Iðnaðarmál - 01.06.1958, Síða 13

Iðnaðarmál - 01.06.1958, Síða 13
Frá störfum Kjarnfrœðcmefndar Út er komin „Skýrsla um störf Kjarnfræðanefndar Islands árið 1957 og verkefni ársins 1958“. En eins og lesendum Iðnaðarmála er kunnugt, á Iðnaðannálastofnun Islands aðild að nefndinni. Auk almennrar greinargerðar um störf ársins 1957 er að finna í skýrsl- unni sérskýrslur frá hinum sex undir- nefndum KNÍ og tillögur þeirra um ný verkefni, en nefndir þessar eru þungavatnsnefnd, orkumálanefnd, heilbrigðisnefnd, landbúnaðarnefnd, iðnaðarmálanefnd og nefnd, er fjallar um almennar rannsóknir. I skýrslu iðnaðarmálanefndar, sem skipuð er Jóhanni Jakobssyni efna- fræðingi, Magnúsi Magnússyni eðlis- fræðingi og Sveini Björnssyni verk- fræðingi, segir svo: „Hagnýting geislavirkra efna í iðn- aði til margvíslegra nota hefir aukizt stórkostlega á síðustu árum hjá þeim þjóðum, sem fremst standa á sviði kjarnfræða. Enn er þó notkun þessi á frumstigi miðað við það, sem vænta má að verði í náinni framtíð. í Bandaríkjum Norður-Ameríku er talið (Atomic Energy Facts, Sept. 1957), að iðnaðurinn hafi árið 1957 sparað upphæð, sem nemur 300—500 millj. dollara. Mest er notkunin við „kontrol“-mælingar í ýmsum fram- leiðslugreinum (þykktarmælingar o. fl.) og til skyggningar á málmhlutum (radiographic testing), en fjölmörg önnur svið notkunar eru og tilgreind. Þá er vitað, að umfangsmiklar rannsóknir eru í gangi varðandi geisl- un matvæla til að auka geymsluþol og geymsluhæfni, og skal hér sérstak- lega bent á tilraunir varðandi geymslu á kartöflum, sem gefið hafa góða raun og talið er líklegt, að muni brátt verða notuð í stórum stíl. Með tilliti til þessa virðist full ástæða til, að málum þessum sé gaum- ur gefinn og að fylgzt sé vel með þeim nýjungum, sem fram koma, og þær kynntar hér. Á þetta sérstaklega við um þá hætti, sem þegar mundu hafa beina hagræna þýðingu, svo sem hin tvö síðargreindu atriði, er getið var um hér á undan. Iðnaðarnefnd leyfir sér því að beina til stjórnar Kjarnfræðanefndar íslands eftirfarandi: 1. Að Kjarnfræðanefnd íslands (KNÍ) leggi áherzlu á, að hraðað verði framkvæmdum varðandi stofnun geislarannsóknastofu þeirrar, sem fyrirhugað er að starfi við Háskóla íslands, þar sem starfsemi slíkrar stofnunar er nauðsynlegur grundvöllur að hvers konar hagnýtingu geislavirkra efna í iðnaði sem og á öðrum svið- um. 2. Að KNÍ stuðli að notkun geisla- virkra efna við málmskyggningu o. fl. Til að afla sem nánastra upp- lýsinga og kynna af rannsóknum á þessu sviði, leggi KNÍ áherzlu á, að íslenzkur sérfræðingur fái tæki- færi til að kynnast málum þessum, t. d. á vegum Alþjóðasamvinnu- stofnunar Bandaríkjanna (I.C.A.) eða eftir öðrum leiðum, sem færar kynnu að vera. Sé slík kynning miðuð við að afla hagnýtrar reynslu um notkun ísótópa á þeim sviðum, sem hér blasa við, jafnframt því, sem aflað sé fáanlegra upplýsinga um annað, sem enn er á tilraunastigi. Iðnað- arnefnd lítur svo á, að ekki sé þess að vænta, að iðnfyrirtæki hagnýti geislun við framleiðslu sína, fyrr en sérfróður maður um slík mál lætur þeim í té þá tæknilegu að- stoð, sem nauðsynleg er. 3. Að KNI beiti sér í auknum mæli fyrir almennri kynningu á hagnýt- ingu geislavirkra ísótópa í ýmiss konar iðnaði og framleiðslu, svo að íslenzkur iðnaður fylgist sem bezt með framvindu á þessu sviði.“ Á öðrum stað í skýrslu KNÍ er rætt um hina nýju geislamælingastöð, og segir þar: „Kjarnfræðanefndin hefur frá upp- hafi beitt sér fyrir því, að komið vrði á stofn geislamælingastöð til mælinga á geislavirkum efnum. Þessi viðleitni hefur nú borið þann árangur, að Há- skóla íslands hefur með lögum verið falið að reka slíka geislamælingastöð, og mun hún taka til starfa á næsta ári. Er ákveðið, að Páll Theodórsson, eðlisfræðingur, starfi þar. Á fjárlög- um þessa árs voru veittar 100.000,00 kr. til stöðvarinnar, og á fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár eru stöðinni ætlaðar 110.000,00 kr. Þetta er miklu minna fé en gert var ráð fyrir í tillög- um Kjarnfræðanefndar, og ef það fæst ekki hækkað, mundi það jíýða, að ekki yrði hægt að sinna sjálfstæð- um rannsóknum, heldur aðeins mæl- ingum fyrir aðra aðila, svo sem lækna og rannsóknastofnanir. Menntamála- ráðherra hefur gefið vilyrði fyrir jiví, að fjárframlag næsta árs verði hækk- að, og standa þá vonir til, að geisla- mælingastöðin geti hafið reglubundn- ar mælingar á geislavirkum efnum í lofti og í vatni, en hin kostnaðarsam- ari viðfangsefni, svo sem kolefnis- aldursákvarðanir og tritíumælingar, verða að bíða. Af hálfu Jarðhitadeildar Raforku- málaskrifstofunnar hefur verið lögð vaxandi áherzla á nauðsyn þess að koma hér upp massaspektrografisk- um mælingum á stöðugum ísótópum, og mundi það einnig vera í þágu Framh. á 118. bls. IÐNAÐARMÁL 97

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.