Iðnaðarmál - 01.06.1958, Qupperneq 25
NYTSAMAR
NÝJUNGAR
Ný tætivél fyrir púðaefni
Austurrísk vél, sem tætir hrosshár
o. fl.
Tætivél, sem smíðuS hefur verið til
þess aS tæta (rekja upp) mismunandi
tegundir trefjóttra efna, svo sem
alpha-gras, lirosshár, ull, baðmull o.
fl., getur tætt og fjarlægt ryk úr 100
kg af slíkum efnum á einni klukku-
stund. Afköstin verða tíföld, ef mið-
að er við það, að verkið sé unnið í
höndunum.
Vélin er búin snúningsskífu með
spöðum. Spaðaendarnir (4) eru á
lausum hjörum og að minnsta kosti
jafnlangt frá inntaksopinu (6) og op-
ið er að þvermáli. Að þessu leyti er
vélin ólík öðrum áþekkum vélurn, sem
hættir til að rífa efnið og rýra þannig
verðmæti þess.
í vél þeirri, sem hér er lýst, þeytir
loftstraumurinn, er spaðarnir fram-
leiða, efninu áfram, tætir það sundur
og hlæs þráðunum út um útblásturs-
opið (12).
Engin þörf er á sérstökum útbún-
aði til þess að fjarlægja ryk, af því að
hið lárétta útblástursop (12) skilur
frá öll óviðkomandi efni, sem kunna
að vera í þráðunum.
Vélin notar 2—3 hestöfl, og verðið
er (1 rafhreyfill meðtalinn) um 4.000
austurrískir schillingar. Vélin er að
mestu úr viði og er svo létt, að öll gólf
þola hana.
Austurrískt einkaleyfi nr. 184, 818.
Uppfinningamaður: Hr. Franz
Panzl, Linzer Bundesstrasse 46, Salz-
burg-Gnigl, Austurríki.
E. T. D. nr. 1363, European Technical
Digests 1957 nr. 3.
Nevarot-fúavarnarefni
Iðnaðarmálum hefur borizt vitn-
eskja um amerískt fúavarnarefni með
ofangreindu heiti. í efninu er m. a.
pentachlorophenol, sem talið er gefa
sérstaklega góða raun, þegar um fúa-
vörn skipaviðar er að ræða (sjá bækl-
ing IMSÍ „Fúi í tréskipum“). Efnið
má bera á með pensli, sprauta því eða
nota ídýfingu. Má nota það til hvers
konar fúavarnar á húsum, skipum,
gluggum, girðingum o. s. frv., og má
mála yfir það.
Nánari vitneskju veitir Einar Egils-
son, Hjarðarhaga 17, Reykjavík.
Gangsetningarvökvi
Fyrir nokkru kom á markaðinn í
Bandaríkjunum og Kanada nýtt efni,
sem auðveldar gangsetningu stórra
bíla og vinnuvéla í köldu og röku
veðri, hvort heldur sem um er að ræða
diesel- eða benzínmótora. Efni þetta
er endurbætt gerð svipaðra efna, sem
framleidd voru fyrir bandaríska her-
inn í síðustu heimsstyrjöld og voru
sérstaklega ætluð fyrir stórar vinnu-
vélar, sem notaðar voru við lagningu
Alaskaþj óðvegarins.
Efnið er aðallega eter og úðunar-
efni, sem blandast ekki hvort öðru, og
er vökva þessum pakkað í dósir undir
ca. 7 kg/cm1 2 3 4 5 þrýstingi. Vökvanum má
sprauta með góðum árangri við allt
frá 50°C frost upp í 80°C hita.
Kveikjuhitastig vökvans er undir 200°
C, en kveikjuhitastig benzíns um 550°
1. Hylki.
2. Öxull.
3. Skífa.
4. Spaðar.
5. Autt rúm milli spaðanna.
6. Inntaksop.
10. Tætarar. Röð af kömhum.
11. Kambtennur vísa f snúningsáttina.
12. Útblástursop.
IÐNAÐARMAL
109