Iðnaðarmál - 01.06.1958, Page 10

Iðnaðarmál - 01.06.1958, Page 10
FJÖLIÐJUVER í REYKJAVÍK í 5. hefti ISnaðarmála 1957 birtist grein eftir Jón Brynjólfsson, verk- fræðing við IMSÍ, um húsnæðis- og skipulagsmál smærri iðnfyrirtækja. Fjallaði greinin einkum um leið, sem Danir hafa reynt til lausnar þessum vandamálum og þekkt er þar undir nafninu „værkstedsby“. Reykjavíkurbær hefur í skipulagi sínu ætlað stað eins konar fjöliðju- veri, þ. e. a. s. iðnaöarhúsum, þar sem saman yrði komið á einn stað mörg- um iðnfyrirtækjum, sem vegna stærð- ar og af öðrum ástæðum hentaði að hafa starfsemi sína staösetta í samfé- lagi fleiri fyrirtækja og vildu hagnýta alla þá kosti, sem því geta veriö sam- fara. ISnaðarmál telja hér vera um mik- ilvægt mál að ræða og nauðsynlegt, að sem flestir iðnaðarmenn og iðn- rekendur kynni sér alla málavöxtu, svo að álit og viðhorf þessara aðila komi fram og þeir, sem áhuga hefðu á að skapa fyrirtækjum sínum starfs- skilyrði innan þess skipulags, sem hér er hugsað til lausnar fyrrgreindum vandamálum, geti haft hliðsjón af þeim ráðagerðum, sem á döfinni eru, í sambandi við fyrirætlanir sínar um framtíðina. Fjöliðjuver hafa verið byggð víða erlendis, og er fyrirkomulag þeirra með ýmsu móti, bæði að því er varð- ar skipulag húsa og félagslegt skipu- lag eða rekstrarform fjöliöjuveranna. Fróðlegt er að bera saman skipulag hinna dönsku iðnaðarhúsa, sem áður er minnzt á og staðsett eru í Valby, og þeirra, sem hér eru fyrirhuguö. Til dæmis eru dönsku húsin flest ein hæð með eða án kjallara, en íslenzku húsin hugsuð þrjár hæðir og kjallari. Skipulagsstj óri Reykjavíkurbæj ar, Gunnar Olafsson, hefur útbúið stutta greinargerö um hin fyrirhuguðu iðn- aðarhús, sem ætlaður er staður við Grensásveg milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar, og fer hún hér á eft- ir með góöfúslegu leyfi skipulags- stjóra. Kjartan Sigurösson arkitekt hefur teiknað húsin, og eru bæði teikningar og model af húsunum til sýnis á skrifstofu skipulagsins. Það skal tekiö fram, að grein þessi er birt til að kynna lesendum fyrirætlanir þær, sem hér eru á döfinni, og mun blaðið leitast við að láta lesendum frekari vitneskju og fróðleik í té um þessi mál, eftir því sem unnt er. Greinaryerð skipulagsstjóra Reykjavíkur nm iflnaðarliús við Grensásvey Á landsvæði því, sem markast af Miklubraut að sunnan, Grensásvegi að vestan og Suðurlandsbraut að norðan, er fyrirhuguð bygging iðn- aðarhúsa, eins og meöfylgjandi upp- drættir sýna í aðalatriðum. Ilúsin eru 6 að tölu, þrílyft á kjall- ara, og er stærð hvers húss fyrir sig 20X84 = 1680 m2. Samanlagður gólfflötur hvers húss er 3X1680 r= 5040 m2, og allra húsanna 6X5040 = 30240 m2. Húsin eru þannig staðsett, að þau snúa í austur-vestur þvert á stefnu Grensásvegar og um 40 metra frá sjálfum veginum. Við vesturenda hús- anna er ennfremur gert ráð fyrir lágri verzlunarbyggingu, sem lokar húsa- 94 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.