Iðnaðarmál - 01.06.1958, Síða 12
kvæmdir allar dragast um árabil
eða jafnvel áratugi. Bæjarfélagið
hefur ekki ráð á því að leggja í
gífurlegan kostnað við það að gera
lóðir byggingarhæfar, ef síðan
dregst óhæfilega lengi, að þær séu
hagnýttar til hins ýtrasta.
Með því að safna saman á einn
stað mismunandi starfsemi, eins
og hér er ráð fyrir gert, getur bæj-
arfélagið gert hvorttveggja í senn,
veitt fleiri iðnfyrirtækjum full-
nægjandi úrlausn í húsnæðismál-
um og leyst um leið vandann á
kostnaðarminni hátt bæði fyrir sig
og lóðaumsækjendurna.
2. Þegar er í nágrannalöndum vor-
um, svo sem Noregi, Danmörku og
Svíþjóð, fengin mjög góð reynsla
af þess háttar fyrirkomulagi iðn-
A/stöðumynd.
Útlit að Grensásvegi.
aðarbygginga, og eru slík hús nú
að verða fastur liður í skipulagn-
ingu iðnaðarsvæða ýmissa borga í
þessum löndum.
Það, sem aðallega vinnst við
þetta fyrirkomulag umfram góða
nýtingu landsins, er:
a. Húsrými þetta má gera vel úr
garði, að því er varðar t. d.
upphitun, lagnir og ýmiss kon-
ar þjónustu, og getulítil fyrir-
tæki fá því mun fullkomnari út-
búnað fyrir starfsemi sína á
slíkum stað en þeim annars væri
kleift að skapa sér á eigin spýt-
ur.
b. Skyldar iðngreinar geta við
þetta fyrirkomulag komið á
með sér samstarfi ýmiss konar,
sem getur haft örvandi áhrif á
framleiðslu og afkastagetu fyr-
irtækjanna.
c. Viðskiptavinir fyrirtækjanna
geta fundið margháttaða þjón-
ustu á einum og sama stað, og
er það bæði tímasparnaður fyr-
ir almenning og örvar viðskipti.
3. Hreyfanleiki (elasticitet) í nýt-
ingu húsnæðisins, þ. e. hin sérstaka
gerð húsanna, auðveldar breyting-
ar, sem verða á stærð og rekstrar-
fyrirkomulagi fyrirtækjanna.
Ein höfuðforsendan fyrir því, að
slík tilraun sem hér um ræðir varð-
andi byggingu iðnaðarhúsa megi tak-
ast og koma að fullum notum, er að
sjálfsögðu sú, að rétt eignar- og
rekstrarfyrirkomulag sé valið. Hér
verður ekki gerð tillaga um þá hlið
málsins, en ætlunin er að leita sam-
starfs og álits Félags ísl. iðnrekenda
og Landssambands iðnaðarmanna og
e. t. v. fleiri aðila um þetta og á hvern
hátt takast megi að koma húsunum
upp.
Gunnar Olafsson.
IÐNAÐARMAL