Iðnaðarmál - 01.06.1958, Side 3
Athuganir ICA-sérfræðinga ... 86
Bókagjöf USIS til Tæknibóka-
safns IMSÍ .................. 86
ICA veitir IMSl fjárhagsstuðn-
ing ........................ 86
Hver er framleiðni atvinnuveg-
anna? — Forustugrein....... 87
Snæbjörn Jónasson: Steyptir
vegir........................ 88
Jón Brynjólfsson: Stöðlunar-
nefnd fyrir mátkerfi ........ 91
Gunnlaugur Pálsson: N.B.D.
VII.......................... 92
Gunnar Olafsson: Fjöliðjuver
í Reykjavík.................. 94
Frá störfum Kjarnfræðanefndar 97
Iðnaður úti á landi, úr skýrslu
atvinnutækjanefndar.......... 98
Fjárveitingar til atvinnumála .. 100
Ilæfni til að stjórna......... 100
Guðm. H. Garðarsson: Súkku-
laðiiðnaður................. 101
19 leiðir til aukinnar framleiðni
13. grein: Framleiðslukostr.-
aður ....................... 106
Nytsamar nýjungar ............ 109
Bandarísk smáfyrirtæki og
rannsóknarstarfsemi ........ 115
Vinnulaunagreiðslur með tékk-
um ......................... 115
Útgáfustarfsemi OEEC og EPA 116
NPI og produktivitetsarbeidet i
möbelindustrien, skýrsla .... 117
Markaðsrannsóknir í Banda-
ríkjunum.................... 119
Námskeið: Efnis- og vöruflutn-
ingar í fyrirtækjum........... 119
Forsíða: Sirius-súkkulaði.
Myndina tók Gunnar Rúnar
Ólafsson.
Heftinu fylgir efnisyfirlit 5. árg.
Endurprentun háð leyfi útgefanda.
Ritstjóm:
Guðm. H. Garðarsson,
Loftur Loftsson,
Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.).
Útgefandi:
Iðnaðarmálastofnun íslands,
Iðnskólahúsinu,
Skólavörðutorgi, Reykjavík.
Pósthólf 160. Sími 19833—4.
Áskriftarverð kr. 100,00 árg.
Sex hefti á ári.
PRENTSMIÐJAN HOLAR H-F
V______________________________________/
Iðnaðarmál
5. ÁRG. 1958 • 5.-6. HEFTI
Hver er framleíðní atuínnuveganna?
Undanfarin ár munu lífskjör íslendinga hafa verið betri en flestra annarra
þjóða. Um þessa frammistöðu, ef svo mætti nefna, gildir spakmælið, að vandi
fylgir vegsemd hverri, og má segja, að nokkuð höfutn við orðið hans vör í
seinni tíð, þar sem erfiðleikum hefur reynzt bundið að viðhalda þessum lífs-
kjörum.
Breytingar á lífskjörum þjóðar geta átt rætur að rekja til fjölmargra or-
saka, sem ekki verða ræddar hér. Hins vegar er óhætt að fullyrða, að varan-
legar lífskjarabætur þjóðar, sem þegar býr við tiltölulega jafna tekjuskiptingu,
getur aðeins byggzt á einu: aukinni framleiðni atvinnuveganna. Þess vegna
verður það mikilsvert, að hún geti gert sér grein fyrir, hvar hún er á egi
stödd á hverjum tíma í þeim efnum, svo að hún geti miðað kröfur sínar við
eigin getu frekar en óskhyggju.
I einfaldasta skilningi er framleiðni fólgin í hlutfallinu milli heildarfram-
leiðslumagns, t. d. vörutegundar, verksmiðju, atvinnugreinar eða þjóðarbús,
annars vegar og eins eða fleiri þátta framleiðslunnar hins vegar, t. d. notkunar
vinnuafls, fjármagns, hráefna eða orku, sem til þurfti. Bætt nýting vinnuafls
eða efnis verða þannig dæmi um aukna framleiðni, meiri eða sama framleiðsla
fæst með lækkuðum tilkostnaði. Afköstin verða ef til vill þau sömu og áður,
en framleiðnin eykst. Framleiðnina er þannig unnt að mæla í tölulegum ein-
ingum, og er það jafnan vinnuþátturinn, sem mestu máli skiptir, því að í hon-
um endurspeglast bezt möguleikar þeirra, sem í hlutaðeigandi framleiðslu-
grein starfa, til bættra lífskjara.
Framleiðnimælingar tíðkast nú að staðaldri víða um lönd, bæði í fyrirtækj-
um og heilum atvinnugreinum, og fæst þannig samanburður á frandeiðni í
einstökum fyrirtækjum frá ári til árs, milli einstakra fyrirtækja í sömu at-
vinnugreinum og jafnvel samanburður milli framleiðnibreytinga í heilum at-
vinnugreinum.
Ef gera ætti framleiðniathuganir hér á landi á víðum grundvelli, er auðsætt,
að slíkt kostaði verulegt átak, enda reiknings- og skýrsluhald þjóðarbúskaps-
ins ekki komið í svo gott horf enn, að nægileg undirstaða sé fyrir hendi. Oðru
máli gegnir um rótgrónar framleiðslugreinar, þar sem skýrslusöfnun er þegar
ídlýtarleg. Vaknar sú spurning, hvort ekki sé þegar unnt að hefjast handa um
framleiðniathuganir í vissum greinum.
Dæmi um nytsamlegar framleiðniathuganir, sem mætti hugsa sér, að unnt
væri að hefja án mikilla erfiðleika, væri athugun á fjölda vinnustunda, sem
þarf til að flaka, snyrta og pakka hvert kíló af mismunandi fisktegundum í
hinum ýmsu frystihúsum okkar. Hvað gerist, þegar flökunarvélar eru teknar í
notkun? Hvernig er framleiðni vinnunnar í dag? Hvernig verður hún eftir
fimm ár?
Öllum er kunnugt, að framleiðniaukning vinnunnar í íslenzkum landbúnaði
hefur verið mjög stórstíg síðustu 15—20 ár. Framleiðslan hefur stóraukizt
Framh. á 118. bls.
IÐNAÐARMÁL
87