Iðnaðarmál - 01.06.1958, Síða 20
Súkkulaðimótin koma á jœribandi að áfyllingarvélinni.
Súkkulaðiplötur koma úr kœlinum og eru tilbúnar til pökkunar.
, H«l slSEL ' l|
| j i\l
— i -Jl
Kakóbaunirnar, sem koma í ís-
lenzkar verksmiðjur, eru óbrenndar.
Hefst vinnsla þeirra á brennslu, sem
fyrr er getið, og eru þær brenndar eft-
ir sérstökum reglum með tilliti til þess
bragðs, sem framleiðandinn vill fá
fram í súkkulaði sínu. Baunakjarn-
arnir eru síðan settir í blöndunarvél
ásamt nýmjólkurdufti, sem er fram-
leitt hérlendis, sykri, kakósmjöri og
bragðefnum í mismunandi hlutföll-
um, allt eftir því, hvaða tegund af
súkkulaði á að framleiða. Við þessa
blöndun eru notaðar ýmiss konar vél-
ar, sem slípa og smækka efniseindirn-
ar við ákveðið hitastig, jafnframt því
að þær blanda efnunum saman. Þessi
vinnsla tekur allt að 72 klukkustund-
ir, og er þá súkkulaðið tilbúið til að
steypa það í plötur eða ræmur, sem
fer frarn í sérstakri vélasamstæðu.
Mótun
I Síríus eru blöndunarvélarnar á
fyrstu hæð verksmiðjubyggingarinn-
ar ásamt súkkulaðigeymi með hræri-
útbúnaði, þar sem súkkulaðið er
geymt, frá því að það er fullunnið og
þar til það er steypt. Ur geyminum er
því dælt í steypuvélasamstæðuna, sem
er á annarri hæð. Áður en það er
steypt eða mótað, er súkkulaðið und-
irkælt (þ. e. kælt undir bræðslu-
mark) í sjálfvirkri vél til þess að fá
rétt bræðslumark á súkkulaðifeitinni.
Þessi meðferð er nauðsynleg til að fá
fallega áferð á súkkulaðistykkin og
koma í veg fyrir, að þau verði kröm.
Þessu næst er því dælt í skammtara
sjálfvirkrar vélar, sem fyllir ákveðið
magn í mótin. Mótin ganga eftir færi-
bandi í gegnum vélina á hristara, sem
jafnar súkkulaðinu í mótinu og kem-
ur í veg fyrir, að loftbólur myndist í
súkkulaðiplötunni. Síðan flytja færi-
böndin þau í gegnum kæliskápa, þar
sem súkkulaðið storknar og losnar
jafnframt í mótunum vegna rúmmáls-
breytingar, sem á sér stað við kæl-
inguna. Súkkulaðiplöturnar eða ræm-
urnar eru nú tilbúnar til pökkunar, en
hún er framkvæmd í vélum, sem eru
í beinu framhaldi af vélasamstæðu
þeirri, er að framan greinir.
104
IÐNAÐARMAL