Iðnaðarmál - 01.06.1958, Page 17
SÚKKULAÐI-
IÐNAÐUR
Grein: GUÐM. H. GARÐARSSON
Myndir: GUNNAR RLINAR ÓLAFSSON
Flestar íslenzkar iðngreinar eiga sér
stutta sögu. Meðal þeirra er íslenzkur
súkkulaðiiðnaður. I grein þeirri, sem hér
fer á eftir, er súkkulaðiframleiðslu nokkuð
lýst, eins og hún fer fram í Súkkulaðiverk-
smiðjunni Sirius h.f. Fyrirtækið var stofn-
að 27. sept. 1933. Keypti félagið Sirius-
verksmiðjuna, sem hin víðkunna sælgætis-
verksmiðja Galle & Jessen hafði rekið í
fríhöfninni í Kaupmannahöfn um langt
skeið eða frá árinu 1897 til framleiðslu á
Sirius-súkkulaði til útflutnings, og fór
nokkur hluti framleiðslunnar til Islands.
Er verksmiðjan nú búin að framleiða yfir
milljón kíló af súkkulaði. Meginhluti þess
er hið kunna Konsum-suðusúkkulaði, sem
íslendingar hafa neytt í um 60 ár. Verk-
smiðja þessi mun vera ein stærsta sinnar
tegundar hér á landi.
Framkvæmdastjóri hennar er Hallgrímur
Bjömsson efnaverkfræðingur.
„Theobroma cacoa"
Aðalhráefni til súkkulaðifram-
leiðslu eru kakóbaunir. Þær eru fræ í
aldini kakótrésins, sem á latnesku er
nefnt „theobroma cacoa“ eða með
öðrum orðum „fæða guðanna“.
Kakótréð er upprunnið í Suður- og
Mið-Ameríku. í fornum trúarsögum í
Mexíkó er getið um kakó, og þegar á
15. öld gátu Aztekar og Inkar búið til
drykk, sem nefndist „chokolatl“. Eftir
að Fernando Cortez hafði unnið
Mexikó árið 1520, sendi hann fyrstu
fregnir heim til Madrid um hið merki-
lega aldin, sem hann hafði fundið
þar, kakóbaunina. Brátt varð súkku-
laði eftirlætisdrykkur við hirðir Evr-
ópu. Hið góða bragð og hin fjörgandi
áhrif áttu sinn þátt í vinsældum
drykkjarins. Nú á dögum vita menn,
að kakó og súkkulaði hafa mikið nær-
ingargildi, eða um 5000 hitaeiningar
hvert kg. Súkkulaðið er mjög næring-
arríkt miðað við aðrar fæðutegundir.
Súkkulaðiplatan er fyrirferðarlítil og
breytir sér ekki, ef hún er geymd við
rétt skilyrði. Þetta eru atriði, sem
hernaðarsérfræðingar tóku snemma
eftir, og á styrjaldartímum er þess
ætíð gætt, að hermenn hafi nægilegt
súkkulaði í kosti sínum.
Kakótréð vex aðeins í belti kring-
um miðbauginn. Hið klassiska kakó-
land, Mexikó, framleiðir nú ekki nóg
af kakóbaunum til éigin neyzlu, og
hefur kakóbaunaræktunin færzt til
enn heitari landa. Langstærsti útflytj-
andi kakóbauna nú á dögum er
Ghana, gamla Gullströndin. Arlegur
útflutningur er um 223.000 smál. eða
tvöfalt meiri en útflutningur Brazilíu,
sem flytur út 112.000 smálestir. Sér-
stök tegund kakótrés fannst norðar-
lega í Brazilíu þegar árið 1678, og
árið 1746 hófst plantekrubúskapur
með kakóbaunir í héraðinu Bahia.
Kakóbaunaframleiðsla hefur síðan
orðið að stórrekstri í Bahia. Enda
þótt ekki hafi verið hafizt handa um
ræktun kakótrés í Ghana fyrr en árið
1871, jókst ræktun þess þar mjög
skjótlega. Afturkippur varð á fram-
leiðslunni við það, að vírussjúkdóm-
ur eyðilagði milljónir kakótrjáa, en
þrátt fyrir það stendur Ghana nú
fremst í kakóbaunaframleiðslu. Nig-
ería flytur út svipað magn og Brazil-
ía, en önnur lönd, sem framleiða fyrir
heimsmarkaðinn, eru aðallega Liber-
ía, Ceylon, Java, Venezuela og Equa-
dor. Geta má þess, að yfirleitt eru teg-
undir kakóbauna kenndar við upp-
runaland, og er því talað um Bahia-
baunir, Java-baunir o. s. frv.
Aldin kakótrésins er 15—25 cm að
IÐNAÐARMAL
101