Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 93

Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 93
N ámskeiðið hefst á grein-ingarviðtali með ung-menninu og foreldrum/ forráðamönnum þar sem birting- arform skaðans og alvarleiki hans er metinn sem og ytri aðstæður. „Birtingarform sjálfsskaða er til dæmis stjórnleysi í netheimum, til- finningalegur, andlegur og líkam- legur skaði. Skaðandi hegðun er til dæmis einelti, ofbeldi og tjóna- hegðun,“ segir Alexander, en hann mun vinna með unglingunum á námskeiðinu. Hóparnir verða tví- skiptir, eftir því hvort um er að ræða skaða inn á við eða út á við. Aðstoð við að ná stjórn á eigin lífi „Við munum leggja áherslu á að vinna með gerendum eineltis og hvers konar ofbeldis,“ segir Alex- ander. Markmið námskeiðsins er hjálpa ungmennum að ná stjórn á lífinu og auka lífsleikni þeirra með jákvæðum hætti. „Námskeið- ið er hugsað fyrir ungmenni sem hafa misst stjórn á sjálfum sér, til dæmis á netinu í gegnum sam- félagsmiðla eða tölvuleiki, sem getur haft skaðlegar afleiðingar,“ segir Alexander. Á námskeiðinu verður unnið markvisst með þá stöðu sem ungmennin eru í út frá samskiptum, líðan og hegðun í tengslum við fjölskyldu, vini og skóla. „Megin nálgun er tilfinn- inga- og erfiðleikaúrvinnsla,“ seg- ir Alexander. Stuðningshópur fyrir foreldra Foreldrafræðsla fer fram um mið- bik námskeiðs og er í höndum Guð- rúnar. „Það eru oft foreldrar sem hafa samband við okkur sem hafa áhyggjur af börnunum sínum. Inn- hópurinn er hentugt úrræði fyrir þá sem vilja forðast biðlista eftir öðrum úrræðum,“ segir Guðrún. Á námskeiðinu er mikið lagt upp úr hvatningu. „Í lok námskeiðsins fer svo fram lokaviðtal með ungmenn- inu og foreldrum eða forráðamönn- um þar sem staðan er endurmetin og lögð eru drög að áframhaldandi utanumhaldi, ef þurfa þykir,“ segir Guðrún. Ásamt Guðrúnu og Al- exander kemur Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur að nám- skeiðunum. Elísabet hefur einnig umsjón með sjálfsstyrkingarnám- skeiðum á vegum Foreldrahúss fyr- ir börn og unglinga í 5.- 10.bekk, ásamt öðru fagfólki. „Nú er verið að setja á laggirnar ný sjálfsstyrk- inganámskeið sem eru sniðin fyrir unglinga í framhaldsskóla. Mark- mið þeirra er meðal annars að vinna með félagsfærni, sjálfsmeð- vitund og frammistöðukvíða sem er liður í að sporna við brottfalli úr námi sem er þekkt vandamál,“ segir Elísabet. 10 vikna námskeið „INN“ námskeiðið er tíu vikna langt og fer fram í einkaviðtölum og hópum. Hópurinn hittist alla þriðjudaga milli klukkan 15 og 17. Fjöldi ungmenna í hverjum hópi er á bilinu 6-14. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Vímulausrar æsku að Suðurlandsbraut 50, 2. hæð (Bláu húsin í Skeifunni). Gjald fyrir þátttöku er 37.000 kr. Hægt er að nýta frístundakort Reykjavíkur og frístundastyrk Kópavogsbæjar. Skráning og nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum í síma 5116160 eða með tölvupósti á vimulaus@vimu- laus.is. Hjá Vímulausri æsku starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga og ráðgjafa. Hér má sjá Elísabetu Lorange, listmeðferðafræðing, Hrafndísi Teklu Pétursdóttir, framkvæmdastjóra, Guðrúnu Ágústsdóttur, foreldra-og vímu- efnaráðgjafa, Alexander Manrique, áfengis-og vímuefnaráðgjafa og Berglindi Gunnarsdóttir, formann stjórnar. Mynd/Hari. Inngrip í skaðlega hegðun ungmenna Inngripshópurinn INN er úrræði fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem glíma við skaðlega hegðun, það er sjálfsskaða og skaða gagnvart öðrum. Með umsjón námskeiðsins fara Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur, Alexander Manrique ICADC ráðgjafi og Guðrún B. Ágústsdóttir ICADC -og foreldraráðgjafi. Vímulaus æska flutt á Suðurlandsbraut Vímulaus æska – Foreldrahús eru grasrótarsamtök sem eru starfandi fyrir allt landið. Samtökin voru stofnuð árið 1986. Vímulaus æska rekur starf- semina Foreldrahús sem var opnað 1999. Starfsemin flutti í nýtt húsnæði í september 2014 að Suðurlandsbraut 50 og hefur komið sér vel fyrir. Af því tilefni var formlegri opnun á nýjum stað fagnað þann 4. desember 2014. Starfsemi Foreldrahússins skiptist í tvo megin flokka; forvarnir og ráðgjöf. Í Foreldrahúsi er starfrækt fjölskyldu- ráðgjöf, foreldrahópar, námskeið og stuðningsmeðferð. Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur foreldrasíminn 581-1799 við, en hann hefur verið op- inn allan sólarhringinn allt árið um kring síðan 1986. KOMDU Í FÓTBOLTAKynningarblað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.