða forráðamönn- um þar sem staðan er endurmetin og lögð eru drög að áframhaldandi utanumhaldi, ef þurfa þykir,“ segir Guðrún. Ásamt Guðrúnu og Al- exander kemur Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur að nám- skeiðunum. Elísabet hefur einnig umsjón með sjálfsstyrkingarnám- skeiðum á vegum Foreldrahúss fyr- ir börn og unglinga í 5.- 10.bekk, ásamt öðru fagfólki. „Nú er verið að setja á laggirnar ný sjálfsstyrk- inganámskeið sem eru sniðin fyrir unglinga í framhaldsskóla. Mark- mið þeirra er meðal annars að vinna með félagsfærni, sjálfsmeð- vitund og frammistöðukvíða sem er liður í að sporna við brottfalli úr námi sem er þekkt vandamál,“ segir Elísabet. 10 vikna námskeið „INN“ námskeiðið er tíu vikna langt og fer fram í einkaviðtölum og hópum. Hópurinn hittist alla þriðjudaga milli klukkan 15 og 17. Fjöldi ungmenna í hverjum hópi er á bilinu 6-14. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Vímulausrar æsku að Suðurlandsbraut 50, 2. hæð (Bláu húsin í Skeifunni). Gjald fyrir þátttöku er 37.000 kr. Hægt er að nýta frístundakort Reykjavíkur og frístundastyrk Kópavogsbæjar. Skráning og nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum í síma 5116160 eða með tölvupósti á vimulaus@vimu- laus.is. Hjá Vímulausri æsku starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga og ráðgjafa. Hér má sjá Elísabetu Lorange, listmeðferðafræðing, Hrafndísi Teklu Pétursdóttir, framkvæmdastjóra, Guðrúnu Ágústsdóttur, foreldra-og vímu- efnaráðgjafa, Alexander Manrique, áfengis-og vímuefnaráðgjafa og Berglindi Gunnarsdóttir, formann stjórnar. Mynd/Hari. Inngrip í skaðlega hegðun ungmenna Inngripshópurinn INN er úrræði fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem glíma við skaðlega hegðun, það er sjálfsskaða og skaða gagnvart öðrum. Með umsjón námskeiðsins fara Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur, Alexander Manrique ICADC ráðgjafi og Guðrún B. Ágústsdóttir ICADC -og foreldraráðgjafi. Vímulaus æska flutt á Suðurlandsbraut Vímulaus æska – Foreldrahús eru grasrótarsamtök sem eru starfandi fyrir allt landið. Samtökin voru stofnuð árið 1986. Vímulaus æska rekur starf- semina Foreldrahús sem var opnað 1999. Starfsemin flutti í nýtt húsnæði í september 2014 að Suðurlandsbraut 50 og hefur komið sér vel fyrir. Af því tilefni var formlegri opnun á nýjum stað fagnað þann 4. desember 2014. Starfsemi Foreldrahússins skiptist í tvo megin flokka; forvarnir og ráðgjöf. Í Foreldrahúsi er starfrækt fjölskyldu- ráðgjöf, foreldrahópar, námskeið og stuðningsmeðferð. Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur foreldrasíminn 581-1799 við, en hann hefur verið op- inn allan sólarhringinn allt árið um kring síðan 1986. KOMDU Í FÓTBOLTAKynningarblað

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.