Iðnaðarmál - 01.06.1958, Side 21
SúkkulaSiplöturnar pakkaSar í sjáljvirkri vél (ajtast), þær síSan látnar í öskjur (fremst).
Vélakostur Súkkulaðiverksmiðj-
unnar Sirius h.f. er nýr og fullnægir
nútímakröfum við súkkulaðifram-
leiðslu. Þegar fyllt súkkulaði er fram-
leitt, t. d. með kremi, er formunum
hvolft á hristiborðinu, þannig að
súkkulaðisskel verði eftir í þeim, og
fara þau síðan í gegnum sérstaka
áfyllingarvél, sem fyllir í skeljarnar,
og síðan í aðra steypu, sem lokar yfir
áfyllinguna. Að öðru leyti er fram-
leiðslan svipuð því, sem að framan
er lýst.
Öll vinnsla súkkulaðisins, bæði
blöndun og steyping, er afdrifarík
fyrir gæði vörunnar, og fullkominn
vélakostur tryggir betur fyrsta flokks
framleiðslu. Ef súkkulaðið er t. d.
grátt eða froðukennt, má gera ráð fyr-
ir, að það hafi ekki verið steypt við
rétt hitastig eða að sól hafi skinið á
það við geymslu. Fyllt súkkulaði er
viðkvæmara í framleiðslu og geymslu
en ófyllt.
Mikil áherzla er lögð á vandaðar
og smekklegar umbúðir, og fer öll
prentun á þeim fram hérlendis. Má
fullyrða, að þær umbúðir, sem nú eru
notaðar, séu fyllilega sambærilegar,
að því er varðar smekklegt útlit og
annað, við vönduðustu umbúðir er-
lendis.
Hollustufæða
Súkkulaðiiðnaðurinn er háþróuð
atvinnugrein með miklum og vönduð-
um vélakosti. Súkkulaðiverksmiðjan
Sirius h.f. hefur tekið gagngerum
breytingum á s.I. tveim árum, og er
verksmiðjan búin vélum og tækjum
sambærilegum við erlendar verk-
smiðjur af svipaðri stærð. Sirius er
með stærstu fyrirtækjum sinnar teg-
undar hér á landi, en þar vinna nú um
7—10 manns að staðaldri. Fjöldi
þeirra, sem vinna við framleiðsluna,
gefur ekki rétta hugmynd um raun-
veruleg afköst og stærð fyrirtækisins,
eins og bezt má sjá á því, að í hinu
mikla súkkulaðiframleiðslulandi,
Danmörku, voru árið 1955 578 fyrir-
tæki, sem framleiddu súkkulaði og
sælgæti. Af öllum þessum fjölda voru
aðeins 46 fyrirtæki, sem höfðu tíu og
fleiri starfsmenn við framleiðsluna.
Þar af voru 13 súkkulaðiverksmiðjur
og 33 sælgætisverksmiðjur. Hér á
landi voru samkvæmt iðnaðarskýrsl-
um fyrir árið 1950 21 súkkulaði- og
sælgætisframleiðslufyrirtæki, og
framleiddu þau 379,6 smálestir af
góðgæti. Það eru einkum konur, sem
vinna að framleiðslunni.
Fáar vörutegundir munu vera eins
hátt skattlagðar á Islandi og súkku-
laði og sælgæti. Mun það m. a. vera
gert á þeirri forsendu, að súkkulaði
sé engin hollustufæða, munaður, sem
almenningur geti án verið. Er ekki
ótítt, að fólk álíti, að súkkulaði sé
ekki gott fyrir tennurnar. Rifjast þá
upp sagan um danskan súkkulaði-
framleiðanda, sem átti fjóra syni á
barnaskólaaldri. Kvaðst hann, þegar
hann var spurður um skaðsemi súkku-
laðis fyrir tennur, gefa sonum sínum
eins mikið súkkulaði og þeir hefðu
lyst á. Sagði hann, að þeir væru með
einstaklega góðar tennur, og væru
þær vitnisburður um, að súkkulaði
skennndi ekki tennur barna. Að sjálf-
sögðu burstuðu þeir tennur sínar vel
og drykkju mikla mjólk, „en,“ bætti
hann við, „þegar þeir fara til skóla-
tannlæknisins, þá gef ég þeim fimm
krónur fyrir að segja, að faðir þeirra
sé súkkulaðiframleiðandi“.
Yfirlitsmynd yfir verksmiSjusal
á annarri hœS.