Iðnaðarmál - 01.06.1958, Qupperneq 11

Iðnaðarmál - 01.06.1958, Qupperneq 11
■ze. - y/. - /osra. ■S'/rjt^y.cf»Æ o r\~ A,r>/c=<jájt±£j£, Grunnmynd. görðunum frá götunni séð og setur svip sinn á þá hlið húsanna. Flatar- mál verzlunarbyggingarinnar og kjallara húsanna er ekki meðtalið hér að framan. Rúmgóð aðkoma að hús- unum sem og bílastæði verða í for- garðinum meðfram Grensásvegi, en bifreiðaskýli við austurenda þeirra, eins og lauslega er sýnt á uppdráttum. Hvert hinna 6 iðnaðarhúsa er þannig gert, að tvö stigahús ásamt lyftu, salernum, böðum og búnings- klefum eru kjarnar hússins. Steyptir veggir eru ekki hugsaðir umfram útveggi og veggi umhverfis stigakjarnana. Allir vegghlutar með gluggum í eru eins, bæði á hliðum og göflum. Jarðvegsdýpi á svæðinu, þar sem húsin eru fyrirhuguð, er samkvæmt mælingum nokkuð misjafnt (3—4 metrar), og er því eðlilegt, að kjallari sé hafður undir húsunum. I framhaldi af þessum fyrirhuguðtt iðnaðarhúsum og í tengslum við þau til norðurs, næst gatnamótum Grens- ásvegar og Suðurlandsbrautar, er haldið opnum möguleika á byggingu stórhýsis, sem í væru skrifstofur, verzlanir, matsalir og önnur sameig- inleg þjónusta fyrir hinar væntanlegu iðnaðarbyggingar í næsta nágrenni staðarins. Þar er einnig hugsanleg staðsetning kyndistöðvar fyrir iðnað- arhúsin. Gert er ráð fyrir því, að landsvæðí það, sem nú er óbyggt austan iðnað- arhúsanna, milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar, verði í framtíð- inni garðsvæði í tengslum við Laug- ardalssvæðið. Ætti þannig að skapast möguleikar á því, að hin væntanlegu iðnaðarhús yrðu vistlegir og heilsu- samlegir vinnustaðir, með rúmgóðum útivistarsvæðum í nágrenninu. Ennfremur má benda á, að hin fyr- irhugaða staðsetning húsanna við Grensásveg milli tveggja aðalum- ferðaræða bæjarins, Miklubrautar og Suðurlandsbrautar, verður vart betur valin. Tengslin við stærstu iðnaðar- svæði bæjarins, vestan Grensásvegar, og hin stóru íbúðarhverfi í Langholti, Hálogalandi, Vogum, Smáíbúða- hverfi og hið fyrirhugaða Háaleitis- hverfi verða einnig að teljast kostur. Tillaga sú, sem hér er lögð fram um iðnaðarhús eða iðnaðarblokkir við Grensásveg, er fyrst og fremst til orð- in af eftirtöldum ástæðum: 1. Árlega sækir fjöldi smárra iðnfyr- irtækja um lóðir til þess að reisa á iðnaðarhúsnæði. 011 gera þau ráð fyrir að vaxa með bættri aðstöðu, og nema því stærðir lóðanna, sem sótt er um samtals og á hverju ári, tugum hektara. Hins vegar er fjárhagslegt bol- magn þessara atvinnufyrirtækja oftast svo takmarkað, að fram- IÐNAÐARMÁL 95

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.